Vikan - 08.08.1946, Side 13
VIKAN, nr. 32, 1946
13
Felumynd.
Faðirinn: Hver var hjá þér? Hvar er
hann ? Getið þið fundið manninn ?
Skrítlur.
Gömul kona nokkur heyrði einu sinni
ákaflega snjalla ræðu um kærieikann, sem
hafði svo djúp áhrif á hana, að hún sór
þess dýran eið, að aldrei skyldi hún fram-
ar vísa nokkrum betlara frá dyrum
sínum. Skömmu seinna kom þurfa-
lingur til hennar og æskti hjálpar.
Hún vatt sér inn fyrir og kom að
vörmu spori aftur með vænan brauð-
hleif, sem hún hafði aflað sér í búri
ieigjanda síns.
/ *
Eldri frú (við Guðríði): „Drekkið
þér nokkum tima vin?“
Guðriður: „Áður en ég svara, er
þetta boð eða aðeins fyrirspum." .
*
Bóndi nokkur auglýsti, að hann vildi selja gyltu,
ásamt nokkmm nýfæddum grísum. Litlu síðar kom
ókunnugur maður og hitti hann konu bóndans úti.
,,Ég vildi gjaman fá að sjá svinið," sagði hann. „Ja,
hann er því miður ekki heima," sagði konan, „og ég
býst ekki við að hann komi heim fyrr en í kvöld."
Formaður i iþróttafélagi sat veizlu
með félögum sínum. Þar var margt
rætt og spjallað. Hann þakkaði þeim
mikillega fyrir vináttu þeirra og
ánægjulegt samstarf og þó að hann
óskaði félaginu langra lífdaga og
mikils frama, þá gæti hann samt ekki
dulið' það, að ef einn ákveðinn maður
úr félaginu vildi vera svo góður að
gefa upp öndina, skyldi hann koma
honum í gröfina, honum að kostnað-
arlausu. 1 sama bili heyrðist hár
hvellur við borðsendann. Þegar að
var gáð, var þetta Skoti, sem hafði
stytt sér aldur.
*
Strákurinn: Mér var sagt, að þetta væri lindarpenni og þá hélt
ég, að það væri gott að skrifa með honum i vatni.
Viggó og austanvindurinn.
BARNASAGA.
UH, hvað það er hvasst!" sagði
fólkið stynjandi og staulaðist
áfram á móti austanvindinum, sem
feikti upp rykinu á veginum og blöð-
unum af trjánum.
„Mér er alveg sama um vindinn!"
sagði Viggó hlæjandi. „Eg get vel
haft mig á móti honum, hvað sem
austanvindurinn blæs mikið!"
Hann hljóp eftir veginum og stóð
vindurinn í bakið á honum og var
eins og hann ýtti honum áfram.
„Svo að þú þykist geta haft við
mér!" hvíslaði vindurinn í eyra Vigg-
ós, „við austanvindinum!"
„Já, það gæti ég, ef ég sneri mér
við," sagði Viggo hugdjarfur.
„Nei, nú kemur þú með mér!“ ýlfr-
aði austanvindurinn, ,,og þá sjáum
við, hvemig fer!“
Viggó vissi eiginlega aldrei,
hvemig það vildi til, en honum var
ýtt af austanvindinum upp brekkuna,
fram hjá vindmyllunni, og síðan hófst
hann í loft upp og þaut áfram í skýj-
unum.
En hann féll ekki aftur niður og
meiddi sig — þvi fór fjarri, heldur
sá hann, að hann var borinn áfram
af örgeðja náunga, með reiðilegt
andlit, og blés hann og másaði og
benti fram fyrir sig.
„Hingað eigum við að fara!“ blés
austanvindurinn. „Þetta em Vind-
heimar, höll konungsins okkar."
Eftir skamma stund vora þeir
komnir þangað. Höllin var stór og
skrautleg og í kringum hana stóðu
lítil, snotur hús í þyrpingu og braut
Viggó hsilann um, hver skyldi búa í
þeim.
„Héma búa sumargolumar!" sagði
lítil stúlka, sem sýndist vera álfur
og stóð fyrir framan eitt húsið. „Ég
er kvöldblærinn, en systir mín,
morgunblærinn, býr við hliðina á
mér."
„Og þama býr sunnanvindurinn og
konan hans rigningin, sem grætur
oft," sagði morgunblærinn.
„Hver á þetta stóra hús á hom-
inu?" spurði Viggó.
„Þetta er höll norðanvindsins;
þarna býr hann til snjóinn og haglið!"
sagði kvöldblærinn.
