Vikan


Vikan - 02.05.1946, Side 7

Vikan - 02.05.1946, Side 7
VIKAN, nr. 18, 1946 7 í VINNUSTOFUNNI. TTURÐIN að vinnustofu Evans stóð upp á gátt og í birtunni, sem lagði af arin- eldinum sá Patricia hvítan, lítinn blóm- vönd og mjúka loðskinnskápu í einum eft- irlætisstól Evans. Hjartað stöðvaðist næstum í brjósti hennar. Jæja, þannig var því þá varið. Það höfðu auðsjáanlega fleiri en hún lykil að vinnustofu Evans. Hún setti tösku sína, þar sem enginn gat séð hana, leitaðist við að vera hirðu- leysisleg á svipinn og gekk inn. Það sat kona við skrifborð Evans. „Gjörið þér svo vel og komið inn!“ sagði hún vingjarnlega. Hár hennar var gulbjart og liðað, aug- un blá og fjörleg. Hún var óneitanlega mjög falleg og aðlaðandi. „Ég vissi ekki, að Evans hefði ráðið til sín einkaritara!“ sagði Patricia stuttlega. Hreimurinn í rödd hennar bar vott um reiði og afbrýðisemi. „Ég er nú ekki hérna, sem einkaritari hans, þess þarf hann ekki méð,“ svaraði konan við skrifborðið. „Lítið í kringum yður! Það er allt í röð og reglu á borðinu hans.“ Hún horfði rannsakandi á vanga- svip Patriciu. „Ég ætti reyndar að kynna mig fyrir yður,“ hélt hún áfram á sama vingjarnlega háttinn. „Ég er Pamela St. John Hutton, ef þér eruð þá nokkru nær.“ „Ö, jú,“ svaraði Patricia. „Ég hefi les- ið allmikið af bók yðar — í smáköflum yfir öxlina á sessunaut mínum í lestinni.“ Pamela hló. „Guð blessi yður! Þér vitið ekki, hvað ég skrifa hræðilega!“ „Þér hafið að minnsta kosti þá ánægju, að vinna yður inn ógrynni fjár á þennan hátt. Hundruð þúsunda á ári! En veslings Evans lifir við sultarkjör.“ Pamela hló aftur. „Finnst yður það vera illt hlutskipti — yndisleg, nýtízku íbúð með útsýni yfir fljótið, ágætir ritdómar í beztu blöðum okkar og síðan en ekki sízt ung, fögur stúlka, sem er mjög blíð og nærgætin.“ Patricia gekk að glugganum. „Æ, þér-skiljið mig ekki,“ sagði hún og starði út. „Eruð þér ekki mjög ástfangnar af Evans?“ Patricia sneri sér við — augu hennar leiftruðu af reiði. „Ilvað kemur yður það við?“ Pamela horfði beint í augu hennar. < „Elskar Evans yður?“ spurði hún blíð- lega. Patricia fann, að tárin streymdu niður kinnar hennar, og henni fannst, að hún myndi deyja úr smán. Hvernig átti hún að vita um tilfinningar Evans. Hann var svo frægur og fjarlægur henni. Hann þáði ást hennar eins og hún væri sjálfsögð, en SmásaqjOL eltir FRANCIS WHITING. minntist aldrei á tilfinningar sínar gagn- vart henni. Einu sinni, þegar þau höfðu verið að borða hádegisverð saman, hafði hann kast- að lyklinum hirðuleysislega til hennar og sagt: „Líttu upp til mín og vittu, hvernig mér gengur við söguna. Þú veizt, að hún er um þig!“ Nú hafði hann lokið við að skrifa sög- una, og hún vissi, að það yrði ekki auð- velt fyrir hana að halda öllu lengur í hann — Það hafði henni skilizt á þessum, tveim- ur, hræðilegu vikum — og nú, þegar hún hafði að lokum tekið ákvörðún sína — •—. Hún fann, að hún var dregin að litla legubekknum. „Hlustið nú á mig, góða mín,“ sagði blá- eygða konan. „Þér hlægið stundum að bók- um mínum. — Það geri ég einnig. En þó að þér hlægið, þá skuluð þér hafa eitt hug- fast: Ég þekki konurnar. Ég skil þær, því að ég hefi sjálf reynt margt. Ég veit, hvað það er að elska mann og vera aldrei örugg um hann. Ég veit, hvað það er að missa hann, ekki einu sinni, heldur oft. Ég þekki ástina og veit margt um Evans Anderson. Við höfum alizt upp saman og ég hefi oft xMitiitititiiiMtiMtiiimiiiiiiitiimiiiuMittiiiMimiiiiiMiaiiiitiiMimiiiitiiiiMMmitfe : i : 3 ! VEIZTU—? I =_____________________________________________ 3 = 1. Pljótandi tundurdufl eru þannig útbú- I in, að þau sökkva eftir tuttugu og : fjóra klukkustundir. Hyers vegna? | 2. Eftir hvern er þetta erindi: „Ástin hefir hýrar brár, en hendur sundurleitar. Ein er mjúk en önnur sár, en þó báðar heitar.