Vikan


Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 29.08.1946, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 35, 1946 að hún var ekki hrædd. HS.nn snart hönd henn- ar létt. Hún leit á hann og brosti. Þetta var kveðja þeirra. Svo sneri hann sér að ofurstanum. „Það kemur einhver," mælti hann. „Sennilega er það Geoffries með sjúkrabörurnar." Ofurstinn hlustaði. „Þetta er ekki Geoffries," fullyrti hann, „enda gæti hann ekki verið kominn svona fljótt aftur.“ Ösjálfrátt litu allir til dyranna og mennirnir gripu til marghleypanna. Fótatakið heyrðist nú ekki lengur, en augnabliki síðar var barið hægt, en ákveðið á dyrnar. „Hver er þar?“ hrópaði Carmichall. Ekkert svar. En allt í einu opnaði Nicholson hurðina og hávaxinn maður, sem allir þóttust kannast við, kom í ljós. Andlitið var næstum hulið af felltri, hvítri skikkju. „Hver eruð þér?“ endurtók ofurstinn og það vottaði fyrir forvitni í rödd hans. Augnablik stóð maðurinn hreyfingarlaus — svo lét hann skikkjuna falla á gólfið. Það var Nehal Singh, sem stóð fyrir framan þau. XXX. Fólkið hans. Nehal Singh lét aftur hurðina og gekk svo að borðinu í miðju herberginu. „Þið þurfið ekki að verða óróleg,“ mælti hann. „Ég er einn.“ Allir bærðu á sér. Carmichall ofursti dró and- ann djúpt. „Þér eruð sannarlega hugprúður, að þora að koma hingað,“ mælti hann. „Mig undrar að þér skylduð ekki vera skotinn niður af varðmönn- um okkar." „Til eru leynigötur og neðanjarðargöng í Merut, sem þér þekkið ekki,“ svaraði hann og brosti ofurlítið. „Þá hefðuð þér getað sparað yður mikið ómak og fyrirhöfn, ef þér hefðuð notað þau dálítið fyrr,“ svaraði ofurstinn beisklega. „Eg berst helzt við yður á opinberum vígvelli." Svó Sneri hann sér að Nicholson. „Ég skulda yð- ur afsökun. Þegar þér komuð til mín í musterið, smánaði ég yður. Þér eruð allir hugrakkir menn. Ég sver yður —“ rödd hans skalf af niðurbældri geðshræringu — „þau augnablik komu í síðustu viku, að ég var hreykinn af, að þér höfðuð einu sinni kallað mig vin yðar.“ „Getum við ekki kallað .yður það ennþá, fursti? Getum við ekki^endurvakið foma tíma?“ spurði Nicholson rólega og innilega. Ofurstinn hnyklaði brýrnar. Að hans dómi sýndi Nieholson ekki nógu mikið stærilæti. En Nehal Singh notaði sér þetta ekki. Hann rétti út báðar hendur sínar í mikilli geðshræringu. „Guð gefi að ég gæti það! En það er ómögu- legt! Ég stend og fell með fólki mínu. Ef ekki skeður kraftaverk, er ég neyddur til að eyði- leggja ykkur öll. Og það er kraftaverkið, sem ég leita nú að.“ Hann benti á Travers, sem fylgdi hverju orði furstans með athygli. „Herra Trav- ers! Hafið þér ekkert að segja mér?“ Þau litu með hálfgerðri meðaumkun á Trav- ers, en hver getur lýst undrun þeirra, já, hræðslu, er þau sáu hinn deyjandi mann rísa á fætur með ógurlegum erfiðismunum og skjögra tvö skref áfram. Það var eins og einhver yfirnáttúrlegur kraftur gæfi honum þrótt. „Já, ég hefi dálítið að segja yður,“ sagði hann, „og ég kalla Nicholson til vitnis um, að ég vildi hafa sagt það fyrr, ef ég hefði getað.“ Nehal Singh gekk tvö skref áfram. Þeir stóðu sitt hvoru megin borðsins, eins og ákærður og dómari. „Travers! Þér vissuð að kona var.— ensk kona —lokuð inni i höll minni?“ „Já.“' „Hún afhenti yður eitthvað — bréf eða nokk- ur skjöl — sem ég átti að fá?“ „Já.“ „Fáið mér þau nú!“ Með skjálfandi höndum fálmaði Travers við brjóstvasa sinn og dró þaðan nokkur samanbrot- in skjöl. „Vitið þér, hvað stendur í þessum skjölum?" „Ævisaga hennar." „Ævisaga hvers?" Spumingin kom eins og marghleypuskot. Hægt og greinilega svaraði Travers: „Þessi skjöl hafa tilheyrt Margaret Caruthers — móður yðar.“ Carmichall ofursti rak upp hljóð, eins og hann hefði fengið svipuhögg í andlitið. Nehal Singh þreif skjölin og sleit simdur bandið, sem var ut- an um þau. „Carmichall ofursti," mælti hann, „í nótt gaf kona upp .andann í örmum mínum. Hún var ensk og sagði mér frá skjölum þessum. Nú hefi ég fundið þau. Ef til vill er hér kraftaverkið. Viljið þér lesa það, sem hún hefir skrifað?