Vikan


Vikan - 30.08.1945, Page 10

Vikan - 30.08.1945, Page 10
V3KAN, nr. 35, 1945 10 intiii ia n & i iii 11.1 m ■ ■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■! MatseSillinn Steikt lifur. 1 kg-. lifur, 125 gr. smjörlíki, 2y2 dl. soð eða vatn, 3 laukar, salt, pipar, matarlitur, 50 gr. hveiti. Þvoið lifrina og takið himnurnar af henni, þurrkið hana og skerið hana í sneiðar. Veltið þeim upp úr hveiti, blönduðu salti og pipari. Brúnið smjörlíkið og steikið lifrina í því, hellið síðan sjóðandi vatni yfir og látið sjóða í 10 mínútur. Hrærið það, sem eftir er af hveitinu saman við vatn og látið síðan út i. Látið salt og pipar saman við eftir vild. Brún- aður laukur er hafður með. Biómkálsbúðingur. 250 gr. blómkál, 75 gr. smjör, 75 gr. hveiti, 2,5 dl. mjólk, 5 egg, salt, pipar, tvíbökumylsna, hrært smjör. Blómkálið er soðið og skipt niður í smávendi. Smjör, hveiti og mjólk er bakað saman, síðan kælt og eggja- rauðurnar fimm hrærðar saman við ein í senn. Hvítumar eru þeyttar og látnar í deigið, sem svo er kryddað eftir vild. Búðingsmót er smurt og þakið tvíbökumylsnu að innan. Blóm- kálið er látið saman við deigið, sem .síðan er hellt i mótið og látið sjóða í vatnsbaði í 1% klst. við vægan hita. Búðingurinn er svo tekinn úr mótinu og látinn á fat. Borinn fram með .bræddu smjöri. Húsráð Tízkumynd Óperusöngkonan sem ekki söng. Eftir Rannveigu Schmidt. Gott ráð við svefnleysi er að þvo andlitið úr ísköldu vatni og drekka síðan lítið glas af mjólk, sem blandað er safanum úr hálfri sítrónu. Þessi snotri og hentugi búningur er í þrem stykkjum. Pils, vesti og blússa. Vestið, sem er ermalaust, er bryddað með dekkra efni og hnöpp- um í sama lit. Fallegt er að hafa við köflótta blússu í skærum litum. Hún heitir Ganna Walska og hefir verið talin ein af fegurstu kon- um heimsins. Sjálf hefir hún “ víst aldrei miklast af fegurð sinni, né fundizt til um hana — en hún hefir notað sér hana. Hún er fædd í Póllandi, er líklega eitthvað yfir fimmtugt, en lítur út eins og þrítug kona; hún er heldur lítil vexti, ákaflega vel vaxin, hárið svart og slegið niður eftir bakinu. Hún talar með miklum pólskum hreim, og er það heldur geðslegur hreimur á enskunni. Enn hefir Ganna Walska yndisleikann til að bera, þann er lagði heiminn að fótum hennar og gerði hana að stórauðugri konu. Þegar ég kynntist henni átti hún' heima á búgarði sínum í Santa Bar- bara í Californiu. Kallar hún staðinn Tiberland, og er húsið fullt af dýrind- ismunum og eiginlega meira lista- safn en heimili. Margar sögur gengu um frú Walska í Santa Barbara og mörgum var for- vitni á að kynnast henni, en það var bara enginn hægðarleikur. Árum sam- an hafa blöð Bandaríkjanna verið full af myndum af henni og frásögum um hana . . . Hún hafði verið gift fimm sinnum, þegar ég sá hana og allir mennirnir ýmist frægir eða stór- auðugir. Siðasti maðurinn hennar var McCormick, Chicagoauðkýfingurinn, og byggði hann Chicago-óperuhúsið í þeim tilgangi, að láta hana syngja þar . . . hún söng þar bara einu sinni, að því að sagt er, og lagði ekki út í að syngja þar aftur. McCormick ferð- aðist með konu sína land úr landi og lét hana syngja á öllum frægustu óperuhúsum heimsins, en allsstaðar var það sama sagan, hún söng einu sinni og svo ekki meir; þótt röddin væri falleg, þá var eins og gripið væri fyrir kverkar henni, þegar hún stóð á leiksviðinu og átti