Vikan


Vikan - 02.05.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 02.05.1946, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 18, 1946 spilla áliti því, sem fólk hefir á okkur og fyrir- tækinu. En með nærveru Justusar Hirsch er því mjög stofnað í hættu. Við erum neyddir til að vera gestrisnir eina nótt, en svo vona ég að Justus Hirsch skilji, að hann verði að sjá sér fyrir höll eða hóteli á morgun — við hans hæfi.“ Hann srieri sér svo brosandi að frænda sinum og hafði fyllilega vald yfir sjálfum sér. „Ég er viss um, að þú hefir skilið við hvað ég á.“ „Ég skal aldrei framar stíga fæti mínum inn í þetta hús!“ „Það var einmitt tilgangur minn með þessu!“ sagði Emanuel. „Ég óska þér til hamingju með góðan skilning þinn.“ Hann teygði út höndina og sneri sér að föður sínum: „Er það þér nokkuð á móti skapi, að ég. fái mér eitt glas af koniaki í viðbót? Það er svo dásamlegt og bragðast miklu betur I svona stórum glösum.“ Hermann svaraði ekki. Hann sat og horfði til skiptis á son sinn og mág og var auðsjáanlega taugaóstyrkur og hræddur. Hann hafði verið svo iengi umburðarlyndur, að framkoma Emanuels hræddi hann. Hann hafði á alla lund reynt að leyna konu sina hinu sanna eðli og innræti mágs sins. Honum varð órótt við þá hugsun, að Rachel fengi að vita sannleikann. Árum saman hafði hann orðið við kröfum og bónum Hirsch, en ekki sagt neinum frá því. Hann hafði sjálfur haft á hendi alla reikninga fyrirtækisins og haldið þeim lejmdum fyrir syni sínum. Emanuel hafði ekki minnstu hugmynd um þær afar stóru fjárupp- hæðir, sem höfðu verið sendar Ishmael Hirsch, og það skelfdi hann, þegar honum datt í hug, að drengurinn hans gæti komizt að, hversu miklu fé hann hefði verið rændur í raun og veru, því að auðvitað hefði Emanuel átt að erfa það og enginn annar. Eftir ýmsum skjölum að dæma var Hermann Gollantz ríkur maður, enda taldi fólk hann almennt vera það. En það vissi ekki fremur en Emanuel, Rachel eða Simon Cohen um hinar háu f járupphæðir, sem höfðu verið sendar til þessa feita, útblásna náunga, erkallaðisig JustusHirsch. Hermann Gollantz, sem var heiðarlegur, atorku- samur maður, mjög tilfinninganæmur og góð- ■gjarn, skildi nú, þar sem hann sat við borðsend- :ann þetta kvöld, að það hefði verið gáfulegra af honum að sýna syni sínum fullt trúnaðartraust, þá hefði hann ekki átt á hættu að eyðileggja þessa fyrirmynd, sem kona hans hélt dauðahaldi í. Hann reiknaði í huganum, hvað Hirsch höfðu verið sendir miklir peningar á þessum árum. Einu sinni tíu þúsund gyllini, seðlahrúgur, útgefnar af austurriska-ungverska bankanum, síðan ávísanir á banka í París, — allt var horfið í gímaldið á Justusi Hirsch. Þegar Hermann var að rifja upp fyrir sér allar kröfurnar og peningaupphæðirnar, leit hann dapur í bragði á Emanuel. Emmanuel dreipti á koníakinu; Hirsch lá magn- þrota í átólnum sínum, rauður í andliti og var erfitt imi andardrátt. Að síðustu reis hann á fæt- ur og sneri sér að Hermanni: „Ég hefi orðið fyrir móðgunum hér í kvöld, og þeim mun ég aldrei gleyma. Ef sonur þinn hefði ekki verið barn systur minnar, ‘myndi ég hafa lamið hann með svipu. En þar sem hann er einnig sonur Rachelar, þá get ég það ekki.“ Hann sneri sér að Emanuel. „Hverju ætlar þú að svara?“ Emanuel leit brosandi upp: „Engu, nema að ég hefi feikilega gaman af þér núna.“ „Ef ég hefði verið yngri, þá myndir þú ekki skemmta þér svona vel við þetta.“ „Nei, ég játa, að það er mér mikil huggun að þú ert að verða gamall.“ Frændi hans hneppti vesti sínu með miklum erfiðleikum: „Konan mín og ég förum héðan á morgun. Nú ætla ég upp á herbergi mitt. Gjörið svo vel að senda Jean son minn til min, þegar hann kemur. Það mun sennilega veitast mér erfitt að fá hann til að krefjast ekki réttingar mála sinna af þér, Emanuel." „O, ætli það — ég þekki Jean vel — já, of vel.“ Emanuel stóð á fætur, opnaði dymar og hélt hurðinni upp á gátt, þegar frændi hans gekk út. Þegar hann hafði lokað henni á eftir honum, gekk hann aftur að sæti sínu og leit á föður sinn. „En hvað þessi ómerkilegi maður er þreyt- andi! Má ég opna gluggann?" „Gluggann? Já, gjörðu svo vel, Emanuel, ég veit ekki, hvað ég á að segja við þessu. Mér fellur þetta illa. Þú hefir brotið það boðorð, sem er helgast allra — gestvináttuna." „Stundum koma þeir tímar, að menn em neyddir til að brjóta boðorðin," sagði Emanuel með ýktum vingjamleik. „Má ég minna þig á atburðinn, þegar Móses fannst það nauðsynlegt að brjóta boðorðin. Ég bið þig afsökunar, en nú verð ég að fara.