Vikan


Vikan - 30.08.1945, Síða 5

Vikan - 30.08.1945, Síða 5
VIKAN, nr. 35, 1945 5 Ný framhaldssaga: ——--------------------—■: 1 ] Sjúklingurinn í stofu 18 w ■ ------------- SKÁLDSAGA EFTIK MIGNON G. EBEKHAKT I. KAFLI. 1 brekkum Thatcher-hæða, fyrir sunnan og austan bæinn, stendur St. Önnu-sjúkrahúsið. Byggingin er gömul, og virðist fljótt á litið, vera hálfgerður óskapnaður úr rauðum múrsteini og grænum vafningsjurtum. Húsinu hefir bæði ver- ið breytt og byggt við það, en hinir þykku múr- veggir þess, hnotuviðarhurðirnar og þilin, og gömlu rúmgóðu herbergin, eru enn jafn hugðnæm og þokkaleg og áður, þegar þama var sveita- setur Thatcher-fjölskyldunnar. Breytingamar em margskonar, eftir kröfum tímans i það og það skiptið. Bætt hefir verið í húsið fjölda stórra og smárra glugga, komið fyrir nýtízku hreinlætissækjum, rafmagnskerfi, talsima á allar hæðimar, og ennfremur hafa verið byggð- ar við það nýjar álmur, sem byggingameistumn- um hefir tekit að gefa elliblæ að ytra útliti, í samræmi við hina gömlu múra meginhússins. Aðalinngangurinn snýr gegn vestri og er hinn virðulegasti, með þykkum hurðum og stórum kalksteinssúlum. Upp að honum liggur breið tröð í stómm sveig. Aðrar dyr em á húsinu, á stafni suðurálmunnar, em þær minni og mjög látlaus- ar. Er gengið úr hinum kyrrláta spítalagangi út í dálítið sólbyrgi, með glerhurð að utanverðu, en þaðan út á stíg, sem liggur að grasflötinni, runn- iinum, eplagarðinum, og pílviðar- og jurtatrjáa- þyrpingunni fyrir utan húsið. Frá þessum dyr- um liggur líka stígur einn, uppeftir Thatcher- hæðinni og yfir hana. Og aillangt fyrir neðan, hinum megin eplagarðsins og furuskógarins, sést rykugur og hlykkjóttur þjóðvegurinn, sem sjald- an er farinn. Suðurálmunni hefir verið breytt oftar en nokkr- um öðmm hluta hússins, og einu sinni var stofa nr. 18 sólríkasta og bjartasta stofan í allri þeirri álmu. Ég segi: „einu sinni,“ með áherzlu. Nú orðið er stofa 18 hreinsuð aðeins tvisvar í viku, og er það verk ævinlega unnið af tveimur. Stund- um reynir ungfrú Jones, sem er á skrifstofunni, að koma sjúklingi í nr. 18, en sjúklingamir frá bænum muna enn fyrirsagnir blaðanna — til dæmis: „Annað fórnardýr stofu nr. 18“ — og neita blátt áfram að liggja í stofunni, sem hefir þetta örlagarika númer. Aðkomusjúklingarnir em engn viðráðanlegri. Þeir neita að vísu ekki að liggja í þeirri stofu, sem þeim er úthlutuð, en að nokkmm klukkustundum liðnum hefir hver ein- asti þeirra, sem þar hafa verið lagðir inn, krafizt þess að verða fluttur í aðra stofu. Einu sinni tókum við það til bragðs, að skipta um númer á stofunni, en það hafði engin áhrif. Stofa 18 var og hélt áfram að vera stofa 18, hvað sem taut- aði. Aðeins einn þeirra sjúklinga, sem við höfum reynt að láta liggja þar, hefir verið þar lengur en til miðnættis. Ég get ekki sagt um, hver orsökin er. Ef til vill heyra sjúklingamir einhvern ávæning af sögu þessarrar stofu — þrátt fyrir það þó hjúkrunar- konunum sé stranglega bannað að minnast