Vikan - 10.10.1946, Side 6
6
VIKAN, nr. 41, 1946
höfum viö rætt um jassmúsik — og önnur efni,
sem ég er álíka illa heima í.“
Sherry settist, en ekki við hhð húsbóndans,
heldur hjá Wöndu.
„Jæja, fröken Khys,“ sagði hann, „ég vona að
þér séuð ekki of þreyttar eftir gleðskap og svall
næturinnar."
„Nei, alls ekki! Ég var komin á fætur klukkan
sjö og út á svalir.“ Wanda var feimin — og sagði
það, sem henni datt fyrst í hug, en fannst það
heimskulegt og barnalegt um leið og hún var
búin að sleppa því út úr sér. En Sherry lét á
engu bera, hvort sem honum hafði líkað svarið
eða ekki, og hélt áfram vingjarnlega.
„Þið hafið skemmtilegar svalir og dásamlegt
útsýni frá þeim.“
„Já, og fallegast þykir mér á morgnana eða á
kvöldin, þegar búið er að kveikja á ljósunum í
allri borginni.
„Hafið þér skoðað yður um i Kairo?" spurði
hann.
Hann var kurteis í samræðum og var ekki laust
við að Wanda yrði fyrir vonbrigðum. Sherry í
dag var svo ólíkur hinum ónærgætna, heillandi
manni kvöldið áður. Að hann skyldi hafa sagt
við hana, að hún væri fallegt barn, fannst henni
núna næsta ótrúlegt.
Sennilega myndi hann ekki eftir þessu stutta
samtali þeirra. Og þótt hann gerði það, minnt-
ist hann ekki 6 það, svo að hún skildi að hann
ætlaðist að minnsta kosti til þess að hún gleymdi
því.
„Pabbi fór með okkur út i morgun, til að sýna
okkur Kairo. Við ókum um alla borgina, skoðuð-
um kastalann og borðuðum í Shepheards."
„Þið hafíð naumast komist yfir að sjá meira á
hálfum degi,“ sagði hann og leit á Sir John.
Wanda skildi óðara augnaráð hans.
„Já, þetta líkist ekki pabba, en hann skemmti
sér samt prýðilega. Það var Rachel að þakka,“
bættí hún við.
„Ungfrú Thompson ?"
„Já, hún er svo gáfuð og hefir áhuga á öllu.“
„Höfðuð þér þá ekkert gaman af þessu?"
„Jú, jú! En Rachel spyr svo gáfulega. Hún viU
vita sem mest um Austurlönd, stjómmál og
annað slikt.*'
„Það er þó óvenjulegt. Flestar imgar stúlkur
með hennar útliti myndu láta sér nægja að vera
til skrauts."
„Já, það veit ég, en Rachel er yndisleg stúlka."
„Hún hefir verið heppin i vinkonuvali sínu,"
sagði Sherry.
Wanda roðnaði — hún varð vandræðaleg við
þessa óvæntu gullhamra. Féll honum hún vel í
geð? Hafði — hafði honum verið alvara, þegar
hann sagði þetta í gær?
„Það er einmitt ég, sem hefi verið heppin,"
flýtti hún sér að segja og hélt áfram til að það
yrði ekki þögn:
„Þekkið þér frú Conyers?"
„Já."
„Hún heimsótti okkur í dag og bauð okkur
með sér í klúbbinn á morgun."
„Það var óhjákvæmilegt," sagði Sherry.
„Þykir yður klúbburinn leiðinlegur ?“
„Já, það verð ég að segja."
„Þá komið þér auðvitað aldrei þangað?"
„Jú, einmitt! Ég kem þangað í hvert skipti, sem
ég fer úr einveru minni til Kairo."
„Hvers vegna, þegar yður þykir leiðinlegt
þar?“ spurði hún.
„Ég hugsa að það sé af félagsþörf," sagði
hann brosandi. „Ef til vill til áð halda sönsum.
Það er ekki hollt fyrir mann að búa einn sins
liðs."
„Eruð þér þá einn þarna?"
„Já, að undanskyldu þjónustufólkinu."
„Er fallegt á High Heaven?"
