Vikan - 30.08.1945, Side 9
VIKAN, nr. 35, 1945
9
Það er gaman að vera við strönd-
ina, þegar sólin skín. Jo Anne
Sikes sýnir hér nýjustu sundfata-
tízku.
Fangar, sem frelsaðir hafa verið
úr fangabúðum Japana, sjást hér
á leið þaðan til sjúkrahúss, þar
sem þeir voru skoðaðir. Margir
þeirra þörfnuðust læknishjálpar.
>essi þreytti hermaður lagðist til hvildar í fylgsni, en hann hefir
samt riffilinn nálægt til þess að vera viðbúinn ef einhver óvinur
birtist.
Þessi fallega mynd var tekin, þegar var verið að fóðra þessi litlu
grey í dýragarðinum í New York.
Þessi drengur, sem er aðeins sex ára gamall, féll nýlega í göturæsi, þegar
hann var að reyna að bjarga hundinum sinum. Neitaði hann að fara þaöan
fyrr en lögregluþjónninn, sem sést bak við þá, gat dregið þá upp báða
i einu.
Tveir bandariskir hermenn, annar ai kmverskum ættu.m, hinn af japönsk-
um ættum, lesa bréf að heiman. Þeir eru á 'vígstöðvunum á Okinawa.