á það sorglega mál. Ef til vill stafar það af því, hve stofan er orðin skuggaleg. Það er ekki hægt að neita því, að hún er orðin skuggaleg og óviðkunn- anleg, þó það sé ofvaxið mínum skiiningi á hvern hátt hún hefir orðið þannig. Húsgögnin eru hin sömu og áður, þægileg og hreinleg, stofan er björt og sólrík, og útsýnið til eplagarðsins og grænna mnnanna hið sama og fyrr, en reyndar eru gluggatjöldin venjulega höfð dregin fyrir nú- orðið. Gólfið er einnig óbreytt. Þó er hugsanlegt að þetta auki fremur en dragi úr hinni kynlegu óhugnan, sem virðist streyma út úr veggjum stofu nr. 18, því á veggnum við gaflinn á rúminu er sérstök dökk skella, sem ekki hverfur, þrátt fyrir alla okkar þvotta í því skyni að má hana af. Það er staðreynd, að ef ég dvel lengur en svo sem fimm mínútur í einu inni í þessarri dauða- kyrm stofu, þá fer um mig óhugnanlegur hrollur, hendur mínar verða þvalar og rakar, og ég fyllist löngrun til að hlaupa út. Þetta skeður þrátt fyrir það, að ég hef ágæta meltingu, er alis ekki taugaslöpp og hefi mjög lítið ímyndunarafl. Og á hinum löngu, dimmu stundum annarar vöku, miUi miðnættis og dögunar, forðast ég alltaf að koma nærri hinum lokuðu og leyndardómsfullu dyrum stofu nr. 18. Þetta byrjaði kvöldið sem Corole Letheny hélt matarveizluna i húsi yfirlæknisins, en það stendur á Thatcher-hæðinni eins og sjúkrahúsið, við hinn enda stigsins, sem liggur frá suðurdyr- unum. Seinni hluta dagsins bað hún allt í einu um Maidu Day og mig í simann. Hún ætlaði að halda dálitla veizlu til heiðurs ungum verkfræðingi, einum af vinum dr. Lethenys. Hafði maður þessi komið þangað, öllum á óvart, á leið sinni frá brú einni, sem hann hafði lokið að smíða í Suður- Ameriku til annarrar brúar, sem hann ætlaði að smíða í Rússlandi. Venjulega kæri ég mig ekkert um að vera í matarveizlum þeim, sem Corole heldur, þær eru oftast dálítið tildurslegar, en slíkt get ég ekki þolað. Hins vegar eru ferðaævintýri og verkfræðingar í allmiklum metum hjá mér, og lofaði ég því að koma, því ég átti ekki að fara voiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiciiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiirl.i> | I þessu blaði hefst ný framhaldssaga 1 Sjúktingurinn í stolu 18, f eftir Mignon G. Eberhart. | * 5 Aðalsögupersónurnar eru þessar: I Dr. Letheny, yfirlæknir á St. önnu sjúkrahús- | i inu. | Dr. Balman, i fjrrsti aðstoðarlæknir. 1 Dr. Fred Hajek, annar aðstoðarlæknir, eini læknir- í inn, sem býr í sjálfu sjúkrahúsinu. | ! Corole Letheny, frænka Lethenys læknis og ráðs- f kona hans. \ Jim Gainsay, ! vinur Lethenys frá því á skólaár- | unum, verkfræðingur. i Sarah Keate, yfirhjúkrunarkona á St. Önnu i Í sjúkrahúsinu — og sú, sem segir i þessa leyndardómsfullu sögu. i Maida Day, ung og óvenjulega lagleg deildar- \ hjúkrunarkona í suðurálmunni, þar i sem hin umrædda stofa 18 er. 4‘ ■miitiimiiiimimimiimmmmmmmimiiiiiiiiMtmiiiiiiiiimimimimmiiV* á vörð fyrr en um miðnætti. Erfiðara var að telja um fyrir Maidu, hún virtist vera óvenju- lega treg, enda var rödd hennar allt annað en bliðleg, þegar hún svaraði Corole í sirnann. „Nú, þetta getur svo sem oröið nógu skemmti- legt,“ sagði ég, þegar Maida var búin að hengja símtólið upp. „Og svo verður ekki annað en köld kálfasteik til matar hér á spítalanum i kvöld.