Vikan


Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 6

Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 35, 1946 við bakkanum í dyrunum, því að hún kærði sig ekki um, að hann sæi Juliet í þessu ástandi. Hún setti bakkann á lága borðið fyrir framan arin- inn, en Juliet bærði ekki á sér. Jill gekk aftur að dyrunum og lokaði þeim. Hún vissi ekki, hversu óstyrk hún var fyrr en hún lyfti te-könn- unni til að hella í bollana. Hönd hennar skalf, svo að hún hellti út á borðið. Teið var heitt og sterkt. Jill beið meðan það kólnaði, en sleppti ekki augunum af Juliet. Loks gat hún haldið boll- anum upp að munni Juliet. „Juliet!" kallaði hún og reyndi að lyfta höfði hennar. „Reyndu að vakna, Juliet! Heyrirðu ekki? Vaknaðu! Drekktu tebolla!" Juliet opnaði augun. „Búin — — að drekka — — kokteil — —“ sagði hún drafandi og auðsjáanlega með erfiðis- munum. „Vil — *— ekki---------— te-------.“ „Þú skalt drekka það,“ sagði Jill og þrýsti bollanum að vörum hennar. Juliet kingdi teinu án þess að depla augunum, það leit út fyrir, að hún vissi alls ekki, hvað hún var að gera. Hún var búin að drekka um það bil hálfan bolla, þegar hún tók að hósta og hneig saman í stólnum. Hatturinn hentist út á gólfið. Ifár hennar var klesst og flókið. Það var eitt- hvað vonlaust við svip hennar þar sem hún sat í stóra stólnum. Jill sótti púða og reyndi að hag- ræða höfði hennar . . . En það amaði eitthvað að. Hún gat ekki feng- ið höfuð Juliet til að liggja kyrrt á púðanum. Hún gat ekki haldið Júliet uppi. Umhverfið varð eitt- hvað svo drungalegt, skelfilegt hér í herberginu, þar sem Crystal Hatterick hafði . . . Samkvæmt gamalli venju þreyfaði Jill eftir slagæð Juliet. Leitaði skelfd á þessum margra úlnlið eftir slagæðinni, sem ekki bærði á sér. „Juliet . . . Juliet . . .“ Hún hrópaði ekki, hún var of máttfarin til þess. Og hinn magri líkami Juliet rann hægt niður úr stólnum, hikaði eina hræðilega sekúndu á hnjánum og valt svo á gólfteppið. Nei, hún gat ekki kropið niður við hhð Juliet til þess að leita aftur eftir slagæðinni, nei, hún gat það ekki! fullvissaði sjálfa sig um leið og hún lagðist óafvitandi á hné. Slagæðin fannst ekki. Hjartað bærðist ekki. Ekkert líf í augunum. Jill lyfti augnalokunum af sýnilegri kunnáttu hinnar æfðu hjúkrunar- konu. Dymar opnuðust, en Jill heyrði það ekki. Hún varð ekki vör við það, að Alicia Pelham var inni i stofunni fyrr en hin kalda rödd Aliciu sagði: „Kæra Jill! Hvað er nú þetta? Er þetta ein af vinkonum þínum? Það lítur út fyrir, að þú hafir gefið henni nokkuð mikið að drekka." Jill leit upp. Alicia, sem var með hatt, frakka og ref, stóð og brosti, eins og hún hefði gaman af henni og Juliet. Jill heyrði rödd sína segja: „Hún er dauð. Juliet . . . er . . . dauð.“ Það vakti alls ekki undrun hennar, að Alicia skyldi koma til hennar. Það var ekki það, sem hún furðaði sig á, en hún var utan við sig vegna hins óskiljanlega dauða Juliet. „Hún er dauð,“ sagði hún hátt. „Hún er dauð. Myrt. Alicia, hvað eigum við að gera?