Vikan - 30.08.1945, Page 4
4
VIKAN, nr. 35, 1945
I gœr varst þú barn—!
Smásaga eftir Marika Björling.
TjYú Lungberg brosti góðlátlega til Elínar,
sem hafði stokkið af lestinni áður en
hún var alveg stönzuð, og kastað sér í
faðm hennar.
„Elín litla,“ hugsaði hún, meðan hún
þrýsti dóttur sinni að sér. „— í raun og
veru ert þú bara telpukrakki,“ þrátt fyrir
útlit þitt og aldur.“
„Ó, mamma! En hvað það er indælt að
vera komin heim.“
Mæðgurnar fóru út að bílnum, sem stóð
fyrir utan stöðina. Þegar búið var að koma
farangrinum fyrir í ,,skottinu“, settust þær
inn í bílinn. Frú Lungberg ók.
Elín masaði alla leiðina heim. Hún sagði
móður sinni frá samsætinu, sem haldið var
þeim, sem útskrifuðust; ennfremur frá
ýmsum brellum, sem sumir kennararnir
höfðu orðið fyrir, og fleiru á svipaðan
hátt.
Þegar þær komu inn, kom lítill kjöltu-
hundur, sem Elín átti, hlaupandi.
„lsabella!“ hrópaði Elín fagnandi og
lagðist á hnén til að leika sér við hann.
Þann tíma dagsins, sem eftir var, varð
Elín að svara að minnsta kosti tíu síma-
hringingum. Hún varð að segja frá og
svara spumingum, ákveða skemmtiferðir,
veizlur og stefnumót við gamla vini og
vinkonur.
Frú Lungberg var að hjálpa henni að
taka upp farangurinn, þegar enn ein
hringing kvað við.
„Þetta var Elsa,“ sagði Elín lafmóð,
þegar hún kom inn aftur. „Hún var að
bjóða mér út á Skógarásinn til að drekka
te þar. Mamma! Þú getur lokið við þetta
ein, heldurðu það ekki?------
Morguninn eftir símaði Lungberg verk-
fræðingur heim. „Ég sendi ykkur mann
til morgunverðar, ‘ ‘ sagði hann. „Það er
ungur og skemmtilegur náungi, þið verðið
að sjá um, að honum leiðist ekki, þangað
til ég kem heim, en ég get ekki farið héð-
an fyrr en seinna í dag. — Hann á bæ,
sem ég á að byggja upp fyrir hann, dálítið
héðan í burtu------.
Frú Lungberg fór fram í eldhúsið til
að segja þar fyrir verkum. Því næst byrj-
aði hún að leggja á borðið. Snöggvast datt
henni í hug, að biðja Elínu um að hjálpa
eitthvað til, en hætti strax við það. Hún
vissi, að Elín þoldi tæplega að hejrra inn-
anhússtörf nefnd, hvað þá meir.
Gesturinn kom um hádegi. Hann var
hár, grannvaxinn, og ljóshærður. Augna-
ráð hans vakti traust og samúð. Hann
var einkennisbúinn, og frú Lungberg, sem
ekki var fróð um hin ýmsu stig her-
mennskunnar, komst að þeirri niðurstöðu
að hann mimdi vera liðsforingi. Nafn hans
var Kurt Fredlund.
Þau settust við borðið og frú Lungberg
gladdist af að sjá, hve góð skil hann gerði
matnum. Hann sagði frá ýmsu um sjálfan
sig. Hann var stúdent að menntun. For-
eldrar hans voru fyrir alllöngu dáin, og
hann hafði erft jörðina eftir föðursystur
sína, sem nýlega var látin.
„Er það á þeirri jörð, sem maðurinn
minn ætlar að byggja upp fyrir yður?“
spurði frú Lungberg.
Hann kinkaði kolli.
„Já, það verður byrjað þegar ég fæ
lausn frá herþjónustunni — en ég var
bara kallaður til æfinga í þetta skiptið
— þá fer ég heim. Mér fellur sveitalífið
ágætlega, skepnurnar, gróðurinn — allt
saman.“
„Já, en hafið þér nokkmt vit á landbún-
aði?“ spurði frúin og brosti ofulítið?"
„Nei, en það hlýtur að vera hægt að
læra það, eins og annað, ef viljinn er
góður!“ svaraði hann og hló. Allt í einu
hætti hann, gaffallinn datt úr hendi hans
ofan á diskinn, og hann glápti fram að
dyrunum. Frú Lungberg sneri sér við til
að sjá hvað hefði ruglað hann svo gersam-
lega í rásinni.
Elín stóð í dyrunum. Hárið hékk í flók-
um niður á andlit hennar, sem ekki bar
nein merki snyrtingar. — Hún var í
eldgömlum, upplituðum slopp og hafði á
fótunum morgunskó, sem eftir útliti að
dæma voru úr leikfangasafni Isabellu.