“ Hermann fann, "hvernig tárin komu fram i augu hans. Hann elskaði son sinn, og það hafði gert hann svo hamingjusaman að finna, hvemig vinátta þeirra jókst með hverjum deginum. Eman- uel hafði hlegið með honum, þeir höfðu í samein- ingu farið yfir verðskrár, komið á uppboð og rætt um híbýlaprýði. Núna, eftir að Hirsch skaut upp höfðinu, fannst honum Emanuel vera orðinn svo kuldalegur við sig. Hann rétti fram höndina og sagði með rödd, sem titraði af geðshræringu." „Emanuel, látum ekki þennan mann komast upp á milli okkar. Þú ert hið eina, sem ég á í heim- inum. Fyrir þig hefi ég unnið; og áform mín hefi ég gert með tilliti til þin. Ég hefi verið svo glaður síðustu vikumar. Ég játa það, að mér fannst það hræðilegt, hvernig þú talaðir við gest okkar. Ef til vill hefi ég rangar skoðanir. En á morgun fer hann, og þá mun allt falla í ljúfa iöð.“ Emanuel sneri við í dyrunum og gekk til föður sins. Varir hans titmðu og augnaráðið var blíð- legt. Hann tók hönd föður síns og bar hana að vanga sér. Hann sagði eftir stutta þögn. „Ég-er þér mjög þakklátur, faðir minn. 1 hjarta minu fyrirgef ég frænda mínum allt — þvi að það er honum að þakka — að ég hefi lifað þetta fagra augnablik með þér.“ . Viltu fyrirgefa mér, þótt ég tali hreinskilnis- lega við þig, eins og maður við eldri vin sinn? Ég er mjög tilfinningaríkur, en ekki teprulegur. Þótt Hirsch sé frændi minn, bróðir móður minn- ar, þá er hann ekki síður andstyggilegur i min- um augum. Lofaðu mér að segja það í hrein- skilni, — ég bið þig, að steypa ekki sjálfum þér í glötun vegna þessa manns, og af því, að þú hafir rangar hugmyndir um skyldur þinar. Já, þetta langaði mig til að segja við þig, svo skulum við vera sömu vinimir og fyrr!“ Það birti yfir andliti Hermanns, og þegar Emanuel horfði á hann, datt honum í hug, hvað faðir hans væri óvenjugóður og fallegur maður. Hvíta hárið og skörpu augun settu svo göfug- mannlegan svip á hann. Þegar hann reis á fætur, fannst Emanuel hann hafa kastað ellibelgnum, því að hann var ekki lengur lotinn og bugaður, heldur Ijómandi af gleði. „Þú hefir rétt fyrir þér, Emanuel, og er ég þér þakklátur. Frændi þinn er mesta skítmenni, og er það þungur kross fyrir móður þína að eiga slíkan bróður. Ég játa, að ég hefi verið heimskur og viðkvæmur, en nú er öllu slíku lokið hjá mér. Hann fer á morgun. Og þá um leið ætla ég að láta hann vita, að hann megi ekki framar búast við hjálp frá mér. Þú hafðir rétt fyrir þér, — þú varst ruddalegur, en réttlátur. Góða nótt, drengur minn, og skemmtu þér nú vel.“ „Hann sagði þetta í alvöru,“ hugsaði Emanuel, þegar hann hraðaði sér til veitingahússins „Dúfurnar“, þar sem hann hafði mælt sér mót við von Habenberg. „Og þó — en hvað ég treysti honum illa í þessu efni: Hvemig fer, þegar Hirsch hefir verið mánaðartíma í Vin og peningar hans eru gengnir til þurrðar? Aumingja pabbi er svo duglegur, en allt of góðhjartaður! Mér þætti gam- an að vita, hvaðan ég hefi fengið alla hörkuna, sem er í skapi mínu! Ekki hefi ég erft hana frá honum, svo mikið er víst. ÁTTUNDI KAFLI. I. Hirsch fór og tók Jean með sér. Heimilislifið í Gollantzhúsinu féll aftur í fastar skorður. Stund- um minntist Rachel á, að Justusi gengi’prýðilega með verzlunina, að Henrietta keypti aðeins dýr- ustu og fínustu vörurnar og að Jean væri í þann veginn að ná sér í ríkt kvonfang. Emanuel og faðir hans hlustuðu á þetta með kurteisi, sem þeim var svo eiginleg, en þeir svöruðu þessu með sem fæstum orðum, svo að Rachel hætti að segja fréttir af bróður sínum og fjölskyldu hans. Þrá Emanuels eftir Caroline var horfin, eða með öðrum orðum, þá hafði hann neytt sjálfan sig til að hugsa ekki meir um hana. 1 fyrstu hafði það ekki einungis verið erfitt heldur óþolandi kvalafullt, og sumar nætur hafði hann reikað fram og aftur í herberginu sínu, óhamingjusamur og eirðarlaus. Nú gat hann haft fullkomið vald yfir hugsunum sínum, og jafnvel heimsóknir til fröken Brightwin ollu honum engum sársauka. MAGGI OG RAGGI/ Í'X) Teikning eftir Wally Bishop. 1. Eva: Bíddu svolítið, Maggi, mig langar að líta í gluggann á hárgreiðslustofunni. 2. Eva: Gaman þætti mér að vita, hvort þær geta gert hárið á mér eins og á þessum fallegu konum! 3. Maggi: Með hnút í hnakkanum —. 4. Maggi: Já, en ég get ekki betur séð en það sé verið að reyna að gera' þessar fallegu konur lílcar þér!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.