Vikan


Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 11

Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 35, 1946 11 ___Framhaldssaga: ------------------- Ævintýri á Indlandi ---------------- SKÁLDSAGA eftir J. A. R. Wylie. — vegna hafði hún þurft að þjást svona? Með skjálf- andi höndum þreif hann eitt blysið, sem hékk á veggnum, og gekk inn í opið, sem hún hafði kom- ið út um. Þetta var lítil kompa með fjórum, ber- um veggjum og gólfi, sem enginn dúkur var á. Engar dyr, enginn gluggi, fangaklefi með einni mottu, ein tóm skál, tveir ábreiðuræflar, ekkert annað; ekkert ljós, enginn útgangur, þungt og illt loft. Með hryllingi gekk hann sömu leið til baka. Hvað vissi hún um hann? Hvers vegna hafði hún nefnt hann nafni, sem vakti óljósar, þokukenndar minningar hjá honum? Fyrir utan heyrði hann til mannf jöldans, sem beið eftir skipunum hans. Hvað hafði hún sagt? „Snúðu aftur! Legðu niður vopnin! í>ú verður að gera það. Svikarar gista helvíti!" Hann greip um höfuðið. Svikari við hvern — við hvern ? Aft- ur heyrði hann rödd hennar: „Snúðu við! Finndu hann! Hann verður að segja þér það!“ Og hann vissi við hvern hún átti. Hröðum skrefum geklc hann að borðinu og hringdi lítilli silfurbjöllu. Fyrsta skipti í langan tíma eygði hann takmark framundan, sem rak á eftir honum. Honum fannst eitthvert óviðráðanlegt afl, sem hann réði ekki við, reka sig áfram. „Segðu foringjunum að ekkert áhlaup verði fyrr en í dögun," mælti hann við þjóninn, sem kom inn. „Sjáðu um að allt sé með kyrrð og spekt og láttu engan ónáða mig.“ XXIX. Augliti til auglitis. Þær sátu i myrkrinu. Þegar þær töluðu saman, hvísluðust þær á, og endrum og eins, þegar myrkrið var sem mest og ónotalegast, réttu þær út höndina til að koma hver við aðra; þeim fannst nauðsyn að verða þess varar, að þær voru ekki einar. Það var aðeins Mrs. Cary, sem ekki varð vör við neinar þess háttar tilfinningar. Hún lá á gamla legubekknum og syaf rólega, og ekkert truflaði svefnró hennar, hvorki þytur kúlnanna í kringum hana né óp hinna særðu hinum megin við hinn lélega varnarvegg. Einu sinni hafði lækn- ir herfylkisins, Martins, litið inn til hennar og hrist höfuðið. „Sennilega vaknar hún ekki aftur.“ mælti hann. „Og ef til vill er það líka það bezta, sem fyrir hana gæti komíð.“ Mrs. Berry lá á hnjánum við legubekkinn; svefninn hafði yfirbugað hana i miðri bæninni og hún dró andann eins rólega og barn. Mrs. Carmichall og Beatrice sátu saman. Þær gátu ekkert gert, ekki einu sinni liðsinnt hinum særðu, sem lágu þó svo nálægt þeim. Dyrnar opnuðust og létt fótatak heyrðist. „Hver er þar?“ hvíslaði Mrs. Carmichall. „Það er ég, Lois,“ var svarað. Hún settist við hlið Beatrice og lagði höfuð sitt á öxl hennar. „Ég er svo þreytt," bætti hún við í hálfum hljóð- um. „Eg hefi setið inni hjá Archibald. Hann kvart- ar svo mjög. Mr. Berry er hræddur við kolbrand." „Veslings litla vinkona!" Beatrice ,lagði hönd- ina yfir herðar henni. „Legðu höfuðið í kjöltu mína og reyndu að sofna. Þeir geta hvort eð er ekki gert neitt.“ „Þökk, ég held að ég reyni það. En munið að vekja mig, ef eitthvað skyldi koma fyrir." „Já, ég skal gera það.