Vikan


Vikan - 17.10.1946, Blaðsíða 4

Vikan - 17.10.1946, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 42, 1946 r Fyrirgefðu mérl 5MA5AGA EFTIR JDSEPH KESSEL. TTÚN hafði brunasviða í hálsinmn og bað mann sinn um meira vatn. Það fór hrollur um Allan, þegar hann heyrði þreytulega rödd hennar. Hún lá í rúminu rétt við breiðan glugg- ann, sem stóð opinn. Með blænum barst stingandi ilmur ýmissa hitabeltisjurta os saman við hann blandaðist þefur af sölt- um sjó. Sólin var í þann veginn að koma upp og geislar hennar brotnuðu á hvítum öldukömbiun, sem skullu á svörtu rifjum utan með strönd eyjarinnar. „Hlustaðu!" muldraði unga konan með erfiðismunum. Úr fjarska eða mjög nálægt — það var ekki hægt að segja hvaðan það var — heyrðust veikir hljómar frá gömlu hljóð- færi og ógreinilegar unglingslegar raddir sxmgu undir. „Þetta eru „hawaiigítarar“, Edith,“ sagði Allan. „Hefir þú óþægindi af að hlusta á þá? Á ég að senda til þeirra og biðja þá að hætta?“ „Æ, nei — þeir hafa góð áhrif á mig. ‘ Edith velti höfðinu á annan vangann, magnþrota af því að tala, og hendumar, sem hún hafði spennt yfir brjóstið, féllu niður máttlausar. Líkami hennar hafði verið sem eitt vellandi sár af kvölum, en eftir þessa hræðilegu nótt, naut hún svala morgunsins. Undan hálfluktum augnalokunum horfði hún í gegnum gluggann og út í garðinn, þar sem beinvaxin pálmatré stóðu eins og hermenn á verði og þar sem undarleg hitabeltisblóm uxu. Lengra í burtu, úti á hrísökrumnn, unnu blökkumenn í skurð- unum. Hjarta Edith, sem hafði slegið óreglu- lega, og með köflum óeðlilega ört, tók ofsafenga kippi. Allt þetta — þessi tígurlegu tré, víðáttu- miklu akrar, sem gáfu eiganda símun ár- lega stórfé í aðra höndu — allt þetta var eign Allans og báru ótvíræð merki skap- festu hans og viljaþreks. Þama var ekkert, sem ekki var hans eign — öllu þama hafði hann bylt til og breytt eftir sínum geðþótta, jafnvel kóral- rifumun við ströndina, þar sem bláar út- hafsöldumar brotnuðu með sogandi nið. Hversu oft hafði Edith ekki staðið við gluggann og fimdið skelfinguna læsast um sig við þessa sjón! Hún hafði verið ein- mana í allir þessari náttúrufegurð og auðæfum, sem maður hennar var einvaldur jrfir. Einnig réði hann yfir brúnu villi- mönnunum, sem þræluðu og unnu eins og skepnur. Búgarðurinn var eins og heilt ríki út af fyrir sig, þar sem Allan réði lög- um og lofum. Hún leit hægt á hann og var þögull ótti í augum hennar. Hann sat hnípinn við rúmstokkinn. Hún gat séð grófgert, grátt hár hans, snögg- klipptan, sólbrendan hnakkann, breitt ennið, arnarnefið og harðneskjulegan munninn. Hvernig hafði hún getað elskað þetta and- lit, sem líktist svo ránfugli ? Hvernig hafði hún getað yfirgefið England og farið með honum til þessa búgarðs, — sem var í raun og vem hið eina, sem hann elskaði? Hún gat ekki hugsað meira, sársauki, sem líktist brimakvölum fór um vinstri síðu hennar og breiddist síðan út um allan líkamann. Veikar stunur bárust frá blá- leitum vörum hennar. Allan leit upp við hljóðið og augu þeirra mættust. Augu Edith vom hlýleg og grá, þrátt fyrir kvalir hennar, augu Allans vom græn og með litlum, gljáandi augasteinum. „Hvað get ég gert fyrir þig, ástin mín.“ spurði hann lágt. „Kemur læknirinn ekki fljótlega?" „Það er langt til þorpsins, og Chenglagði ekki af stað fyrr en í morgun.“ Edith sýndist hún sjá undarlegan sigrihrósandi glampa í augum manns síns. Og óttinn, sem hafði svo oft gert vart við sig, þegar -------------------------------.....