Vikan


Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 25.04.1946, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 17, 1946 Hermann lokaði verðskránni, og sagði: „Vesl- ings drengurinn minn. Er það kona!“ „Ég hefi hugsað um hana eins og hún væri eina konan í öllum heiminum." „Já, þetta hendir okkur alla einhvern tíma á æfinni. Er því þá lokið núna? Er hún hér í Vin?“ Siðan bætti hann við með nákvæmni, sem var honum svo eiginleg, „Ég spyr aðeins, ef þú kynnir að vilja fara burt úr Vín.“ „Nei, hún fer héðan. Hún yfirgaf Vin í kvöld, ásamt eiginmanni sínum.“ Um stund stóðu þeir báðir og horfðust í augu. Hermann var mjög ástúðlegur og meðaumkunar- fuliur. .Harkan í svip Emanuels hvarf smátt og smátt, andlitsdrættirnir urðu mildari, varirnar titruðu og augun, sem horfðu á Hermann, fylltust tárum. öryggi hans var auðsjáanlega að verða að engu. Hann stóð þarna eins og unglingspiltur, óhamingjusamur, örvæntingarfullur og særður. „Veslings Emanuel," hvislaði Hermann. „Það er eins og öllu sé lokið fyrir mér með þessu, pabbi." „Ég skil þig. Á þinum aldri varð ég einnig að líða sömu vonbrigði og þú núna. Um tima gerði það mig harðan i lund og óþjálan. Þú munt kom- ast betur út úr þessu en ég. Ég mundi ekki geta þolað að sjá þig kveljast, drengur minn. Mér myndi samt falla það ennþá ver, ef ég vissi, að þú leyndir mig þessu.“ „Nei, nei — það verður aðelns erfitt fyrir mig til að byrja með.“ „Já, ef til vill,“ svaraði Hermann sannfærður — „það er strax léttbærara fyrir þig, þegar ég get borið sorgir þinar með þér.“ Emanuel kinkaði kolli. „Já, þú hefir rétt fyrir þér, pabbi. Við skulum ekki tala meira um þetta, en þú skilur mig áreiðanlega. Þetta var ekki neitt rómantískt ástarævintýri — heldur alvara, sem gleymist ekki fljótt. Nú er þessu öllu lokið,“ — hann háði harða baráttu við sig, til að vera ró- legur — „nú ætlar þú að sýna mér verðskrárnar og segja mér, hvað þú hefir i hyggju að kaupa 4 fftörgun. Það hljóta að verða margir skemmti- legir hlutir á uppboðinu, það var einhver, sem aagði mér, að þar yrði til sölu bréf, skrifað af Elísabetu Englandsdrottningu, það væri nógu gaman að ná í það.“ „Ég held, að bréf, jafnvel frá Elísabétu Englandsdrottningu séu einskis virði, Emanuel. Það verður skammvinnur áhugi, sem menn hafa á slíku.“ „Ef til vill,“ játaði Emanuel, en síðan bætti hann við og var fullkomlega öruggur: „Já, þú hefir rétt fyrir þér, bréf eru einskis virði. En þar verður tólfmanna borðbúnaður, sem er frá Napoleonstímanum og er skreyttur með . ... “ Tvö höfuð, svart og hvítt, beygðu sig að nýju yfir bókina. Gollantzfeðgarnir voru nú famir að starfa aftur saman. SJÖUNDI KAFLI. I. Næstu vikur fann Emanuel fyrst, hversu faðir hans var skilningsgóður og óvenju nærgætinn maður. Hann hafði alltaf elskað foreldra sina, en verið þó það gáfaður, að hann hafði fundið og játað fyrir sjálfum sér, að móðir hans var grunnhyggin og tepruleg kona. En honum hafði aldrei verið ljóst fyrr, hversu faðir hans var mörgum kostum búinn. Minningin um þann leiðinlega atburð, þegar Emanuel fannst faðir sinn koma fram við sig á óverðskuldaðan hátt, var eins og þurrkuð út. Milli föður og sonar rikti innilegra samlyndi en nokk- urn tíma fyrr. Simoni Cohen, sem þótti vænt um þá báða, vöknaði oft um augu, þegar hann sá ást þeirra og vináttu vaxa með hverjum deginum. Emanuel þjáðist og það mikið. Hann hafði elsk- að Caroline og fundið hjá henni allt, sem hann var hrifnastur af hjá konum. Vikum saman gat hann ekki fengið sig til að fara í heimsókn í litla húsið, þar sem Marion Brightwin átti heima. Hann þráðí að koma þar, en í hvert skipti, sem hann ætlaði að fara, fannst honum hann heyra síðustu samræður sinar við Caro, og þá hélt hann að það myndi verða ofraun fyrir sig, að rifja upp allar minningarnar með heimsókn þangað. En morgun nokkurn fékk hann bréf frá gömlu kennslukonunni. Hún bað hann að koma og líta inn til sín. „Því að þér eruð ekki einungis efnilegur nemandi minn, heldur vinur minn,“ skrifaði hún í bréfinu. Hann herti sig upp og fór í heimsókn í litla húsið. Marion Brightwin talaði um alla heima og geyma, en minntist elcki á Caroline, og það var hann henni þakklátur fyrir. „Við skulum drekka einn bolla af tei, Emanuel," síðan bætti hún við í flýti: „Og borða enskar te- kökur. Hvað segið þér um það?