“ Eftir nokkur augnablik var Lois sofnuð svefni örmagna manns. Mrs. Car- michall og Beatrice sátu þegjandi um stund, en litu snögglega hvor til annarar, er þær heyrðu fótatak hinum megin við vegginn og sáu daufan ljósbjarma. „Þetta er maðurinn rninn," hvíslaði Mrs. Car- michall. „Það er vist eitthvað á seiði. Við skulum leggja við hlustirnar." Ofurstinn ásamt Nicholson og Saunders stóðu inni í hinu herberginu. Þeir ^litu áhyggjufullir á skilrúmið milli herbergjanna og ofurstinn hristi höfuðið. „Það gerir ekkert," mælti hann. „Þær sofa víst, veslingarnir. Við skulum líta á þessa félaga okkar." Þrír menn lágu á gólfinu og var breidd hermannakápa yfir einn. Ofurstinn dró hana of- urlítið til hliðar. „Dauður!" mælti hann hrærður. Næsti var einnig dauður. „Martins sagði, að þeir myndu ekki lifa það af," mælti ofurstinn. „Nú jæja, það er gott fyrir þá. Dálítið fyrr eða seinna kemur í sama stað niður." Þriðji maðurinn var Travers. Hann lá á bakinu með augun aftur og sneri andlitinu að veggnum. „Nokkrar klukku- stundireftir,“hélt ofurstinn áfram. Svo gekk hann að borði, sem var þarna inni, og tók skjal upp úr vasa sínum. „Lánið mér vasaljósið yðar augna- blik, Nicholson," mælti hann. Nokkra stund varð alger þögn; svo mælti ofurstinn: „Geoffries fékk mér rétt áðan þennan lista yfir byrgðir okkar. Við höfum nægilegan mat, en okkur vantar vatn. Eins og við var að búast, hafa óvinirnir eyðilagt leiðslurnar. Ég hefi talað við hina. Þið vitið, herr- ar mínir, að við getum ekki veitt viðnám svo lengi sem eitt dægur, ef okkur vantar vatn. Við verðum að horfast í augu við sannleikann." „En á aðalstöðvunum hljóta þeir að vita, hve illa við erum staddir," mælti Saunders. Ofurstinn yppti öxlum. „Auðvitað vita þeir það, en hjálpin kemur of seint. Hér er ekki að ræða um venjulegar landa- mæraskærur — heil nýlenda hefir gert uppreisn undir forustu eins manns. Eina von okkar er að gera útrás. Já, ég véit, að þessi von okkar er hæp- in, en það er betra að reyna að brjótast í gegn en svelta hér inni eins og melrakki í greni og verða svo slátrað eins og nautgripum." „Hvenær eigum við að gera tilraunina, ofursti?" spurði Nicholson. „Innan klukkustundar. Þá er ennþá dimmt. Við verðum að gæta þess, að hafa kvenfólkið í miðjunni. Geoffries skal sérstaklega gæta þess. En við látum það ekkert vita, fyrr en á siðustu stundu." Meðan viðræða þessi fór fram, höfðu þeir al- gerlega gleymt Travers, sem hafði vaknað, er þeir fóru að tala saman og hafði því heyrt allt, sem þeir sögðu. Nú reis hann upp við olnboga og kallaði með veikri röddu á Nicholson, sem gekk undir eins til hans og ávarpaði hann hug- hreystandi: „Nei, sjáum til. Eruð þér vakandi? Hvemig líður yður?" „Mér líður illa,“ svaraði Travers veiltum rómi. „Ég er búinn að gera mér ljóst að hverju stefn- ir. Angist dauðans hefir verið yfir mér í allan dag, en í augnablikinu er ég ofurlitið rólegri. Er engin von?