Vikan - 02.05.1946, Qupperneq 10
10
VTKAN, nr. 18, 1946
ucimii m
UbllUILIU
o
Matseðillinn
Sveskjusúpa.
2 lítrar vatn, Ms kg. sveskjur,
125 gr. sykur, 40 gr. kartöflu-
mjöl.
Sveskjurnar eru þvegnar og látnar
Hggja í bleyti í einn sólarhring. Soðn-
ar I sama vatninu I 20 mínútur. Þá
éru teknar frá 25 heilar sveskjur og
geymdar, en hinum er núið í gegnum
fínt sigti. Súpan er síðan látin I pott-
inn aftur og þegar suðan er komin
upp, er hún jöfnuð með kartöflu-
mjölinu, sem áður hefir verið hrært
út í köldu vatni. Þá er suðan aðeins
látin koma upp, og heilu sveskjurnar
síðan látnar út í. Eorið á borð með
hveitibollum eða tvíbökum.
Kjötréttur:
Skjaldbökubróðir.
Kálfshaus, 1 kg. fiskfars, 1 kg.
kjötfars, 2 vænar gulrætur,
2—3 laukar og ofurlítill rauð-
ur pipar. 1 sósuna: 150 gr.
, smjör, 150 gr. hveiti, soð af
kálfhausnum og jurtunum, %
peli af sjerry eða madeira og
salt eftir bragði.
Þegár búið er að ná vel hárinu af
lcálfshausnum, er hann klofinn og
látinn í bleyti í vatn, svo að alit blóð-
ið dragist út; þvi næst er hann lát-
inn í sjóðandi vatn og skafinn. Þar
næst skolaður úr tveimur til þremur
köldum vötnum og látinn liggja í
köidu vatni yfir nóttina. Þá er hann
settur í pott yfir eldinn, ásamt %
matskeið af salti og soðinn í tvo til
þrjá tíma. Þegar kjötið er vel laust
frá beinunum, er það tekið af, látið
í fat og létt pressa sett ofan á. Þegav
það er orðið kalt, er það skoriö í litla
teninga, hér um bil 1% þumlung á
kant. Gulræturnar og laukarnir eru
afhýddir og skornir niður og látið í
pott ásamt 100 gr. af smjöri og brún-
að. Soðinu af kálfhau3num síðan hellt
yfir og bætt út í matarlit og pipar.
Þetta er látið sjóða í eina klukku-
'stund, síðan er það síað og sósan
þynnt út með soðinu. Þá er vínið lát-
ið í sósuna og meiri matarlitur og
salt ef þarf; soðið hægt í 6—8 mín-
útur. Kjötteningunum af hausnum
síðan bætt út í ásamt steiktum og
soðnum kjöt- og fiskbollum, sem
stimgnar hafa verið með teskeið.
Þetta er síðan látið hitna vel i gegn
og borið á borð með sundurskorn-
um 2 harðsoðnum eggjum, sem látin
eru á fatið.1 Smjördeigssnittum raðað
í kring á fatið.
Tízkumynd
í heima á kvöldin. Handvegirnir eru
víðir og rendumar brúnar. Pilsið er
fellt undir mittisstykkið að framan.
£
Hraðfrystur fiskur
Þorskflök og ýsuflök, án þunnilda og roð-
laus, vafin í cellophan-pappír og í pappa-
öskjum, er vega eitt kíló, fást á morgun og
framvegis í eftirgreindum verzlunum:
1 Reykjavík: í búðum Sláturfélags Suður-
lands og í verzl. „Kjöt & Fiskur“. í Hafnar-
firði: í verzl. Jóns Mathiesen og í „Stebba-
búð“.
Ishús Haínarfjarðar h.f.
$
>v
h
i
&
U m t rj á rœ kt.
Úr Garðyrkjuritinu 1945.
1 síðasta blaði birtum við
fyrri hluta greinarinnar ,,Gróð-
urþankar“, eftir Sigurð Sveins-
son, en héma kemur seinni
hluti hennar. Fjöldi fólks um
allt land hefir áhuga á þessum
málum, en samt þarf hann að
aukast mjög og verða almenn-
ari nú, því að vel hirtir trjá-
og blómagarðar em til hinnar
mestu prýði.
TrjáræKtin þarf að margfaldast á
næstu árum, vanda þarf meira
undmbuning fyrir gróoursetningu
trjánna almennt en nú er og um-
hirðu alla, því fátt er eins fallegt og
vel hirtur og þróttmikill trjágróður,
auk þess sem hann veitir öllum lág-
vaxnari gróðri mikið skjól. Ættum
við að hafa aörar þjóðir til fyrir-
myndar hvað viðkemur gróðursetn-
ingu trjáa til skjóls og gróðursetja
margar samliggjandi raðir af trjám,
þar sem það á við, t. d. þar, sem um
stóra garða er að ræða, og mun það
auka til mikilla muna fegurðarútlit
garðanna.
