Vikan


Vikan - 02.05.1946, Page 2

Vikan - 02.05.1946, Page 2
2 VIKAN, nr. 18, 1946 Póstuiinn |~ Kæra Vika mín! Mig langar til að leita ráða hjá þér, ég sé, að þú getur hjálpað svo mörgum. Þú virðist vera næstum al- vitur. Ég skal segja þér, að ég hefi alltaf haft fina og slétta andlitshúð, þang- að til nú fyrir ekki svo löngu síðan, að ég tók eftir því að það eru að koma smá göt í húðina, eins og svita- holumar víkki svona út, og jafnframt þomar húðin, svo ég má helzt ekki þvo mér úr vatni, þá verð ég svo stirð í framan og flagna. Og langar mig nú mikið til að vita, hvort þú getur ekki sagt mér af hverju þetta muni stafa, og hvað ég eigi að gera. Þú mátt ekki vísa mér til neinna húð- sjúkdómalækna, því ég er svo langt úti á landi, að ég get ekki náð til þeirra. Svo bið ég þig að fyrirgefa þetta, og óska eftir að þú birtir þetta ekki, það er svo óttalega bamalega vitlaust. Kveð ég þig svo með vin- semd og virðingu, og óska þér alls góðs. — Þin Dollý. Svar: Við þennan kvilla ber að forðast allt, sem þurrkar húðina. Bezt er að þvo sér sem minnst úr vatni og sápu eða jafnvel láta það alveg vera um tíma. 1 þess stað er olía eða „mayonaise“ borið á hömndið. Porð- ast skal andlitsvötn úr vínanda eða glyseríni. Á kvöldin er húðin mökuð úr veiku fitusmyrsli. Ef kalt er í veðri, er réttara að bera smyrsli á hömndið einnig á daginn. (Fegmn og snyrting). Hjálmar og Hulda. Okkur hefir upp á síðkastið borizt óvenjumikið af bréfum, þar sem beð- ið er um kvæðið „Hjálmar og Hulda“, en við höfum ekki getað komist að því enn, hvar það hefir birzt. Við kimnum að vísu hluta úr því og svo er um marga, sem við höfum spurt, af því að kvæði þetta var húsgang- ur, þegar þeir, sem nú em miðaldra, voru börn. Af því að við höfum ekki fundið það enn, spyrjum við nú les- enduma: Vitið þið, hvar þetta kvæði er að finna í heild? Við höfum spurt ykkur áður og það hefir borið árang- ur. Elsku, góða Vika! Viltu nú gera svo vel að gefa mér upplýsingar um hina frægu kvik- myndaleikkonu Dorothy Lamour. — Með margfaldri fyrirfram þökk fyrir svarið. Lóló. Svar: Dorothy Lamour er fædd 10. desember 1914 í New Orleans. Vakti hún strax mikla eftirtekt í mynda- samkeppni, sem hún var látin taka þátt í, þegar hún var fimm ára. Um tima söng hún með frægri danshljóm- sveit, en síðan tók hún að leika hjá „Paramount“-kvikmyndafélaginu og var fyrsta mynd hennar „Jungle Princess". Síðustu kvikmjmdir henn- ar em þessar „Rainbow Island", „The Road to Utopia“ og „Medal for Benny“. Dorothy hefir dökkt hár og blá augu. Kæra Vika! Við undirritaðar óskum eftir bréfa- sambandi, við pilt eða stúlku, ein- hvers staðar á landinu. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Með . fyrirfram þökk. Emilía J. Baldvinsd. (19—21 árs). Sigrún Alda Hoffritz (16—20 ára). Alda Andrésdóttir (18—21 árs). — Heimilisfang: Bakariið, Selfossi, Ár- nessýslu. Kæra Vika! Viltu svara fyrir mig þessum spum- ingum: Hvernig hára- og augnalit hefir Laraine Day? Hvenær og hvar er Paul Muni fæddur? Hverrar þjóð- ar er Peter Lorre? Þín $purul. Svar: Laraine Day hefir brúnt hár og blá augu. Paul Muni er fæddur 22. september 1897 í Vin. Peter Lorre er þýzkur. BATANAUST H.F. TEKIN TIL STARFA Erum nú þegar tilbúnir að taka á land skip. Framkvœmum báta- og skipasmíði, allskonar viðgerðir, uppsátur, hreinsun og geymslu. Vinnan fljótt og vel af hendi leyst, af I. flokks skipasmiðum. BÁTANAUST H.F. v/ ELLIÐAÁRVOG. PÓST BOX 341. Símar: 1981, 6630, 6631. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.