“ | 3. Hvenær var stofnaður bændaskóli að í i Hólum ? I 4. Hvað eru margir svartir og hvitir reit- f i ir á taflborði? i : > : : : 5. I-Ivað et algengasta meðal við hitasótt ? 1 | 6. Hvað voru greinarnar margar, sem | | Lúther hengdi upp á kirkjudyrnar í | : Wittenberg ? : : : : 7. Eru bætiefni í sykri? I 8. Hvaða vintegund heitir eftir eyju i i i Atlantshaf i ? i : s i 9. 1}r hvaða efni eru demantar? i 10. Hvað margar gráður eru hornin í jafn- i hliða þríhymingi? i i Sjá svör á bls. 14. | '><IIIIIIIIIIIIIMMIIIMIIIIIIIIMMIIIIIIIMIIIIMMmiimiMlllllllllllllllllimMmilMlllin'S> séð hann verða ástfanginn, en þessar ást- ir hans hafa jafnan verið skammlífar. Hann er jafnveikur fyrir fögrum konum og þær eru gagnvart honum. Hann notar þær í skáldsögur sínar, en gleymir þeim svo.“ „Já, það er eðlilegt,!* svaraði Patricia, „þar til hann finnur þá, sem hann elskar í raun og veru.“ „Þér eigið þar sennilega við sjálfa yður — elska í blíðu og stríðu, þar til dauðinn aðskilur,“ svaraði Pamela, hugsandi. „Ég skal segja yður það, barnið gott, að Evan Anderson er af þeirri manntegund, sem þarf að eiga móður og margar vinkonur — en ekki eiginkonu. Vinkonur, sem elska hann og geta örvað trú hans á sjálfum sér sem listamanni og skáldi. Eh móður þarf hann að eiga, ergeturhjálpaðhonum,þegar hann hrasar og meiðir sig. Það sem þér verðið að gera yður ljóst er, hvort þér viljið eig|i hann á þennan hátt, hætta að elska hann, aðeins að heiðra hann og hlýða honum og láta hann hafa fullkomið frelsi. En ég er hrædd um það slíkt yrði yður of- raun. Konur hugsa ætíð um barnavagna og bindandi heimilislíf. Þær eru þannig af guði gerðar!“ Patricia hló. „Nú talið þér eins og stendur í bókum yðar! Og síðan bætti hún við, fljótmælt: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá á mað- ur minningarnar, og þær eru mikils virði! Vingjarnleg rödd Pamelu varð allt í einu kuldaleg. „Það kemur í ljós seinna, hvort svo er,“ sagði hún biturt. Hún stóð á fætur: „Og nú verð ég að biðja yður að hafa mig af- sakaða, ég þarf að halda áfram starfi mínu! Evan bað mig að láta í ljós álit mitt á þessari nýju skáldsögu, er hann var að ljúka við. Ég get einnig sagt yður það,“ og hún horfði fast á Patriciu, „að Evan er í raun og veru mjög hreinskilinn og heiðar- legur.“ Þegar Pátricia stuttu seinna stóð á göt- unni, var henni ljóst, að henni hafði verið vísað kurteislega á dyr. Það gerði ekkert til, hún var ekki í því skapi, að hún vildi hitta Evans. Hún varð að fá tíma til að jafna sig eftir þessa dembu og reyna að líta á málið með sömu augum og fyrr. Hún gekk aftur til gistihúss síns. Patriciu fannst hún hafa þekkt þessa Ijóshærðu konu alla ævi og jafnframt hat- að hana. Þegar hún kom að gistihúsinu, rétti dyravörðurinn henni bréf, en á þvi stóð nafn hennar skrifað með stórri, festu- legri rithönd og f jólubláu bleki. Það var ekkert frímerki á því. „Hvaðan kom það?“ spurði hún og velti því á milli handanna. „Það kom einhver sendisveinn með það áðan,“ svaraði dyravörðurinn. Þegar hún kom upp á herbergi sitt, reif hún bréfið upp. Gulur miði, samanbrotinn féll niður í keltu hennar. Þetta var símskeyti, en á það voru skrif- aðar nokkrar línur með f jólubláu bleki. Pramhald á bls. 13.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.