„Ég ætla að láta yður sjálfa dæma um það,-
fröken Rhys.“
„Eigið þér við —“ augu hennar urðu stór af
eftirvæntingu.
„Ég vona, að þér komið til High Heaven bráð-
lega. Sir John hefir oft komið til mín og vona
ég að þér gerið mér einnig þann heiður."
„Eg hefði gaman af því og Rachel einnig."
„Ég held samt að þér yrðuð hrifnari af High
Heaven en ungfrú Thompson," sagði Sherry. „Það
er villtur og siðmenningarlaus staður."
„Þá yrði Rachel ííka hrifin af honum. Hún viU
endilega fara í lestarferð út I eyðimörkina, eíns
og pabbi þarf stundum að fara."
„Ég er hræddur um að það geti ekki orðið nein
lestarferð á úlföldum, þótt þið kæmuð að heim-
sækja mig á High Heaven. Hið eina, sem ég
gæti boðið ykkur væri ferð í vélbát, þegar þið
stigið úr lestinni. High Heaven stendur á öðrum
fljótsbakkanum og þar er í raun og veru
ekkert þorp — aðeins nokkrir leirkofar."
„Þá væri gaman að sjá.“
Rachel og Bill komu í sömu svifum yfir svalirn-
ar og slitnuðu því samræður Wöndu og MacMah-
on. Henni þótti leiðinlegt að fá ekki að tala lengur
við hann, þótt þetta samtal hefði orðið henni að
nokkru leyti vonbrigði. Hún sá hann fara til Sir
John og voru þeir þegar niðursokknir í samræð-
ur. Sherry hafði gert skyldu sína við ungu hús-
móðurina og gat nú gert það, sem honum líkaði.
„Honum finnst ég sennilega ekki annað en
barn,“ hugsaði Wanda. „Hann hlýtur sjálfur að
vera þrjátíu og þriggja ára. En hann var kurteis
við mig og bauð mér heim til sín, en sem vinur
pabba gat hann ekki gert annað."
Hún horfði á hann í laumi — hann var hár og
vel vaxinn og gekk beinn. Andlit hans var þung-
lyndislegt, en brosið og röddin fóru svo undar-
lega saman við það. Hún fann til sömu áhrifa og
þegar hún sá hann fyrst í Mena House.
Skömmu seinna stóð hann upp og rétti Wöndu
höndina í kveðjuskyni. Hann sagði ekki annað en
„góða nótt," en Wöndu fannst fara straumur um
sig við snertingu brúnnar og harðar handar
hans.
Þegar hann 'var farinn, varð allt grátt og öm-
urlegt í augum Wöndu.
Klukkan fjögur daginn eftir kom frú Conyers
til að sækja ungu stúlkumar og fór með þær í
klúbbinn,
Klúbburinn var skemmtilegui' staður með
blómstrandi runnum og stórum íþróttavöllum.
Frú Conyers fór með skjólstæðinga sína að
borði, þar sem tíu konur sátu og kynnti þær fyr-
ir þeim. Wanda heyrði ekki nöfn þeirra. Henni
fannst þær vera flestar laglegar og vel klæddar,
en kuldalegar, svo hún varð feimin í návist
þeirra.
En Rachel lét kulda þeirra ekkert á sig fá og
talaði mikið og frjálslega, eins og hennar var
vandi.
Blessað
harnið!
Teikning eftir
George McManus.
ÍT’ ~
Mamman: Elskan mín, ætlarðu ekki að fara í vinnuna — það er
ekki helgidagur í dag.
Pabbinn: Ég ætia að taka mér frí og leika við Lilla.
Pabbinn: Pabbi ætlar að vera heima hjá Lilla sínum
og fara með honum út í garðinn.
Lilli: Go!
Copr 1946, Kinj> Tcaturc-s Syndicatc, Inc., World i'-lifs reserved.
Pabbinn: Nú ertu alveg tilbúinn, en ég á eftir að Pabbinn: Ég hlakka til að fara út með Pabbinn: Ha?
fara í — vertu rólegur, vinurinn! litla vininum! Mamman: Hann er sofnaður, þú mátt ekki vekja
Lilli: Go-go! hann — ég ætla að leggja hann í rúmið!