Vikan


Vikan - 30.08.1945, Side 12

Vikan - 30.08.1945, Side 12
12 VIKAN, nr. 35, 1945 herbergi Maurices. Einu sinni hafði henni þótt ákaflega vænt um þessar litlu snotru barna- myndir — hún óskaði þess, að hún þyrði að svipta sig lífi — rífa lökin i ræmur og sívefja þeim æ fastar um háls sér; enn betra væri þó að hengja sig á einhverri þaksperrunni uppi á háalofti. Hún sá i huganum sjálfa sig dingla þar, helbláa í framan — hinn óttaslegna Maurice finna sig þannig, og loks sá hún sig jarðsetta í kirkju- garðinum. Hún féll í órólegt mók, henni fannst rúmið róla fram og aftur eins og vagga. Það sveiflaðist hraðar og hraðar — hún var ekki venjulegt barn, heldur viðbjóðslegur umskiptingur, sem glotti við örvæntingarfullri móður er horfði á hana grát- andi og reif hár sitt. — Hvellt óp rauf nætur- kyrrðina; Dúfa settist upp og svitinn lak niður andlit hennar. Hún var alein. Hafmagnsljósið bar skæra birtu. Aftur heyrðist há hringing — ekki óp, heldur hljómur dyrabjöllunnar. Hún stökk fram úr. Lásinn hafði brotnað fyrir mörgum árum. Hún dró þvottaskápinn fyrir hurðina. Vaughan sem enn var niðri hafði einnig heyrt hringinguna. Hann læddist að hurðinni, sem Dúfa hafði læst, og opnaði hana. Fyrir utan stóðu Renny og Piers Whiteoak. Andlit þeirra voru eins og tveir ljósir dílar í náttmyrkrinu. Renny steig inn fyrir, en Piers stóð kyrr í dyrunum. „Er Dúfa hér?“ spurði Renny. ,,Já.“ Hann horfði á þá, hátíðlegur á svip. Renny sneri sér að bróður sínum. „Komdu inn, Piers.“ Vaughan ætlaði að ganga á undan þeim inn í borðstofuna, en Piers nam staðar við stigann. „Er hún uppi?“ spurði hann rámur og lagði höndina á handriðið, eins og til að styðja sig. t>að hafði runnið ofurlítið af Vaughan við að sjá hið kynlega útlit bræðranna og hann mundi allt í einu hvað á undan var gengið. „Já, en þú færð ekki að fara upp til hennar. Þú átt að láta hana í friði.“ „Hann ætlar ekkert að gera henni,“ sagði Renny. ,,Hann fær það ekki. Eig lofaði henni því.“ Hann tók um handlegg unga mannsins en Piers sleit sig af honum. „Eg skipa þér að vera kyrr hér!“ grenjaði Maggi: „Héma lætur afi alltaf raka sig.“ Raggi: „Það hlýtur að vera gaman. Hvers vegna ferð þú ekki inn og lætur raka þig?“ Maggi: „'Ég ætla að láta raka mig, þegar þér eruð búinn með þennan mann!! Vaughan. „Hver á þetta hús? Dóttir hvers er hún? Hún er búin að yfirgefa þig. Gott — látum hana vera hér áfram. Bg þarf hennar með.“ „Hún er konan min. Ég fer upp til hennar." „Hver fjandinn er eiginlega að hjá ykkur? Ég hefi ekki hugmynd um, út af hverju öll þessi læti eru. Hún kom hingað — viti sínu fjær — dauðhrædd — já; nú man ég það. Síðan komið þið, eins og morðingjar." „Ég verð að hitta hana!“ „Þú færð það ekki.“ Hann greip aftur um handlegg Piers. Þeir áttust við undir hinu risa- vaxna, óhugnanlega visundshöfði með sterklegu homunum. Þeir sýndust litlir og veikburða í samanburði við það. Eftir örlitla stund hafði Piers slitið sig lausan og hentist upp stigann. „Komdu með mér inn í borðstofuna, Maurice,“ sagði Renny. „Þá skal ég segja þér, hvað um er að vera.“ Maurice. elti hann nöldrandi. „Einkennilegt háttalag í annarra manna hús- um.“ „Hefir hún ekkert sagt þér?“ spurði Renny, þegar þeir voru seztir inni í borðstofunni. „Ég man ekkert af því sem hún var að segja.“ Hann tók vínkönnuna. „Viltu fá eitthvað að drekka?" „Nei, og þú átt heldur ekki að fá neitt.“ Hann tók könnuna af vini sínum og setti hana á ann- að borð, því næst lokaði hann dyrunum. Vaughan horfði á hann stúrinn á svip. „Þetta era ljótu ólætin," sagði hann, út af því að tveir krakkar hafa átt í ómerkilegu rifrildi.“ „Kallar þú þetta ómerkilegt rifrildi,“ sagði Renny bálreiður. „Nú, hvað er að?“ „Það er það að, að dóttir þin er búin að eyði- leggja líf veslings Piers“ „Fjandinn hirði hana! Hver er maðurinn?" „Bróðir hans sjálfs — Eden.