að syngja fyrir áheyrendur. Við vorum sextán Santa Barbara- konur, sem lærðum kínversku hjá frú Quo-Tai-Chi, en þegar það vitnaðist, að Ganna Walska hefði innritast á skólann og boðizt til að láta kennsl- una fara fram á heimili sínu, þá stækkaði skólinn á svipstundu og þrjátíu „nemendur" óku einn góðan veðurdag upp að búgarðinum Tiber- land. Ganna Walska tók forkunnarvel á móti okkur og að lokinni kennslu- stund var okkur boðið út á „patio", — en það er lítill garður með gos- brunni í miðju — að baki hússins og fóru þar fram veitingar miklar og fjölskrúðugar ... þar var á borð bor- ið te og kaffi, allskonar ávaxtasafar, einkennilegar og góðar kökur, kandi- seraðir ávextir frá Hawai, konfekt frá París og Vinarborg; allt saman framúrskarandi gómsætt og nýstár- legt fyrir okkur, því farið var að sverfa að með sætindi í Bandaríkj- unum um þær mundir. Þegar við vorum búnar að borða nægju okkar af góðgætinu, bauð húsfreyja okkur að litast um á bú- garðinum, en hann liggur uppi í hæð- unum, og er þaðan indælt útsýni yfir Kyrrahafið. Þar eru margar „lif- andi eykur“ í miklum og fjölskrúð- ugum garði, stórkostleg blómadýrð, stór sundlaug. ... Víðsvegar um garðinn standa myndastyttur og ef ég man rétt, voru það mest myndir af álfum og fáránlegum dýrum, og allar marglitar. Sagðist Ganna Walska fást við þessa myndagerð sér til skemmtunar og voru myndirnar mjög óvanalegar. Uppi við húsið, eins og blómum í blómareit, var raðað marg- litu steinasafni frúarinnar, en því hefir hún sjálf safnað víðsvegar um heiminn og er það mjög merkilegt. Húsið er f jarska stórt og ríkmann- legt, fullt af dýrmætum og óvenju- legum munum frá Tibet. Sérstak- lega var okkur starsýnt á mörg sér- kennileg málverk og óteljandi Búddha-myndir. Sagðist frúin hafa boðið bænum Santa Barbara safnið að gjöf, en það hefði ekki verið þegið, því bærinn ætti ekki hús fyrir það. Ganna Walska dvelur aðeins á veturna í Santa Barbara og umgengst mjög fáa. Hún hefir fjölda þjónustu- fólks, þar á meðal skrifara, sem ann- ast góðgerðastarfsemi hennar, sem er mikil. Fínu Santa Barbara-frúrn- ar, sem þarna voru, skimuðu eftir vini húsmóðurinnar, sem miklar sög- ur höfðu farið af í bænum; kvað það vera ungur stúdent frá Tibet — en í þetta sinn var hann ósýnilegur. Ganna Walska var ágæt húsmóðir, veitti vel og rausnarlega, var elsku- leg að tala við — en gaf forvitnum gestum engar upplýsingar um sjálfa sig eða sitt ævintýralega líf .. og vorum við litlu nær þegar við fórum. Ganna Walska hefir skrifað ævi- sögu sina — eða látið skrifa — og hefir sagan þótt óvanaleg og jafnvel ótrúleg. . . . Það er sagan um fátæku pólsku stúlkuna, skínandi fallega, sem eignaðist „allan heiminn“, en það sem hún verulega girntist, það eignaðist hún aldrei ... hún varð aldrei mikil óperusöngkona. NÝKOMIÐ: Otrýmið mel- flugum og skorkvikind- um með undra- efninu: BLACK FLAG. iiiiiiiiiimiiMiiiiMiiiiiiimimiimiimimi gæt jja, jggj, agt i<®, MUNIÐ AÐ CLAPP’S - Barnafæða FÆST í NÆSTU EÚÐ. AGNAR NORÐFJÖRÐ & Co. h.f. iiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii f ©H1 i&é tffo gS&j FLESTUM KONUM BER SAMAN UM, að fáar fegurðarvörur jafnist á við hinar dásamlegu Angelus-snyrtivörur. Varalitur, krem, rouge, andlitspúður. (Athugið að vörumerkið, skátaliljan, sé á sérhverri pakkningu). FÆST í ÖLLUM SÉRVERZLUNUM.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.