Vikan


Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 14

Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 17, 1046 SnJOSOKKARNIR. 7 (Framhald af bls. 4). eyðilegum sal fyrir framan skrifborð ein- kennisbúins lögregluþjóns. Hún hafði verið tekin föst vegna upp- lýsinga minna um það, sem ég hafði séð þama, áður en ég fann líkið. Því að það hafði komið í ljós við rann- sókn, að dáni maðurinn var herra Franklín og þar sem ég hafði séð konu hans fara þama inn bakdyramegin fáum mínútum eftir að morðið var framið, voru lögreglu- menn sendir til hússins til að hef ja rann- sókn þar. Þeir höfðu yfirheyrt þjónustustúlkuna, en hún sagði, að frú Franklin og maður hennar hefðu rifizt ofsalega þennan sama dag. Þessar upplýsingar ásamt því, sem ég sagði var næg ástæða til að taka frúna fasta. En það undarlegasta af öllu var, að ég varð til að bjarga henni aftur. Á sama augnabliki, sem hún kom inn í skrifstofuna, varð mér ljóst, að hún var ekkert við morðið riðin. Það tók mig all- langan tíma að sannfæra yfirlögregluþjón- inn um að svo væri, en að síðustu sam- þykkti hann að spyrja frúna, hvort hún gæti gefið nokkrar upplýsingar um málið. Hún sagði, að þjónustustúlkan væri sú eina, sem hefði lykil að öllum fataskáp- um sínum — og það kom einnig í ljós, að þjónustustúlkan hafði ástæðu til að hata frú Franklin. Tveir menn voru nú sendir aftur til húss frú Franklín, og fundu þeir þjónustustúlk- una, þar sem hún var að hypja sig burtu með föggur sínar, en þegar hún sá, að henni varð ekki undankomu aúðið, játaði hún á sig morðið. Það kom í ljós að herra Franklín hafði haft ástasamband við hana og lofað henni að flýja burtu með henni. Það kvöld, sem hann var myrtur, hafði hann ákveðið að mæta henni á gangstígn- nm við vegginn. Til allrar óhamingju fyrir hann, hafði hann mætt henni óvænt í and- dyrinu — og þar sem hann var hræddur við að hún myndi hefja rifrildi og læti þama, hafði hann sagt við hana margt, sem enginn karlmaður segir við konu, án þess að særa hana djúpt. Þjónustustúlkan varð æðisgengin af reiði og ákvað að hefna sín á honum. Hún stal því kápu og hatti af húsmóður sinni, til þess að grunur félli ekki á hana sjálfa, ef einhver rækist á hana af hendingu. Hún þreif beittan hníf í eldhúsinu, þegar hún fór til að mæta herra Franklín á gangstígnum, og myrti miskunnarlaús manninn, sem hafði dregið hana á tálar. En hún gleymdi því, að sokkar hennar urðu blettóttir af rigningardropunum, þegar hún fór til fundar við herra Frank- lín, og að húsmóðir hennar aftur á móti var í sokkum frá „Luksus“, dýrustu teg- und þeirra, sem þoldu bleytu, án þess að sæi nokkuð á þeim. 322. Krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. hrör. — 5. hreinsa. — 7. lepp. —■- 11. mjólk. — 13. snöp. — 15. kjarna. — 17. siðun. — 20. vel- líðan. — 22. enda. —■ 23. gleðjast. — 24. óreið. — 25. dropi. — 26. fœddu. — 27. fela. — 29. at- viksorð. — 30. af aug- um. — 31. eggjar. — 34. ljóst. — 35. seinlátur. — 38. hærra. — 