“ Vaughan stundi „Hvar er hann?“ „Hann ók burtu í bílnum.“ „Hvers vegna fór hún ekki með honum? Af hverju kom hún hingað.“ Hvernig ætti ég að vita það? Hann hefir lík- lega ekki lagt að henni að gera það. Öll sökin Rakarinn: „Ekki nema afi þinn samþykki það, Maggi!! Hann verður að koma með þér —.“ Rakarinn: „Og það væri ennþá betra, ef afi þinn kæmi einn, en þú yrðir eftir heima!“ P.alcarinn: „Rakstur?" hvílir á mér! Þetta er mér að kenna. Ég hafði engan rétt til að láta Eden slæpast heima í allan vetur og skrifa kvæði. Það hefir gert hann að þorpara." Maurice brosti út í annað munnvikið að hinu skoplega við þessa yfirlýsingu. „Ég mundi ekki skella allri skuldinni á sjálf- an mig, ef ég væri í þinum sporum. Ef Eden hefir orðið að þorpara af að yrkja kvæði, þá hefir hann sennilega haft ágæta náttúru til þess áður. Það er ef til vill þess vegna, sem hann hefir ekki nennt að gera annað en skrifa." Þeir skildu hvor annan til fulls. Þeir höfðu ætíð treyst hvor öðrum fullkomlega. Renny sagði: „Maurice, satt að segja er ég ekkert betri en Eden. Ég elska konuna hans. Hún er alltaf í huga mtnum. Vaughan horfði hryggur á andlit vinar síns. „Gerir þú það, Renny? Það hefir mér aldrei dottið í hug. Mér finnst þið svo ólík.“ „Það er alveg rétt. Ef það væri ekki, væri auð- veldara að hætta að hugsa um hana —• hún hugs- ar mikið — hún er —.“ „Ég héit hún væri kaldlynd." „Þér skjátlast. Það er ég, sem alltaf hefi verið kaldlyndur — ég hefi aldrei áður kennt neinnar viðkvæmni né blíðu í ást miimi á neinni konu. Ég hélt, að ég gæti alls ekki fundið til slíks. Renny hnykklaði brúnirnar, eins og hann væri að reyna að rifja eitthvað upp. „En ég er ákaf- lega viðkvæmur þegar Alayne er annars vegar.“ „Elskar hún þig?“ „Já“. „En Eden ?" „Hún fann í fyrstu aðeins til rómantískrar vinsemdar og auðsveipni gagnvart honum. En nú er það liðið hjá.“ „Veit hún nokkuð um þetta?" Maurice hnykkti höfðinu til, í áttina til herbergisins uppi. „Já. Ég sá henni bregða fyrir í forstofunni — þaö var allt í uppnámi i húsinu. Hún var ein- kennileg á svipinn það leit helzt^ út fyrir að henni væri orðið sama um allt.“ „Ég skil. Hvað ætlar Piers að gera?“ „Piers er dásamlegur náungi, — það er í hon- um seigla, eins og í eikartré. Hann sagði við mig: „Hún er konan mín, því er ekki hægt að breyta. Ég flyt hana heim aftur." En ég öfunda Eden ekki, ef Piers næði í hann núna.“ „Þarna koma þau. Þau hafa verið furðu róleg! Á ég að tala við þau?“ „Nei, láttu þau vera í friði.“ Þau gengu hægt ofan stigann. Þau líktust helzt mönnum, sem hafa orðið vitni að hræðileg- um atburði, og bera svipmót hans í augnaráði sinu, þegar þeir yfirgefa staðinn. Andlit þeirra virtust stirnuð. Munnvik Piers vora kipruð niður í fyrirlitningargrettu. Þau stóðu í borðstofudyr- unum eins og mynd í umgerð. Maurice og Renny brostu vandræðalega til þeirra og reyndu að líta út eins og ekkert væri. „Erað þið að fara?“ Maurice varð fyrstur til að rjúfa þögnina. „Villt þú ekki fá þér eitthvað að drekka áður Piers?" Hann myndaði sig til að taka vínkörmuna. „Þakk,“ sagði Piers hljómlaust. Hann gekk inn í borðstofuna. „Hvar er lykillinn, Renny?" Renny rétti Maurice lykilinn, en hann hellti í glas handa Piers. Sjálfur fékk hannn sér ekki neitt. Piers svolgxaði vínið; það glamraði í tönnum hans við glerð. Roði færðist í andlit hans. Eng- inn sagði neitt en allir karlmennirnir störðu á Dúfu sem enn stóð í dyrunum. Allt í einu band- aði hún frá sér, eins og hún vildi hrekja hin nærgöngulu andlit þeirra frá sér, og hrópaði: „Glápið þið ekki svona á mig! Maður gæti haldið, að þið hefðuð aldrei séð mig áður!“ „Þú virðist vera alveg úttauguð," sagði Mau- rice: „Þú þyrftir að hressa þig á einhverju. Ofur- litið af vatni og viskýi, ef til vill?“ „Já, ef mér er boðið það,“ svaraði hún og MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.