Vikan


Vikan - 02.05.1946, Page 6

Vikan - 02.05.1946, Page 6
6 VEKAN, nr. 18, 1946 aftur,“ hafði hann sagt og þrýst einhverju í lófa hennar. „Nú munuð þér aldrei gieyma meðan þér hafið þennan verndargrip.“ Hún vissi hvað hann hafði fengið henni. Hún kreisti það í hendi sér — eitthvað hart og kalt, sem hún þorði ekki að horfa á. Hún hafði hvorki sýnt mótþróa eða þakkað honum. Það var eins og hún hefði verið dáleidd. „Þetta fór nú prýðilega,1' mælti Travers. „Allt gekk eins og í sögu. Á fimm mínútum hafði ég út úr honum allan kostnaðinn við klúbbbygging- una, og guðirnir einir vita, hvað yður varð ágengt þennan stundarfjórðung, sem þér voiuð með hon- um. Ég verð að viðurkenna, að þér eruð bráð- slyngar." „ó, haldið þér yður saman," hraut af vörum hennar. „Nú, nú, hvað er nú? Hvers vegna eruð þér •svona geðillar?" vÉg er ekkert geðill — en ég er dauðþreytt og hundleið á þessu öllu saman. 1 öllum bænum ætt- um við að komast sem fyrst heim." En á hallartröppunum stóð einmana maður og starði á eftir gestunum, sem fóru burt. Annar maður læddist út úr myrkrinu og nálgaðist hann; boginn og visinn staðnæmdist hann og hóf upp andlit sitt heiftþrungið í daufu skini stjamaxma. „Nehal Singh — sonur minn!" Furstinn sneri sér við rólega. „Ert það þú? Ertu með rýting i hendinni?" „Eg er ekki með neinn rýting. Guð gæfi að ég hefði hann. í dag hefi ég séð auglit fjandmanns míns." „Hvað áttu við? Fjandmaður þinn er dauður." „En auglit hans lifir. Ég gekk um sem þjónn meðal gestanna. og sá hann augliti til auglits. Hann er orðinn yngri, en það er samt hann. Það er likami sonarins, en sái föðurins lifir í augum hans, og það er eitur í sái minni." Nehal Singh hniklaði brýrnar. „Veiztu hvað hann heitir?" „Já, ég mundi það, þegar ég sá andlit hans. Stafford heitir hann — Stafford." Hann þreif í handlegg Nehal Singh. „Dreptu hann," hvíslaði hann — „dreptu hann — og hefndu föður þíns.“ Nehal Singh sleit sig af honum, „Það get ég ekki," svaraði hann með stærilæti og röddin var full hrifningar. „Ég get það ekki. Þetta eru bræð- ur mínir. Ég get ekki úthellt blóði bræðra minna." Gamli maðurinn rak upp reiðióp og hvarf út í myrkrið og Nehal Singh stóð einn eftir. X. Of seint. Stafford og Lois Caruthers gengu hlið við hlið í hinum fagra garði Carmichalls ofursta. Svo litla athygli veittu þau umhverfinu í kringum sig, að þau hefðu alveg eins vel getað verið stödd í eyði- mörk. Þau voru á fyrsta stigi ástarinnar og þeim fannst lífið vera dásamlegt leyndarmál. Þau þörfnuðusí hvorki rósanna eða skrautblómanna til þess að telja sér trú um, að þau væru stödd í aldingarðinum Eden, er þau gengu um hina vel hirtu og snotru gangstíga og töluðu um hvers- dagslega hluti. En eins og ósjálfrátt beygðu þau inn á gangstíginn, sem lá niður að auðum og mannlausum bungalow og þar staðnæmdust þau þegjandi. Fullviss um sína eigin hamingju, létu þau hugsanir sínar hvarfla til myrkrar og öm- urlegrar fortíðarinnar, er örlög feðra þeirxa knýttust saman, en stutta stund, til þess eins, að sá örlagaþráður skyldi aftur slitna við hræðilegan og skjótan dauða. Að lokum gekk Stafford upp að dyrunum, skaut þéttum vagningsviðnum frá, opnaði dyrn- ar og steig yfir þröskuldinn á þessu skuggalega og óvístlega herbergi. „Ég vil gjarnan sjá einu sinni, hvernig það lít- ur út að innan," mælti hann við Lois, sem fylgdi honum eftir, enda þótt henni hugnaðist allt ann- að en vel að þessu. „Þá getur maður gert sér bet- ur í hugarlund, hvernig allt gekk. „Ég hugsa svo oft um það,“ svaraði hún og talaði ósjálfrátt í hálfum hljóðum," en í hvert, skipti sé ég það í nýrri mynd. Veslings mamma!" „Manstu nokkuð eftir henni?" spurði hann. „Nei, ég var svo lítil — tæplega ársgömul. Og þó hefir missir hennar varpað skugga á allt mitt líf." „Ertu lík henni?