Vikan


Vikan - 10.10.1946, Side 2

Vikan - 10.10.1946, Side 2
2 VTKAN, nr. 41, 1946 Pósturinn Birtavarre, den 5. sept. 1946. Til Ugebladet „Vikan,“ Reykjavík. Jeg er en norsk pike pá 20 ár og heter Liv Danielsen. Denne adressen fikk jeg hos min söster, liun kores- ponderer nemiig med en islandsk pike. Og da jeg ogsá har veldig god lyst á korespondere med en pike fra Isjand, fant jeg pá á skrive i kveld. Jeg sender her et lite fotografi av meg fra posken i ár. Sá háper jeg at jeg fár snart svar og gjeme foto ogsá. Hilsen fra Liv Danielsen, Ric. Bjöm, Birtavarre, Nord-Norge. Kæra Vika! Ég sé í auglýsingum, að nýkomnar eru út bækur eftir Guðmund Dan- íelsson, og af því ég er að hugsa um að safna öllum bókum hans, þá lang- ar mig til að biðja þig um að gefa mér upp nöfnin á þeim og hvenær þær komu út. Eg vona, að þú getir gert þetta og hafir ekki of mikið fyrir því. Þinn Bókelskur. Svar: Eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga hafa komið út þessar bækur: Eg heilsa þér (ljóð) 1933. Bræðurnir í Grashaga (skáld- saga) 1935. Ilmur daganna (skáld- saga) 1936. Gegnum lystigarðinn (skáldsaga) 1938. Á bökkum Bola- fljóts I-II. skáldsaga) 1940. Af jörðu ertu kominn I. Eldur (skáldsaga) 1941. Sandur (skáldsaga) 1942. Land- ið handan landsins (skáldsaga) 1944. Heldri menn á húsgangi (smásögur) 1944. Það fannst gull í dalnum (leik- rit) 1946. Kveðið á glugga (ljóð) 1946. Kæra Vika! Vegna þess að þú leysir úr öllum vandamálum, langar mig að biðja þig að segja mér hvar ég get náð í vísur sem ég heyrði Alfreð Andres- son syngja, mig minnir að þær heiti Kokksvísur. Með fyrirfram þökk. Ein á fertugsaldri. Svar: Alfreð Andrésson, hinn bráð- skemmtilegi og vinsæli leikari og gamanvísnasöngvari, er á förum til útlanda (eða ef til vill farinn, þegar þetta birtist!), en hefir nýlega safn- að saman og gefið út gamanvísur, eftir ónefnda höfunda, sem hann hefir sungið við ýms tækifæri. 1 þessari bók eru vísurnar Jónas kokk- ur, sem hér fara á eftir. Hann Jónas er kokkur sem kann nú sitt fag og kátur hann syngur og hlær. En komi hann inn fer hann óðar í / slag og enginn er honum jafnfær. Við kvenfólkið lausláta klingir hann skálum og konurnar verða þá allar á nálum. Á Hvolinn og ölduna elta þær hann, þvi aldrei þær séð hafa þvílíkan mann. Og seinast hann kom núna um lokin í land og langaði í gleðskap og dans, því þá átti hann auðvitað aura eins og sand, sem íþyngdu vösunum hans. Hann hitti eina skjátu, sem skalf öll af grini, þau skelltu í sig flösku af lútsterku víni. En áður en Jónas fékk á henni sjans var aumingja kokkurinn fallinn í trans. Að morgni hann valtnaði vestur i bæ og voða var heilsan hans slöpp. Því hjartað, það lét eins og holsltefla á sæ, og hún, sem að tók hann á löpp, var frá honum vikin í vorkvöldsins húmi, nú velti hann sér aleinn i tvöföldu rúmi. Og helvíti makaði meyjan sinn krók, því með sér hún gjörvalla hýruna tók. En lengi á eftir var lundin hans fýld. Hann labbaði um eins og skar. En nú er hann loks kominn norður á síld og notalegt finnst honum þar. Og biðjum nú allir að vel megi veið- ast svo vesalings kokkinum 'þurfi eklti að leiðast, er býðst honum aftur í borginni sjans. En bara að hann falli ekki aftur í trans. Kæra Vika! Mig langar til að þú fræðir mig eitthvað um dvalarstað Alltunnar — hvar hún á heima annarstaðar en á Islandi. Alkuleg. Svar: 1 Fuglunum eftir Bjarna Sæmundsson er þetta m. a. sagt um álkuna og heimkynni hennar: Heim- 1 2 I | 1 skartgripaverzlun minni | fœst ávallt mikið úrval af | góðum tækifærisgjöfum, { meðal annars mikið af úrum, vck jarakl ukkum i o. fl. | Gottsveinn Oddsson 1 úrsmiður. - Laugavegi 10. [ (Gengið inn frá Bergstaðastr.). kynni álkunnar er norðanvert N.- Atlandshaf og Norðurhafið. Hún er tíður varpfugl í Eystrasalti, við strendur Finnlands og Svíþjóðar, við V.- og N.-strönd Noregs, á Bret- landseyjum, í Færeyjum, á íslandi, og í S.-Grænlandi og austanverðu N.- Ameríku, suður til New-Brunswick. Einnig kvað hún vera mjög tíð sum- staðar i Kyrrahafi, allt til Japan. A veturna fer það af henni, sem ekki er staðfugl, suður með Evrópuströnd- um, allt til Miðjarðarhafs, Azór- og Kanaríeyja og Norður-Ameríku- megin til Ný-Englandsríkjanna, og flækist þá stundum til eyjanna norð- ur af Islandi og Noregi (Jan Mayen o. fl.) Hér á landi er hún all-tíð, allt í kringum landið, líklega þó tíðari við það sunnanvert, einkum á vet- urna og fer þá víst að mestu eitthvað suður á hafið. Myndin er af Herbert Hoover (til vinstri), þar sem hann er að ræða við Gústaf Sviakonung um matvælahorfurnar í Evrópu. CULLIFORD’S ASSOCIATED LINES. Tilkynning Það sem eftir er þessa árs verður hálfsmánaðarlegum ferðum félagsins frá Bretlandi hagað þannig: MS. „Oksywie“ fermir í lok hvers mánaðar í Glasgow og Fleetwood og siglir frá Fleetwood 1. hvers mán- aðar. — Flytur aðeins vörur. MS. „Banan“ hleður í Glasgow og Fleetwood 9.—15. hvers mánaðar og siglir frá Fleetwood 15. hvers mánaðar. — Flytur vörur og farþcga. Skipin sigla um Thorshavn til Reykjavíkur, Patreks- f jarðar, Bíldudals, ísaf jarðar, Sigluf jarðar og Akur- eyrar, með viðkomu í Vestmannaeyjum á útleið. Viðkoma á öðrum höfnum hérlendis eftir samkomulagi. Allar frekari upplýsingar veitir GUNNAR GUÐJÓNSSON skipamiðlari, sími 2201. .♦:♦>>>>>>>>>>>>>>:€♦>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>:•»: $ v V %' V V % v V V V V V V V V V V V V V V 'l' 5« * s V V V V V V ►J< v V V >5 V V V V ♦ 'l' >1' 'l' 'l' t :♦>:• tJtgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstióri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.