39. fulla. — 40. lasta. — 44. bjór- lengju. — 48. kláruðu. — 49. beizku. — 51. sallaði. — 53. hvassviðri. — 54. boga. — 55. segja fyrir. — 57. iðkum. — 58. geymslu. — 60. veik hljóð, — 61. kvistir. — 62. hvinska. —■ 64. hvíldi. — 65. góða. — 67. svan. — 69. þurrt. — 70. kjaftur. — 71. styrk. Uóðrétt skýring: 2. glaður. — 3. liðið. — 4. spæk. — 6. barð. — 7. háttur. — 8. einnig. — 9. drykkur. —- 10. við- urværi. — 12. dreglar. — 13. klömbrur. — 14. gjöf. — 16. tað. — 18. tæpt. — 19. ljúfleg. — 21. sinna. — 26. þrugl. — 28. bragð. — 30. hæð. — 32. hlupu. — 33. fótmál. — 34. hvarmur. — 36. illmæli. — 37. mann. — 41. leðja. — 42. hossast. — 43. bætt. — 44. oft. — 45. konutá. — 46. bók- stafur. — 47. veizlu. — 50. hermt. — 51. sagL — 52’. kaffibrauð. — 55. lítið. — 56. tíminn. — 59. mögu. — 62. óðan. — 63. angan. — 66. kindur. — 68. hljóð. Lausn á 321. krossgátu Víkunnar. Lárétt: — 1. horf. — 5. oki. — 7. æðra. — 11. ráin. — 13. orða. — 15. kem. — 17. tóvinna. — 20. Uni. — 22. úfum. — 23. tapar. — 24. ósið. — 25. far. — 26. ætt. — 27. fas. — 29. afi. — 30. skin. — 31. iðar. — 34. beina. — 35. ritar. — 38. skáp. — 39. sálm. — 40. spekt. j— 44. stökk. — 48. illa. — 49. kona. — 51. hús. — 53. dæl. — 54. agn. — 55. úlf. — 57. óska. — 58. kaupa. — 60. ótta. — 61. ata. — 62. minning. — 64. las. — 65. geir. — 67. næmi. — 69. barð. — 70. auð. — 71. fátt. Lóðrétt skýring: — 2. ormur. — 3. rá. — 4. fit. — 6. keip. — 7. æra. — 8. Ð Ð — 9. rausa. — 10. skúf. — 12. nóttin. — 13. ornaði. — 14. miði. — 16. efar. — 18. vatna. — 19. nafir. — 21. nift. — 26. æki. — 28. sat. — 30. seppi. — 32. raska. — 33. ösp. — 34. bás. — 36. rák. — 37. ami, — 41. eld. — 42. klækir. — 43. talan. •— 44. skapi. — 45. togann. — 46. önn. — 47. þúst. ■—• 50. elta. — 51. hóar. — 52. skaga. — 55. útlit. — 56. fast. — 59. undú. — 62. mið. — 63. gæf. — 66. er. — 68. má. Fréttamynd. Hermennirnir eru ekki óvanir að leysa af hendi margs konar „kvenmannsverk“. Maðurinn á myndinni er til dæmis að festa merki á einkennis- búning sinn og virðist farast það höndulega. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4. 1. Þvi að það þenst minna út við hita og spring- ur síður. 2. Bem. 3. Irlandi. 4. Frá 1911. Áður var Kína keisaradæmi. 5. Næstum 30 metra. 6. Á þeim degi var venja að gefa þjónustufólk- inu gjafir, og oftast voru það peningar í kassa (box). 7. Baku (með olíuleiðslur til Svartahafs-hafn- arinnar Batum). 8. Við Waterloo 1815. 9. Geirmundur heljarskinn. 10. 1881. Svör við dægrastytting á bls. 13: Ein af stúlkunum hlýtur að vera 8 ára. Hinar tvær eru annað hvort 10 og 5 ára, eða 6 og 2 ára, eða 7 og 6 ára. Cecilie er 7 ára. Það er ekki hægt að finna, hvað Anna og Berta eru gamlar, en af dæminu sést vel, að það hljóta að vera f jögur ár á milli þeirra. Alfred Johnsen er prestur; Bertil Hansen er kaupmaður og Karl Olsen er lögfræðingur. Eina mínútu og tuttugu sekúndur. 7 og 5.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.