“ „Fyrir okkur? Nei, engin." Travers kinkaði kolli. „Ég heyrði nokkuð af því, sem þið töluðuð um áðan, en ég vildi vera viss í minni sök. Þetta er allt saman mér að kenna — frá upphafi til enda. Og það er fallegt af ykkur, a'3 láta ekki á neinu bera. En þið megið ekki ásaka — hana. Hún getur ekki að þessu gert. Og að minnsta kosti leyndi hún engu — það er lofsvert af henni. Þannig var ég ekki gerður — mér er ekki á- skapað að iðrast. En þið hafið allir verið svo um- burðarlyndir — og Lois hefir verið eins og hetja. Það væri eðlilegra að hún hataði mig — og það gerir hún ef til vill líka — en hún hefir gert eins og hún hefir getað. Og nú — já, nú er þetta um garð gengið, og þá verður hún laus —“ Svipur Nicholsons varð dálítið kuldalegur. „Hvaða þvættingur er þetta!" mælti hann. „Það segir enginn að þér deyið — en annars er ekki útlit fyrir, að neinn okkar sleppi héðan lif- andi." „Jú, jú,“ hvíslaði Travers. „Tækifærið er til — mikil von. Ég get frelsað ykkur öll — á þann hátt get ég goldið skuld mína. En þér verð- ið að hjálpa mér; ég á ekki langt eftir. Þér verð- ið að fara með mig til furstans — undir eins. Fái ég að tala við hann i fimm mínútur, myndi það nægja. Og þá mun hann sannarlega leysa ykkur úr umsátinni — á því er enginn efi." Nicholson rétti úr sér. „Þér gerið of mikið úr áhrifum yðar,“ mælti hann, „og þar að auki er þetta, sem þér farið fram á, ómögulegt." Hann gekk aftur að borðinu og Travers hneig aftur á bak lémagna. „Stundin nálgast," mælti ofurstinn stuttlega. „Saunders, viljið þér sækja kvenfólkið. Eftir hálfa klukkustund getur Geoffries verið hér með tvennar sjúkrabörur, handa Travers og Mrs. Cary. Það virðist nú vera ónauðsynleg grimmd að flytja þau, en það er skylda okkar." Saunders gekk inn í hitt herbergið. Carmichall ofursti rétti út höndina. „Við ættum heldur að kveðjast núna, Nichol- son,“ mælti hann. „Það er bezt að gera það áður en kvenfólkið kemur. Og enn einu sinni vil ég; gjarnan þrýsta hönd yðar. Þér hafið verið okk-- ur öllum trúfastur félagi. Ég gæti ekki haftbetrli mann við hlið mér. Guð blessi yður, Adam." Nicholson tók þegjandi hönd hans og þrýsti hana fast og innilega. Travers sá þetta, og í fyrsta skipti á ævi sinni, sem nú var að lokum komin, fann hann til einhvers, sem liktist iðrun og hugarangri. Enginn vildi rétta honum þvilíka vinarhönd — enginn! Kvenfólkið var nú komið inn í herbergið og var Mrs. Carmichall í fararbroddi. Þessir síðustu 14 dagar höfðu sett merki sitt á hana. Kinnam- ar voru innfallnar og fölar, en enn bar hún höf- uðið hátt og augnaráð hennar var eins fast og áður. „Við höfum heyrt ráðagerð þína, Georg," mælti hún rólega, „og við erum reiðubúnar. Við skulum sannarlega vera rólegar og hjálpa til eins og við getum." Ofurstinn kinkaði kolli; ef til vill var hann hræddur um, að rödd sín væri ekki nógu styrk. Hann ræskti sig hressilega. „Já, ég efast ekki um það, vina mín,“ mælti hann loks. „Það gleður mig að sjá ykkur allar svona hugrakkar. Milcil von er að visu ekki, en við reynum eins og við getum. Fyrir aðrar eins konur og þú ert, vill hver karlmaður gjaman berjast." Þau kvöddu hvort annað með föstu handtaki eins og tveir gamlir og reyndir her- menn og það var eitthvað hátíðlegt við rósemi þeirra og styrkleik. Nicholson renndi augunum til Lois; hann sá tár á kinn hennar, en hann vissi,,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.