„Er það ekki vestanvindurinn, sem
á húsið þarna við vatnið?" spurði
Viggó. „Mér finnst ég finna lykt af
sjávarseltu."
„Jú, það er alveg rétt hjá þér, og
beint á móti þvi er höll austanvinds-
ins og þar er bæði hiti og kuldi, eins
og þú veizt," sagði morgunblær-
inn hlæjandi.
En nú var sent eftir Viggó og hon-
um ságt að koma, því Fellibylur kon-
ungur vildi tala við hann.
Fellibylur sat í hásæti stnu og í
kringum hann sátu allir vindar
heimsins með konur sínar, böm og
skyldmenni.
Þama voru sumargolumar og hinn
sterki norðanvindur; vestavindur-
inn, sem er svo stórviðrasamur, og
hinir brennandi heitu eyðimerkurvind-
ar; hressandi norðvestanvindurinn og
konan hans.sólbirtan, og rakur suð-
austanvindurinn. Eyðimerkurvindarn-
ir voru sveipaðir hirðingjakápum,
suðvestanvindurinn líktist Itala,
norðaustanvindurinn var Grænlend-
ingur og sunnanvindurinn var hulinn
skýjáhnoðram, en á milli þeirra
gægðist konan hans, rigningin, og
grét.
Litill, bráður náungi, klæddur eins
og Svisslendingur, hoppaði um og
blés af hita.
„Þetta er fönvindurinn, sem blæs
i Alpafjöllunum og bræðir snjóinn
þar, svo að ámar vaxa og bólgna
upp og rífa með sér hús og brýr í
vorleysingunum," sagði morgunblær-
inn.
Viggó hafði ekki imyndað sér, að
það væru til svona margir vindar, því
að þama vora samankomnar vinda-
verur frá Asiu, Suðurhafseyjum,
Ameríku og Ástralíu, og allir voru
forvitnir að sjá drenginn, sem þóttist
hafa við austanvindinum.
„Gáttu fram fyrir hásæti mitt,"
sagði Fellibylur konungur og var rödd
hans svo ægileg, að undir tók í saln-
um, „þú hefir sagt að þú myndir
hafa við austanvindi, þjóni mínum,
sannaðu það nú, annars fer illa fyrir
þér."
Austanvindurinn, grannvaxinn en þó
sterkleg vera, sveipuð gulum, flaks-
andi klæðum, stökk fram. Eftir
skamma stund voru þeir Viggó ög
hann komnir í áflog.
Það var illt að fá höggstað á aust-
anvindinum, hann var ýmist til hægri
eða vinstri við Viggó og högg hans
voru ekki eins kröftug og búast mátti
við. Viggó varð mest ringlaður af
gulum, rykugum fötum austanvinds-
ins, sem reyndi sífellt að vefja þeim
utan um andlit hans og hendur.
Einnig varð hann móður og másandi.
En hann var svo duglegur, að Felli-
bylur konungur hrópaði allt í einu
með dynjandi rödd.
„Þetta er nóg! Drengurinn hefir
sannað þau ummæli sín, að hann gæti
haft við austanvindinum. Lofum hon-
um nú að fara aftur í friði."
Vindamir klöppuðu saman lófunum
af gleði og það varð svo hvasst í
salnum, að Viggó hélt að hann ætlaði
að fjúka burt. En þá varð aftur þögn
og kyrrð og Viggó spurði:
„Leyfist mér, yðar tign, að fara
aftur til jarðar?"
Konungurinn sneri sér vingjarn-
lega að honum og sagði;
„Hvemig ætlarðu að komast T
Aaustanvlndurinn bar þig upp, en nú
er hann of þreyttur til að fara me®
þig niður aftur."
Austanvindurinn blés og stundi
eftir áflogin, sveipaði að sér kápunni
og sagðist ætla að leggja sig í þrjár
vikur.
„Þá ætla ég að bera þennan dug-
lega dreng heim," sagði vestanvindur-
iun, „þú ert ekkert hræddur við að
vökna, því að kápa mín er dálítið
rök, síðan ég blés yfir Atlantshafið."
Viggó setti það ekki fyrir sig, held-
ur hoppaði upp á grábláa kápu vest-
anvindsins — hún lyktaði duglega af
sjávarseltu — og svo flugu þeir burt
frá Vindheimum.
Að síðustu komu þeir til jarðar á
grasbalanum á bak við heimili Vigg-
ós.
„Þú fórst burt með austanvindinum
og kemur með vestanvindinum,"
sagði móðir hans og lokaði gluggan-
um, sem regnið buldi á, „þetta er
alveg hræðilegt rok, sem við höfum
haft í dag."
„En við fáum ekki austanvind fyrst
um sinn," sagði Viggó.