“ Þögnin var svo djúp, að heyra hefði mátt saumnál detta. Dauðaþögn ríkti í öllu húsinu að undantekinni músikinni, sem heyrðist úr herbergi Stevens. Stevens lék á hljóðfærið sitt — sveiflaði hinum ósamhljóma tónum út um herbergið eins og ekk- ert hefði skeð. Og við fætur Jill lá hinn föli líkami Juliet. Hún hafði sannarlega ekki átt sjö dagana sæla. Þær urðu að gera eitthvað. Hringja í lækni. En Juliet var þegar dauð. Jill hafði staðið nógu oft augliti til auglitis við dauðann til að geta séð það. , Alicia beygði sig yfir þennan litla ömurlega líkama. Alicia var mjög falleg í hinni velsaum- uðu göngudragt með dýru safalaskinni sveipað um axlirnar og skrautlega, litla hattinn hátt uppi á dökku hárinu, sem haldið var saman með silf- ur spennu. Hún dró rúskinnshanzkann af hend- inni og snerti við kinn Juliet með löngum, grönn- um fingrunum með nöglum, sem lýstu eins og kórallar. A baugfingri bar hún stóran, ljómandi smaragð. Alicia dró að sér höndina, stóð snöggt upp og horfði á Jill. Andlit hennar var grátt og saman- herpt. Hún beit i varirnar, benti á líkið á gólf- teppinu og sagði síðan með glymjandi röddu: „Hún er dauð! Hjúkrunarkonan. Dauð! Þú hefir sem sé gert þetta aftur!“ Það var engum vafa undirorpið. Orð Aliciu skárust eins og hnífur í gegnum þau hræðslu og örvæntingarský, sem grúfðu í heila Jill. Og Alicia sagði enn á ný: „Þú hefir gert það aftur. Crystal dó með sama hætti. Eitur. Þessi hjúkrunarkona hefir vitað það og ógnað þér með því, að koma upp um þig. Hún vissi það, kom hingað og — ■—. Hvert ætlar þú?“ Fætur Jill höfðu borið hana í gegnum herberg- ið. Henni fannst hún svo létt á sér og vissi ekki einu sinni, að hún hafði hreyft sig. „Stanzaðu! Hvað ertu að gera?“ Alicia var á hælum henni og rak höfuðið ógnandi fram. Aug- un voru hörð eins og í villidýri. Þessi frumstæða árás hennár stakk mikið í stúf við venjulega framkomu hennar. „Ég ætla að senda eftir lögreglunni," sagði Jill, alltof rugluð til að hugsa og hringdi bjöll- unni. „Lögreglunni!" hrópaði Alicia. „Ætlarðu að gefa þig fram af fúsum vilja?" „Ég hefi ekki myrt hana. Ég hefi heldur ekki myrt Crystal." Augu Aliciu voru skær og athugul. Jill fannst þau ljóma af sigurhrósi, kærkominni vissu — eins og tilviljunin hefði lagt vopn í fagrar og hvítar hendur Aliciu. Síðan sagði Alicia hugsi og horfði stöðugt á Jill: „Þú varst hér, þegar Crystal dó. Hún var þeg- ar á batavegi. Það varst þú, sem barst ábyrgð á henni, þegar hún — þegar hún allt í einu dó. Og síðan giftist þú Bruce." „Ef Bruce væri hér — -—.“ „Ef Bruce væri hér, myndi hann líka skilja, hvernig í öllu liggur!" „Hringdi frúin?" sagði Gross um leið og hann opnaði dyrnar. Svo kom hann auga á Juliet. Alicia dró andann djúpt. Jill heyrði það ig einn- ig að Gross stóð á öndinni. Náfölur sneri hann sér að Aliciu til að taka við skipunum. „Hvað . . ?“ byrjaði hann skjálfandi röddu, og Alicia flýtti sér að svara: Blessað harnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Upp, upp! Litli kúturinn Mamman: Elskan min, þú mátt ekki hossa hans pabba, hot, hot! Lilla svona mikið — komdu Lilli minn — Lilli: Da-da —. mamma skal passa hjartagullið sitt! Pabbinn: En elskan min---------. Pabbinn: Lilla virtist þykja þetta svo gaman. Bjallan hringir, það er bezt að ég fari til dyra. Pabbinn: En áður en við förum að tala um viðskiptin ætla ég að sýna bamið okkar! Vinurinn: Hann er auðvitað bezta bam í heimi eins og öll önnur böm! Pabbinn: Við verðum að ganga hljóðlega — við megum ekki trufla hann!! Vinurinn: Ég vona bara að hann þegi, þar sem ég kæri mig heldur ekkert um að láta tmfla mig —. Pabbinn: Mamma hans hefir látið hann í grind- ina til þess að leika sér. Vinurinn: Nú, það er eins gott að hann venjist henni strax — þegar hann verður fullorðinn og kvænist verður hann aftur lokaður inni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.