“ „Já, það held ég. Hún var dökk — ofurlítið ijósari en ég -— og há, grönn og falleg. Þannig hefir henni verið lýst fyrir mér og þannig sé ég hana ávallt í huganum." Stafford stóð kyrr og horfði í kringum sig. „Þetta er víst svipað og það var þá,“ mælti hann og benti á gamalt ryðgað rúm, sem stóð þar í einu hominu. „Og sjáðu! Þama liggur brot- inn stóll. Maður gæti haldið, að það hefði gerzt í gær." Hún kinkaði kolli. „Já, það er allt saman eins og frændi kom að því. Þetta va^- bungalow pabba og frændi vildi ekki, að hróflað væri við neinu. Þegar ég varð myndug, gaf ég honum frænda hana. Mér fannst hún frekar tilheyra honum. Honum varð það næstum því um megn, að hann kom of seint til að geta frelsað pabba, sem var bezti og eini vinur hans." „Voru þau drepin undir eins?“ spurði Stafford dálítið hikandi. „Ég hefi aldrei getað fengið þetta mál nægilega upplýst. Þetta var allt svo raunalegt — en við þig get ég talað um það.“ „Það veit enginn," svaraði hún. „Líkin fund- ust aldrei. Lengi gerðu menn sér vonir um, að þau fyndust í einhverri fangelsisholunni, en svo varð ekki. Maður vonar aðeins, að þau hafi feng- ið skjótan dauðdaga." „Og Behar Singh dó í frumskóginum ?“ „Já, svo sögðu hinir innfæddu. En maður má aldrei reiða sig á það." „Ég óska næstum því, að hann væri á lífi,“ mælti Stafford þungur á svip. „Mér finnst það vera óréttlæti, að ekki fékkst. tækifæri til að hefna sin á honum. Og guðirnir einir vita, hvers vegna stjórnin fékk syni hans völdin í hendur." „Rajahen var nú aðeins barn þá,“ greip hún blíðlega fram í. „Ekki var hægt að láta syndir feðranna koma niður á honum." „Þú ert svo góð og yndisleg, Lois,“ mæiti Staf- ford. „En ég get aldrei gleymt, að það loðir blóð við hendur hans. Mér var næstum nóg boðið að taka á móti gestrisni hans — en þó er hitt enn verra að við skulum þiggja þessa klúbb-byggingu af honum. Mér finnst framkoma Travers mjög óheppileg." „Það var mest sök ungfrú Cary," mótmælti hún. Hún kunni vel við Travers og reyndi að afsaka. hann. „Ungfrú Cary er ung og óreynd og skilur senni- lega ekki, hvað hún gerði." Lois svaraði þessu ekki neinu, enda þótt hún efaðist með sjálfri sér mjög um skilningsleysi Beatriee Cary. Blessað barmð! Teikning eftir George McManns. Læknirinn: Þetta er í þriðja sinn, sem kallið á mig í dag — þér gerið það ekki eftir nema drengurinn sé alvarlega veikur. Pabbinn: Ég var svo hræddur! þið Mamman: Ástin mín — þú verður að hringja enn í lækninn — drengur- hér inn hefir aldrei verið svona — hann hlýtur að vera veikur. Pabbinn: Er það læknirinn — þér megið til með að koma strax . Læknirinn: Það er ekkert að honum, — og truflið þér mig nú ekki aftur að óþörfu! Stúlkan: Það var hringt einu sinni enn — hann Læknirinn: Bamið er heilbrigðara en þér — en ég hefi segir að drengurinn sé fárveikur —. leigt bílinn þama og bý í honum fyrst um sinn, ef þér Læknirinn: Enn einu sinni! skylduð þurfa að ná í mig!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.