“ Maida hló og sagði síðan, dálitið meinlega: „Já, og veizlumar hjá henni Corole eru svo af- skaplega skemmtilegar. Það hefði verið réttast af mér að neita, en hana vantaði eina dömu. Þessi náungi kom víst í dag, og fer af stað aftur snemma í fyrramálið. Og svo veit Corole, að við eigum að vera á næturvökunnni þessa viku og næstu, og þurfum ekki að mæta fýrr en klukk- an tólf i kvöld.“ „Eg held ég verði í rósótta silkikjólnum í kvöld,“ sagði ég, þegar við komum út úr skrif- stofunni og gengum samhliða fram ganginn sem liggur út í suðurálmuna. Maida kinkaði kolli og dökkbláu augun litu at- hugandi á mig. Mér hafði þótt æ vænna um augu hennar Maidu þessi þrjú ár, sem hún hafði verið deildarhjúkrunarkona á St. önnu sjúkra- húsi. „Já, þú skalt vera í honum," svaraði hún. „Og settu hárið á þér upp.“ Maida segir alltaf að hún dáist að hárinu á mér, og ég verð að viðurkenna, að það er býsna snoturt, ef menn á annað borð geta þolað rautt hár. Ég hefi aldrei látið klippa mig. Kona, sem komin er á minn aldur, á alls ekki að láta klippa sig, allra síst ef hún Iíkist mér, er með bogið nef, freknótt og dálítið holdug. Þegar ég var búin að hafa fataskipti skrapp ég fram í suðurálmuna til að fullvissa mig um að allt væri £ röð og reglu. Sjúklingamir vom búnir að borða, og búið að mæla þá. Tauga- veikissjúklingurinn á stofu 11 hafði nokkrum tíimdu hlutum af stigi minni hita en áður, og pilturinn í stofu 6 var farinn að sætta sig við nýju gibsumbúðimar. Þó þetta væri £ miðjum júnimánuði var himin- inn alþakinn skýjum. Ég hafði þvi kastað yfir mig dökkri silkislagkápu. „6“ þreifaði með að- dáun á þykku rósasilkinu i kjólnum minum. „Þér eruð víst á leið út að skemmta yður,“ sagði hann. „Sonny“, eins og við kölluðum hann, var ung- ur og laglegur piltur, með berkla í mjöðm. Hafði hann legið i gibsi síðastliðna sex mánuði. „Já, lítur hún ekki alveg dásamlega vel út,“ spurði Maida, sem stóð í dyrunum. Augu hans þöndust út af aðdáun. Ég lelt við til að sjá orsökina. Ég var vönust því að sjá Maidu í hvita ein- kennisbúningnum. Nú var hún í náttbláum kvöld- kjól, sem skreyttur var litlum kristalsperlum; minntu þær helzt á örsmáa daggardropa. Pegurð hennar — svart hárið, stálblá augun og heitur roðinn, sem læddist fram í kinnarnar við minnsta tilefni — allt þetta naut sin nú til fulls, og hafði nærri þvi eins sterk áhrif á mig og veslings sjúka piltinn. Hann andvarpaði. Maida hló, ofurlitlum titrandi hlátri. Hrifningin var auðlesin í augum hans. „Svona, verið nú skynsamur, heimski strák- ur,“ sagði hún, en bláu augun hennar ljómuðu. „Segið mér heldur, hvemig yður semur við nýju gibsumbúðimar. “

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.