Vikan


Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 9

Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 17, 1946 9 Fréttamyndir. Hundrað ára gömul flóttakona, ásamt syni sínum, sem er sjötugur, á leið frá Þýzkalandi til Englands. Eru þau að stíga út úr flugvélinni, sem flutti þau frá Briissel til London. Móðir fagnar 12 ára gömlum syni sinum, sem bjargaðist á undraverðan hátt frá drukknun. Hann var í veiði- ferð með sjö félögum sínum á fljóti í Pennsylvania. Bátnum hvolfdi og drukknuðu fimm af átta drengjum. Þau eru roggin með sig eins og fullorðið fólk, þótt þau séu ekki nema þriggja ára. Myndin er tekin á Miamiströndinni í Florida. 'Ungi maðurinn á myndinni situr nú í fangelsi fyrir að hafa skotið til bana. einn af aðdáendum konu sinnar. Gerði hann það i afbrýðikasti, en sá, sem hann drap, var tuttugu og sjö ára gamall kafteinn, er lifði af Bataan- helgönguna. Þarna er mynd af hjónunum, sem tekin var áður en þessl sorglegi atburður gerðist. 1 borginni Croyton í Englandi hefir sprengikúla legið i fjörutíu faðma dýpi ofan í jörðinni frá því 1941. Stafaði mikil hætta af henni fyrir fimmtíu fjölskyldur, sem bjuggu í nánd við staðinn, og er myndin af manni, er hætti lífi sínu til að gera sprengjuna óskaðlega. örin sýnir hann, þar sem hann er að fást við sprengjuna. Maðurinn, lengst til hægri, er talinn vera „Lord Haw-Haw" Austurlanda. og hafa flutt áróður gegn Bandaríkjunum í útvarpið í Shanghai. E3r maður þessi ættaður frá Baltimore og var tekinn fastur í Kína.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.