“ Ofurstirin tók við skjölumun og rannsakaði þau. mælti hann, og hann þekkti varla sina eigin rödd. „Það byrjar þannig: „Ég hefi fundið nokkra pappirsskækla og sjálf hefi ég búið til penna og blek, því að nú ætla ég að skrifa ævisögu mína. Hvers vegna eigin- lega? Að upplagi er ég ekki þunglynd, þótt ég hafi ætið verið nokkuð dul. En nú verð ég að tala. Þessi þögn gerir mig vitskerta. Og hve mörg ár hefir hún varað? Guð veit það — ég er orðin næstum uppgefin að telja þau. Ég þekki ekki orðið málróm minn, hönd min skelfur og ég man varla, hvernig bókstafirnir eru. Ég undr- ast aðeins, að ég skuli ekki vera orðin brjáluð. En heili minn starfar og mér hrýs næstum hug- ur við, hve heilbrigð og hraust ég er. Dauðinn, sem allt slær í blindni, hefir þyrmt mér, sem heimurinn hefir gleymt. Ef til vill er það hegn- ing, því að ég 'verðskulda hegningu — ég hefi svikið sjálfa mig, eðli mitt, kynflokk þann, sem ég tilheyri. Of seint hefir mér orðið það ljóst, hvað ég hefi gert — eða kynni ennþá að vera einhver von? Ekki get ég náð til hinna dauðu — en einn er þó á lífi — sonur minn — og hon- um skrifa ég þetta. Ef til vill berst honum þetta einhvern tíma í hendur — og hjálpar honum. Eftir þvi sem ég kemst næst, hlýt ég nú að vera í kringum 43 ára að aldri. Ef ég man rétt, var ég 28 ára, er óhamingjan dundi yfir okkur, og síðan eru liðin heil 15 sumur. Aður en þetta bar við, hafði ég verið 5 ár í hjónabandi. Ég var ung og óreynd, þegar ég giftist. Eg trúði á mann minn í einu og öllu og fannst hann full- nægja öllum draumum og hugsjónum ungrar stúlku, En aðeins eitt ár varaði draumurinn. Hann elskaði mig ekki. Hann fyrirleit mig — aðeins vegna peninga minna átti hann mig. Og ég ætti að hafa vitað, að þessu var þannig var- ið; en ég var aðeins barn. Sannleikurinn var sá, að það var Hindúablóð í æðum mínum. Faðir minn, sem var Englendingur, hafði átt konu af Hindúa-ættum. Hún var af fursta-ættum og aðal- borin, en hugsunarháttur minn var enskur, til- finningar og uppeldi, jafnvel útlit — en allt kom fyrir ekki — maðurinn minn leit niður á mig. Hann skoðaði mig sem veru, sem stæði honum neðar, og hefði aðeins hlotið að erfðum verstu eiginleika þessara tveggja þjóða. Hann reyndi að leyna tilfinningum sínum, fyrirlitningunni, sem hann bar fyrir mér, ekki þó eingöngu per- sónulega, heldur uppruna mínum — en honum tókst það ekki. 1 byrjuninni barðist ég á móti þessu, en að lokum rann það upp fyrir mér, að gagnvart honum og öllum heiminum var mann- eskja af blönduðu blóði útskúfuð. Það marði hjarta mitt. Síðasti ástarneistinn hjá mér kuln- aði út alveg, þegar hann kvöld eitt kom heim með ókunnugt, nafnlaust stúlkubarn, er hann fól umsjá minni með þeim orðum, að héðan í frá ætti að fara um það eins og okkar eigið barn. Ég hélt að þetta væri yfirlögð smán, til þess að sýna mér, að með mig gæti hannfariðeinsoghon- um sýndist. Guð fyrirgefi mér — ég hélt, að hann ætti þetta barn. En ég var of stærilát til að krefjast nokkurra skýringa og sjálfur gaf hann engar. En svo var þaö ég, sem var vond. Ég varð þess vör, að manninum mínum fór að þykja vænt um mig, þrátt fyrir allt — ef til vill vegna þess, hve köld ég var gagnvart honum. Ég endurgalt ást hans með orðlausu hatri. Ég hefði getað hjálpað honum, getað bjargað honum frá mörgu, en ég gerði ekki svo mikið sem rétta honum höndina. Gagnvart barninu vona ég og held, að ég hafi verið réttlát. Það hafði einnig blandað blóð í æðum sinum, og ég hugsaði með beiskju til þess, að örlög þess myndu verða svipuð og mín; þess vegna fann ég til dýpstu meðaumk- unar með því og sendi litlu stúlkuna við fyrsta tækifæri til Englands, að því er virtist vegna heilsu hennar, en í raun og veru til þess að þyrma lienni svo lengi sem unnt væri við þeirri smán, sem Englendingar í Indlandi sýna þess háttar veslingum." Ofurstinn þagnaði eins og honum hefði dottið eitthvað í hug. Hann leit órólega til ,Það er hvorki dagsetning eða yfirskrift,*' MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.