Vikan - 30.08.1945, Síða 16
16
VIKAJSr, nr. 35, 1945
ÍWIWSHARIP
sfálfblekungar og blýantar
Eru heimskunnir, og hafa þegar um 25 ára reynslu hér á landi. Á
hverjiun penna, sem hefir tvöfalda V-merkið,er tekinævarandiábyrgð.
Eða nr. 21 er Eversharp-penn-
inn með innilokaða pennanum.
Skrifar þurrt með fljót-þorn-
andi bleki. Við hann má nota
hvaða gott sjálfblekungablek sem er. Kostirnir eru einkum
þessir: Penninn er varinn straumlínulöguðu hylki, og kemur
því aðeins blá-oddur pennans í ljós. Blekar ekki fingurna.
Oddurinn silkimjúkur, svo að þér finnið ekki að þér skrifið,
heyrið það ekki en aðeins sjáið að þér skrifið. Eversharp
Fifth Avenue er fallega straumlínulagaður, hæfilega grannur,
og mjög þægilegur í hendi. Hettan er úr egta silfri, húðuð
Vio þykktar með 14 carat gulli.
1 full 3 ár hefir Eversharp-verksmiöjan framleitt pessa pcnna. En vegna tah-
markalausrar eftirspurnar og sölu í lieimalandinu, Ameriku, einkum til land-
hers og sjóhers liafa engin tök veriö á að fá þá útflutta hingað fyrr en nú,
að úr er að rcetast, og loforð fengin fyrir allstórum sendingum.
Fifth Avenue-penninn kostar kr. 125,00
Penni og blýantur saman ... — 190,00
„Skyliner"
Eða nr. 60/61 með gullhettu (sams konar og gullhetta „Fifth Avenue“),
og nr. 76/77, með venjulegri ,,pyralin“-hettu, hafa fallega, straumlínulagað
form, eru sterkir, og sérstaklega þægilegir í hendi. Þessir pennar hafa
undratunguna, sem útilokar að penninn geti lekið, hvort heldur í vasa
flugmannsins þúsundir metra í lofti uppi eða í hendi mannsins við skrif-
borðið og gefur hina óviðjafnanlegu, stilltu blekgjöf.
Skyliner nr. 60/61-penninn kostar kr. 97,50
Penni og blýantur saman...........—147,50
Skyliner nr. 76/77-penninn kosta — 47,00
Penni og blýantur saman...........— 82,00
m
Eversharp-b'ýnnturinn
uranffi
iiniiiii
er ekki skrúfaður eins og venjulegir blýantar, heldur aðeins þrýst á topp-
inn, og gefur hann þá hæfilcga mikið af blýinu fram í oddinn. Hann gefur
„automatiskt“ nýtt blý, þegar eitt er búið. Geymir allt að 10 blýum 3Ví>
• cm. löngum í forðabúri sínu. Þetta útilokar óþægindin við aðra blýanta
að þurfa að troða í nýju blýi, í hvert skipti og eitt þrýtur og þurfa að
nota báðar hendur við að skrúfa blýið fram, sem kemur sér oft óþægilega
t. d. við að skrifa upp eftir símtali.
Þetta er á sínu sviði óviðjafnanlegt ritfæri.
Gefið Eversharp, og þér gefið hið bezta.
Notið Eversharp, og ánægjan vex við vinnuna.
AÐALUMBOÐ:
ÞORST. THORLACIUS, akureyri.
EVmSHARP
STEII'íDÓRSPRENT H.F.