„Ó, mamma — ég vissi ekki —
mig-------.“
Elín stamaði út úr sér nokkrum sund-
urlausmn setningum til að afsaka útlit
sitt. Frú Lungberg kynti hana og Fred-
lund. 1 sama bili hringdi síminn.
„Ætli það sé ekki til þín,“ sagði frú
Lungberg.
„Vilt þú ekki svara, mamma? Ef spurt
verður eftir mér, þá segðu, að ég hafi eng-
an tíma afgangs í dag, hvað sem í boði
sé.“
Frú Lungberg fór fram í ganginn til að
svara hringingunni. Eftir langt samtal
kom hún inn aftur og settist við borðið.
Um leið heyrði hún Kurt Fredlund segja
alvarlegri röddu:
„Ég hefi aðeins viku frí, og nú eru ekki
eftir nema f jórir dagar, aðeins f jórir, stutt-
ir dagar.“
Elín hvarf út um dyrnar. x
„Dóttir mín háttaði seint í gær.“ Hún
var að skemmta sér með nokkrum félög-
um sínum, þess vegna fór hún svona seint
á fætur,“ sagði frú Lungberg til frekari
skýringar. „En má ekki bjóða yður meiri
'mat?“
„Mat?“ át hann upp í undrunartón, eins
og nefnt hefði verið eitthvað, sem hann
hefði aldrei heyrt getið um áður.
Eftir stundarfjórðung kom Elín aftur.
Hún var í piiseruðu pilsi, gulri treyju og
með gult band um hárið. Hún var látlaust
en vandlega snyrt, varaliturinn og nagla-
lakkið var í samræmi hvort við annað, og
hún hafði hnuplað ofurlitlu af dýru, frönsku
ilmvatni, sem móðir hennar átti.
Um leið og þau stóðu upp til að flytja
sig inn í dagstofuna, hringdi síminn.
„Nú verður þú að svara sjálf, það er
líklega verið að spyrja eftir þér,“ sagði
frú Lungberg ákveðin. — Þau heyrðu rödd
Elínar gegnum opnar dyrnar:
„Nei, ekki í dag — á morgun nei,
ómögulega, alls ekki fyrst um sinn. Neitt
sérstakt — nei — já, það kom dálítið sér-
stakt fyrir — bless!“
„Mér þykir það leitt — en ég verð að
skreppa burtu svolitla stund. Ég þarf að
máta kjól, þú veizt um það, Elín!“ sagði
frú Lungberg.
„Já, góða mamma, ég verð kyr hérna á
meðan —. Frú Lungberg var tæpa klukku-
stund í burtu. Þegar hún kom heim, voru
þau búin að kveikja upp í arninum, og
sátu við hann og horfðust í augu.
„Eigum við að fara út?“ sagði Elín og
stóð upp. „Það er svo fallegt niður við
vatnið undir sólsetrið.
Frú Lungberg horfði hugsandi á eftir
þeim, þegar þau fóru. „Það er fallegt af
Elínu að leggja sig svona fram við að
skemmta manninum,“ hugsaði hún. ,,En
hún er svei mér ekki vön að vera svona
hugulsöm.“
Daginn eftir ók Elín ásamt föður sín-
um og Fredlund til búgarðs hins síðar-
nefnda. Hún hafði stungið upp á því, að
Kurt færi heim með þeim aftur og yrði
þar til kvölds.
Þegar þau komu til baka, talaði Elín
af miklum áhuga og ákafa um breytingar
þær, sem gera þyrfti á búgarðinum.
„Imyndaðu þér það, mamma, það eru
hús þar fyrir tólf kýr og fjóra hesta —!“
Allt kvöldið var rætt um landbúnað.
Gömlu hjónunum létti, þegar gesturinn var
farinn.
„Þetta er dugnaðarmaður,“ sagði Lung-
berg, en ef hann tekur þessu sjálfræðis-
lega boði Elínar og kemur til hádegisverð-
ar á morgun, þá verður þú að sjá um, að
hann verði farinn, þegar ég kem heim. Ég
þoli ekki að tala um beljur og hross hvern
daginn eftir annan.“
Kurt Fredlund tók boði Elínar. Hann
kom til hádegisverður daginn eftir. Elín
og hann sökktu sér niður í búfræðilegar
umræður um möguleika á sauðf járrækt á
heiðaflákum, sem fylgdu jörðinni. Að borð-
haldinu loknu fóru þau út, eftir að hafa
lýst því yfir, að þau ætluðu að fara á bóka-
safnið, til að kynna sér bækur um sauð-
fjárrækt og önnur álíka skemmtileg efni.
Þegar þau voru farin, lagði frú Lung-
Pramhald á bla. 13.