“ 1 þessu augnabliki fannst honum ósegjanlega vænt um hana, fyrir að hún skyldi ekki stinga upp á heitu, steiktu brauði og smjöri með því. Þegar hann ætlaði að fara, tók hann í hönd hennar og hneigði sig hátíðlega: „Ég hafði mjög gaman af að koma aftur,“ sagði hann á ensku. „Ég saknaði yðar, fröken Brightwin.“ „Það var einnig mál til komið, að þér kæmuð aftur til mín,“ sagði hún næstum tilgerðarlega. „Enskan yðar er slæm og hreimurinn mjög út- lendingslegur. Og þetta," — hún brosti um leið — ,,er það versta, sem kennari getur sagt við nemanda sinn.“ Um kvöldið. sat hann ásamt von Habenberg á „Spiel", en Strauss, sem hafði komið frá veitinga- húsinu „Dúfurnar," lék síðasta valzinn sinn. „Þú hefir það betra núna, Gollantz," sagði von Habenberg allt í einu og horfði á andlit Emanu- els, sem geislaði af gleði. „Mér hefir liðið illa út af þér.“ Brosið hvarf úr augum Emanuels: ;,Já, það er betra núna. Það var fallegt af þér, að tala ekki um þetta við mig. Því er nú lokið, og ég er orðinn ánægður aftur.“ „Ég myridi heldur vilja heyra þig segja, að þú værir hamingjusamur. Ánægður, það er svo veikt, en hamingjusamur — það er eitthvað svo geisl- andi bjart yfir því orði.“ Emanuel hristi höfuðið. „Það er öruggara að vera ánægður. Þvi hærra sem farið er því lengra er hægt að hrapa. Þegar maður er nálægt jörð- inni þá er maður ánægður.“ Síðan var eins og hann sópaði frá sér öllum leiðinlegum hugsunum og bætti við: „1 dag varð ég ástfanginn — nei, nei vertu ekki svona forvitinn; spurðu ekki, hvernig hún lítur út, því að það get ég ekki sagt þér. En ég held að henni sé lýst þannig, að hún sé kona með hjálm og þríflein og nafn hennar er — stóra Bretland. Ég er orðinn ástfanginn af ensku þjóðinni." „Kæri Emanuel, er þetta brjálæði eða nokkurs konar landráð?“ „Ég get ekki sag’t þér frá þessu öllu, því að það snertir ekki mig einan. Atvikin, sem hafa opnað augu mín fyrir kurteisi og kostum ensku þjóðarinnar — já, ég tólc eftir þessu, þegar mér var boðin tekaka i staðinn fyrir steikt brauð. Og sú, sem gerði það, lét sér nægja að leiðrétta enskuframburð minn.“ „Og af þeirri ástæðu ert þú orðinn ástfanginn af henni og ensku þjóðinni! Ég væri ekki ánægð- ur, ef ég heimsækti stúlku og hún gæfi mér ekki annað en kökur og umvandanir!" „Hún er komin yfir fimmtugt," sagði Emanuel. „Þar að auki hefir hún ekkert vaxtarlag, — hún hefir grátt yfirskegg og fætur, sem eru stórir og hræðilegir. Samt sem áður — hún er ensk og dásamleg!“ Max von Habenberg reigði höfuðið aftur og skellihló: „Reyndu fleiri og vittu, hvernig þér likar við þær. Prændi minn einn, sem bjó í tvö ár í Englandi, segir, að það sé hægt að. likja hráslagalegu loftslaginu þar við kaldlyndi enska kvenfólksins.“ Emanuel dreipti á kaffinu sinu og sat síðan um stund og sneri koníaksglasinu á milli fingra sér. „Já, einhvern tíma ætla ég að spyrja þær og kynnast þeim — já, fjölda þeirra. Ég held, að mér myndi falla vel í geð að starfa i Englandi." II. Þegar hann kom heim um kvöldið, fann hann föður sinn og móður á fótum, þar sem þau voru í áköfum samræðum. Móðir hans var rjóð í kinn- um og æst. Hermann var aftur á móti fölur og taugaóstyrkur, að því er virtist. Þegar Emanuel kom inn, leit Rachel Gollantz upp frá handa- vinnu sinni og sagði um leið og hún lagði hana frá sér: MAGGI OG RAGGI. ÍLIiJ.l1' ■' ( Teikning eftir Wally Uishop. Drengurinn kallar: Halló! Maggi! Littu vio! Þú ert að týna vínarpylsunum! Maggi: Æ! Maggi: Ég er kominn, amm^! Ég vona, að þér líki vínarpylsurnar. Amman: En hvað þær eru fallegar! Það er Maggi: Ég þurrka þær eins vel og mér er langt síðan ég liefi fengið svona hreinar og mynd- Maggi: Eg purrxa pær ems vei og mer er iangt sioan eg i mögulegt, en það er óskaplegt að fara svona með arlegar pylsur! matinn. Maggi: Guöi sé lof!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.