^ | VEIZTU — ? | I 1. öldum saman hafa MalayjaþjóðflokJíar = mœlt tímann eftir „Mata Hari“. Hva8 I merkir „Mata Hari“? I 2. Hvaðan er orðið „punktur” tekið? 3 I I 3. Hvað margar framtennur hefir eauð- f kindin í efra skolti? 1 5 | 4. Hver ætli sé elzta bindindisræða i ís- \ 1 lenzkum bókmenntum? I S = I 5. Fyrir hvað varð Richard Aldington f heimsfrægur 1929? 1 3 5 6. Hver var fyrsti bannmaður á Islandi? f 1 7. Hvar er þessi setning. En þjóð hans í gjörði ekkert bál honum til heiðurs i eins og feðrum hans? 3 5 i 8. Hvaða bætíefni eru í spínati? I c I 9. Eftir hvem er óperettan „Leðurblak- 1 an“? | 10. Hvaða heimsálfan er sléttlendust ? : ■ 5 Sjá svör á bls. 14. hún leit á harðneskjulegt andlit hans, jók á skjálftan, sem stafaði af hitasóttinni. Það var eins og hann hefði getið sér til um hugsanir hennar, því að hann lét langa og grófa finguma strjúkast ástúðlega yfir enni hennar. I fyrstu varð hún hrædd við snertingu hans, en smátt og smátt róaðist hún. Allan elskaði hana! Að vísu á dálítið klaufalegan og ruddalegan hátt, en með áköfum ástríðum. Hann hafði alltaf látið eftir henni allar hennar óskir og skolfið af gleði þegar hún sýndi honum ástaratlot. Já, jafnvel núna í nótt — hafði hann þá ekki vakað yfir henni með þolinmæði og umhyggju? Hvers vegna ætti hún að ótt- ast hann, þegar hann var eiginmaður hennar ? Hún gat meira að segja núna lagt líf hans í rústir með því að segja nokkur orð. Sjúkdómurinn, sem lamaði unga lík- ama hennar, gerði viðbjóðin á honum að engu og mýkti hjarta hennar. Iðrun fór að gera vart við sig hjá henni. En hún hrinti öllum slíkum hugsunum frá sér, en þó gat hún núna horft með meira umburð- arlyndi á þetta andlit, sem hún elskaði ekki lengur. Hún sneri allt í einu andlitinu að hon- um, og þar sem hann hafði ekki búizt við því að hún liti á sig, sá hún andlit hans án þess að hann hefði tíma til að skipta um svip og dylja tilfinningar sínar, og gat hún þá ekki varizt því að reka upp lágt óp. Því að í þessum skörpu andlitsdráttum las hún svo mikla sorg og óendanlega um- hyggju, að hún þóttist sannfærð um að dauðinn lá í leyni í þessari stofu, og að eiginmaður hennar vissi það. Allan, sem sá að hún hafði skilið, hvern- ig kómið var, leit undan án þess að segja orð. Brúnir menn, sem gljáðu eins og eir- líkneski, sáust í fjarska. Vindurinn bar með sér sterkari ilm en áður og hafið virt- ist dökkblárra. Aldrei hafði Edith fundizt hún eins einmana og á þessari örlaga- stund. Hún þráði að þrýsta sér nær þess- um eina manni, sem var hjá henni, sem — þrátt fyrir allt — var henni svo nákom- inn. En til hún gæti fengið huggun og frið í örmum hans, varð hún fyrst að gera hon- um játningu sína. „Allan,“ hvíslaði hún með röddu, sem þegar var farin að líkjast dauðahryglu, „ég get ekki dáið með það leyndarmál, sem íþyngir mér. Ég verð að játa eitt fyrir þér og biðja þig um fyrirgefningu.“ Hún þagnaði, dró síðan andann djúpt og hélt áfram. „Ég hefi verið þér ótrú! Fyrir þremur dögum sigldi héðan brezkt herskip. Um borð í því var — liðsforingi------ Hún gat ekki meira, hún þagnaði. Allan horfði á hana lengi, þar sem hún lá þarna föl og þjáð. Síðan kom svar hans kalt og rólegt. „Eg þarf éinnig að biðja um fyrirgefn- ingu, Edith! Ég vissi þetta! Það var ástæð- an til þess að ég gaf þér inn í gær „hawai- iskt“ eitur, sem innfæddir menn nota —“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.