Þýðingarmikið atriði við trjárækt-
ina er, að velja réttar trjátegundir
eftir því, sem bezt hentar á hverjum
stað, þvi að kröfur trjátegundanna
til ræktunarskilyrða eru misjafnar.
Engum efa er það bundið, að birkið
er sú trjátegund, sem við eigum að
rækta langsamlega mest af. Þessi
trjátegund er fyrir mörgum manns-
öldrum búin að sanna, hversu mikla
yfirburði hún hefur fram yfir annan
trjágróður hér á landi, þegar um
mismunandi og léleg ræktunarskil-
yrði er að ræða. Víðirinn er að vísu
álíka harðgerr trjátegund, en fleiri
munu þó kjósa að hafa birkitré í
garði sinum. Að telja upp allar helztu
trjá- og runnategundir, sem hér hafa
verið ræktaðar, og jafnframt lýsa
kostum þeirra og löstum, ef svo
mætti að orði komast, t. d. næmleika
fyrir sjúkdómum, ennfremur jarð-
vegs og loftslagskröfum þeirra o. s.
frv., væri alltof langt mál í stuttri
blaðagrein.
Ég vil þó enn geta nokkurra atriða
vegna trjáræktarinnar hér í Reykja-
vík. Eins og bæjarbúar vita, herja
hér sveppasjúkdómar í reynitrjám.
Sjúkdómar þessir hafa herjað hér í
þessum bæ áratugum saman og nærri
eyðilagt öll reynitrén á stórum svæð-
um í bænum og eru útbreiddir um
allan bæinn að meira eða minna
leyti. Útbreiddasti sjúkdómurinn er
reyniátan (Nectria galligena). Sjúk-
dómurinn lýsir sér þannig, að við sár,
sem koma á börkinn, kemur rauður
hringur, viðurinn dregst saman á
þessum bletti og fellur inn. Nái
skemmdin umhverfis greinina visnar
hún og deyr. 1 slíkum tilfellum er
ekki annað ráð en að skera greinina
burtu og brenna hepni eða koma því
svo fyrir, að hún smiti ekki frá sér.
Sé veikin á byrjunarstigi, má oft upp-
ræta sjúkdóminn í trénu með því að
skera skemmdina burtu með beittum
hníf, nauðsynlegt er að skera bark-
arrendurnar kringum aðalsárið inn i
ósýkt tré, svo að vissa sé fyrir þvi,
að maður hafi komizt fyrir sjúkdóm-
inn, bezt er að bera koltjöru I sárið
á eftir, málningu má einnig nota, en
hún er tæplega eins góð til þessara
hluta.
Trjásjúkdómarnir verða aldrei upp-
rættir hér í Reykjavík nema með
róttækum aðgerðum og fullum skiln-
ingi allra er hlut eiga að máli. Fleira
er þó, er stendur reyninum fyrir
þrifum hér en sjúkdómarnir einir,
víða er jarðvegurinn alltof grunnur
fyrir reynitré og grunnt niður á
seltu, því að sjór síast upp í jarð-
lögin víða í miðbænum, einnig hefur
loftslagið hér við sjóinn mikil áhrif
til hins verra, og ýmsir munu telja
það aðalástæðuna.
En sem sagt, merkin sýna verkin,
og aðalorsakirnar eru þær, sem ég
hef áður lýst, vil ég því eindregið
ráðleggja Reykvíkingum að rækta
fyrst og fremst birki í görðunum, en
miklum mun minna af reyni, og ekki
nema þar, sem þeir geta skapað
trjánum góð vaxtarskilyrði, sparið
ekki um of áburðinn og notið fyrst og
fremst búpeningsáburð, sé hann fá-
anlegur.
Almur og hlynur. Þessar tvær trjá-
tegundir hafa sums staðar hér í bæ
náð miklum þroska, og eru til nokkur
stór tré af þessum tegundum. Er
sjálfsagt að rækta meira af þeim en
gert hefur verið hingað til, þar sem
skilyrði eru góð.
Ég læt svo þessa gróðurþanka frá
mér fara í þeirri von, að fleiri hug-
leiði þetta mál og hafi af því nokkur
not.
H ú s r á 9
Það er mjög varasamt að fást
sjálfur við rafmagnstæki, ef þau eru
eitthvað biluð. Það á ætíð að fá raf-
magnsmenn til að gera við allt slíkt.
HtJSMÆÐUR í
MUNIÐ: