Vikan


Vikan - 02.05.1946, Síða 5

Vikan - 02.05.1946, Síða 5
VTKAN, nr. 18, 1946 5 Framhaldssaga: Ævintýri á Indlandi SKÁUDSAGA eftir J. A. R. Wylie. mér aö þeir væru allir hetjur, og þess vegna varð ég fyrir dálitlum vonbrigðum, er ég sá, að ég sjálfur var stærstur og karlmannlegastur. En auðvitað er það eins og þér segið, að hetjuskapur þeirra er ekki á yfirborðinu." „Þér megið ekki likja yður við Englendinga," mælti hún, „hvorki hvað snertir útlit, stærð eða hugmyndir. Munið að við erum af öðrum kyn- stofni." „Og þó klæddu þeir holdi og blóði mínar há- leitustu fyrirmyndir.“ „Eg er ef tií vill sú undantekning, sem stað- festir regluna,“ mælti hún og var háskalega nærri að missa þolinmæðina. „Segið þér þetta sama um allar þær konur, sem þér hafið séð í dag?“ „Nei!“ Hann sagði þetta eina orð mjög ákveðið. „Þarna sjáið þér. Ég er undantekning. Og þar að auki er ég kona. Karlmenn verður að dæma eftir öðrum mælikvarða, og ef til vill höfum við aðrar fyrirmyndir.“ „Já, ekki er það ómögulegt," viðurkenndi hann, „og kanski eru þær háleitari og göfugri en mín- ar. En þar eð ég á nú hér eftir að hafa mikil mök við Englendinga, þætti mér vænt um að vita, hvað •þeir kalla mikilmenni." „Nei, þér megið ekki krefjast þess af mér, að ég útskýri fyrir yður hina þjóðlegu brezku fyrir- mynd," mælti hún fljótlega. „Til þess er ég ekki nægilega þroskuð. Spyrjið heldur einhvern ann- an.“ „En ég geri mig meira en ánægðan með yðar fyrirmynd," mælti hann. „Hærra er víst ekki hægt að komast." „Það er næstum þvi til of mikils mælst." „Ó, nei!“ bað hann innilega. „Ég hefi mínar ástæður." „Fyrirmynd okkar að karlmanni köllum við prúðmenni í orðsins fylsta skilningi," mælti hún hægt. „Þetta er mjög misnotað hugtak, en í þvi felst þó allmikið. Fyrst og fremst heimtum við af honum, að hann sé hafinn yfir alla smá- mennsku og óþokkaskap; hann á að vera vel hugsandi, göfuglyndur og hjartagóður. Hann á að nota alla sína krafta, livort sem þeir eru mikl- ir eða litlir, öðrum til hjálpar. Og í sama tilgangi á hann að þroska alla sína gó5u eiginleika." „Hvaða eiginleika eigið þér við?“ greip Nehal Singh fram L „ö, alla þessa venjulegu," svaraði hún og gat ekki látið vera, að dálítils gys kenndi í rödd henn- ar gegnum falslca hrifninguna. „Réttlæti, hrein- leiki, göfugmennska, hreinskilni — einkum hreinskilni." Hún dró andann djúpt. „Þetta er nú lítilfjörleg skýring, sem ég hefi gefið yður. Skilj- ið þér hvað ég á við?“ „Já, ég skil það. Og ef maður er prúðmenni, gerir þjóðernið ekkert til?“ Svo er kynþáttahatrið rótgróið, jafnvel hjá al- gerlega hleypidómalausum mönnum, að ósjálf- rátt hikaði hún við áður en hún svaraði: „Já, auðvitað. Þjóðernið gerir engan mismun." Meðan á þessu samtali stóð, höfðu þau nálgast musterið, sem Beatfice kannaðist undir eins við, enda þótt dimmt væri. „Sjáið, þarna kemur einn, sem mér geðjast vel að,“ mælti Nehal Singh og það birti yfir honum. „Heitir hann ekki Travers ? Mér urðu minnst von- brigði að þvi að sjá hann.“ „Þér hafið undraverða dómgreind," svaraði Beatrice, og hafi vottað fyrir háði í orðum henn- ar, veitti Nehal Singh að minnsta kosti því ekki athygli. Hannn hraðaði sér til móts við Travers. Forsaira * Margrét Caruthers og ® * Kristín Stafford eru fyrst einar í herbergi, en síðan flýja menn þeirra, Stefán og Harry inn til þeirra undan upp- reisnarmönnum. Harry skýtur konu sína, svo að hún falli ekki í hendur þeirra. Múg- urinn ræðst inn á þau. — Það er boð hjá Mrs. Carmichall, hún kynnir fósturdóttur sína, Lois Caruthers fyrir Mrs. Cary. Staf- ford kapteinn 35 ára, hefi upplýst að ungi furstinn, Nehal Singh, 25 ára, er hámennt- aður maður. 1 musterinu hittir hann ó- vænt konu, sem villst hefir þangað inn, en Nehal Singh þekkir heiminn ekkert af eigin reynd. Beatrice Cary, sem hafði hitt furstann í musterinu, fer með Travers til miðdegisverðar ofurstans. Englendingarn- farið í boð' til furstans. Faðir hans hefir sagt honum ljóta sögu af viðskiptum sínum og hvitra manna, en irngi furstinn hefir litið á þá sem hetjur. „Það gleður mig að þér komuð hingað," mæltl hann. „Þetta er hið fegursta af öllu saman, og auðvitað hefði ég átt að vísa öllum gestum mín- um hingað, en fyrst varð ég þó að gegna skyldu minni hér,“ hann hneigði sig djúpt fyrir Beatrice. Travers hló. „Þér getið vgrið alveg rólegur, Rajah Sahib. Hér er svo skrautlegt og yndislegt, að við höfum skemmt okkur afbragðs vel.“ Nú komu fleiri af gestunum og Beatrice slóst aftur í fylgd með móður sinni. Travers gekk dálitið á undan með furstanum. „Að sjálfsögðu dáist ég og horfi hér á allt frá sjónarmiði kaupmannsins að dálitlu leyti, Ef til vill skiljið þér mig ekki, þegar ég segi, að mér blátt áfram rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds, er ég hugsa um öll þau auðæfi, er liggja hér ónotuð. Auðævi eru völd, Rajah Sahib, og í höndum yðar liggja slik völd, sem gersamlega myndu blinda hvern þann mann, er sæi þau og væri ekki því betur efnaður." „Það gleður mig að heyra,“ mælti Nehal Singh brosandi, því að ég er metnaðargjarn." „Metorð og völd!“ mælti Travers.. „Hve ég öf- unda yður, Rajah Sahib!" „Hvað mynduð þér gera i mínum sporum?" spurði Nehal glaðlega litlu seinna, en rödd hans bar vott um, með hve miklum æsingi hann þeið svars. Travers hristi höfuðið. „Því meiri völd því meiri ábyrgð. fig get ekki svarað yður nú þegar. En ef þér gefið mér dá- lítinn frest, mun ég áreiðanlega geta svarað yð- ur.“ „Þá vænti ég svars yðar, er fundum oklcar ber næst saman,“ mælti Nehal alvarlega. „Fundum okkar ber næst saman? Já, en þá vona ég, Rajah Sahib, að þér sýnið oss þann heiður að vera gestur okkar ?“ Nehal leit til jarðar til að leyna barnslegri gleði sinni, er lýsti úr augum hans. Það var ein- mitt þetta, sem hann hafði óskað cftir, að um- gangast þetta fólk og kynnast því, syo að hann gæti dæmt um það eins og það kom fram á heimilum sínum og i daglegu lifi, og ef til vill finna þar uppsprettuna að mikilleik þess. „Mér skal verða það hin mesta ánægja," mælti hann rólega. Nú var það Travers, sem reyndi að leyna gleði sinni yfir þessum létt unna sigri. En það var eins og ofurlítill raunablær í rödd hans, er hann sagði. „Þvi miður höfum við engan boðlegan stað til að bjóða yður velkominn, Rajah Sahib. Lengi höfum við óskað þess, að við gætum komið upp byggingu, þar sem hægt væri að halda slíkar samkomur. En, því miður," — hann yppti öxlum — „svona gengur okkur Eriglendingum í Ind- landi — við vinnum fyrir ríkisheildinni og veldi föðurlandsins okkar, en erum sjálfir bláfátækir og allslausir." „Hvað þyrfti mikið fé til þessa?" spurði Nehal Singh. „Auðvitað finnst yður það vera hlægilega lítil upphæð — aðeins 4000 rúpiur — en við getum nú ekki aurað þessu saman," Nehal Singh brosti. „Leyfið mér nú þegar að neyta valda minna," mælti hann vingjarnlega. „Það er mér mikil ánægja að gefa yður þessa byggingu, sem þér þarfnizt, til minja um fyrstu kynni okkar. Ég fel yður þetta mál á hendur, herra Travers. Þér verðið að vera ráðunautur minn, þar til ég hefi öðlast meiri þekkingu." Hinn karlmannlegi og snotri Englendingur virtist verða öldungis hissa, næstum þvi eins og hann færi hjá sér eða félli þetta miður. „Þetta er i sannleika allt of mikið Rajah Sahib," mótmælti hann. En í sama bili barst aðdáunaróp að eyrum þeirra, er kom frá gestunum, sem nú höfðu allir safnazt saman. Þeir voru nú komnir að aðalinngangi hallarinnar, og allt í einu, eins og eftir gefnu merki, var höllin uppljómuð af þúsundum ljósa, allavega litum, sem lýstu eins og stjörnur undir dökkum himninum. Um leið var musterið uppljómað í himdruðum litbrigða og frá musterissalnum hljómaði til þeirra ein- kennilegur, næstum því yfimáttúrlegur hljóð- færasláttur. Nehal Singh leit við og uppgötvaði Lois Carut- hers og Stafford rétt fyrir aftan sig. Hann var búinn að gleyma nöfnum þeirra, en dökkleitt, glaðlegt andlit ungu stúlkunnar vakti athygli hans á sérkennilegan hátt — það var eins og hann kannaðist við hana frá fornu fari. „Geðjast yður að þessu?" spurði hann á sinn einkennilega og hægláta hátt. „Þetta er dásamlegt," mælti hún. „En hvað það er fallega gert af yður, Rajah Sahib, að taka svona vel á móti okkur." Þetta var allt og sumt, sem hún sagði, en þó mundi hann þessi orð hennar betur en nokkur önnur, sem sögð voru þetta kvöld, vegna þess hve þau voru innilega, hlýlega og blátt áfram sögð, Það voru lika fleiri, sem þökkuðu honum — kveðjuorð ofurstans voru fá, en vel valin. En þau gengu honum ekki eins til hjarta eins og þessi fáu orð hennar. Yfirleitt var ekki hægt að segja annað en að þessi fyrsta kynning milli hins unga fursta í Merut og ensku íbúanna hefði heppnazt sérlega vel. Að vísu gerðu gestimir ýmsar athugasemdir, er þeir óku heim um kvöldið, en urðu þó að viður- kenna, að þessi heimsókn hefði getað farið miklu ver, og að Rajahinn, þegar telúð var tillit til kringumstæðnanna, var allra snotrasti og við- kunnanlegasti náungi. Aðeins Beatrice Cary sat þögul. Móðir hennar ók með Mrs. Carmichall, en sjálf ók hún með Travers og sat við hlið hans án þess að mæla orð frá vömm, hugsandi og þungbúin. Hún gat ekki slitið hugann frá síðustu augnabliltunum, er hún kvaddi Nehal Singh. Hún reyndi að henda gam- an að því öllu saman, en í þetta eina sinn brást henni það gersamlega. „Nú getið þér ekki sagt, að við hittumst aldrei

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.