Vikan


Vikan - 17.10.1946, Blaðsíða 11

Vikan - 17.10.1946, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 42, 1946 11 lllllt■llll■l•l•t•■ll■l•|•■••■•••••■■•l••■|l••l•••••l| Framhaldssaga: MIGNDN G. EBERHART: 14 SEINNI KONA LÆKNISINS ^|iiMmiiiiiMiiiiiimiiMiHiHiiuiumiiiimiiiiiitiimiiiMimMiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHmiii"ii"""||"|i"""""""|lll>"llll,lllll,,l,l,,ll>l,llllllll,lllll,lllll,lil iiiimiiiiiumuuiuimimuuuuuiuiimimuuiuuiiiiiuiiiiiiiiiiii"iiui"i">""ui"uu"(<* „Jill!“ hálfhrópaði Andy. „Slíttu þig lausa! Gleymdu Bruce! Ég var neyddur til að segja þér þetta til að vernda þig gegn sjálfri þér, til að sýna þér fram á að þú ert frjáls — siðférðislega séð — og ert honum á engan hátt skuldbundin. En gleymdu honum! Gleymdu Aliciu! Láttu þau heyra fortíðinni til. Lofaðu mér að flytja þig burtu, áður en — já, áður en þau geta búið þann- ig í haginn, að ég geti ekki komið þér í burtu!“ sagði hann að endingu. Hinn hræðilegi sannleikur hljómaði hörkulega. Og nú gat hún aftur hugsað með samhengi. „Þeir geta ekki fangelsað mig. Ég hefi ekkert brotið af mér.“ „En það verður samt gert, Jill. Ég veit vel að það varst ekki þú, sem myrtir Juliet. En •— þú gafst henni teið. Það varst þú, sem hún kom til að heimsækja. Ef þú ferð burtu með mér, fá þeir tíma til að leit að og finna hinn rétta morðingja. En eins og málum er nú varið, er það rökrétt að gruna þig.“ Hún gekk að hinni hliðinni á skrifborðinu og settist. Hún virtist mjög ung og varnarlaus í gulu peysunni og bláa pilsinu. Hún var föl. Hár- ið hennar lýsti eins og geislabaugur í birtunni af lanpanum. Og svefnlaus nóttin hafði markað djúpa skugga í kringum augun. „Þú — grunuð um morð!" hrópaði Andy og hló hörkulega. „Þjí, Jill!“ „Andy-------“ sagði Jill án þess að taka eftir hlátri hans. „Kvöldið, sem þú sagðir mér frá nafnlausu bréfunum til lögreglunnar — — þá sagðir þú, að þú álitir sjálfur, að hún hefði verið myrt. Þú sagðist álíta, að iögreglan hefði á réttu að standa. Hvers vegna áleiztu ]það?“ „Vegna Aliciu," svaraði Andy. „Það er bezt, að ég segi sannleikann umsvifalaust. Ég hefi áður reynt að gefa þér bendingar, án þess þó að segja þér of mikið, en það varð bara til að gera þér erfiðara fyrir. Ég áleit, að Alicia — nú já, þú veizt, að Alicia var hér eftir hádegi daginn, sem Crystal dó. Og Alicia var sú eina, sem grætt gat á dauða Crystal. Þá væri Bruce laus og liðugur og gæti kvænzt Aliciu og þannig yrði slúðri og óþægindum af skilnaði útrýmt. Fyrir Aliciu var það þægileg lausn — og ég veit ekki — ég hefi nú alltaf verið þeirrar skoðunar, að Alicia léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þegar hún keppti að einhverju!" „Já, en það var þó raunverulega Crystal, sem ól önn fyrir Aliciu?" Andy yppti öxlum. „Jú og með samþykki Bruce. Ef til vill að áeggjan hans. Þú mátt ekki gleyma, því að vin- átta Bruce og Aliciu er allnáin. Þú veizt, að þau eru bæði mjög óvenjuleg manntegund. Bæði fyr- irlíta allt, sem er smáborgaralegt, algengt og það, sem vekur athygli. Auk þess elskast þau af mik- jlli ástríðu. Nei þetta var fantabragð hjá Bruce. Að kvænast þér til að særa Aliciu! Ég veit ekki hvað olli missætti þeirra. Og ég veit heldur ekki, hvenær eða hvernig þau sættust aftur — aðeins, að það skeði of seint. Þegar þið Bruce voruð gift. Og Bruce — mér þykir sennilegra, að hann hafi reynt að brjóta af sér ást Aliciu, þegar hann skyldi, hvað hann hafði gjört þú þekkir skap- gerð hans. Þú veizt, hversu skyndilegar ákvarð- anir hann tekur stundum! •— Þegar honum varð Ijóst, hvernig hann hafði komið fram við þig og Aliciu, reyndi hann að losna við hana. En það varð honum um megn. Það----------- „Eg vil helzt ekki ræða þá hlið málsins, Andy. En hitt er víst, að Alicia stendur á svo háu menningarstigi, að hún er langt upp yfir það hafin að fremja morð.“ „En hvað þú ert einföld, Jill! Alicia er vel- uppalið, fagurt villidýr. Segðu mér, hvenær kom hún eiginlega í gær?" „Rétt eftir að Juliet dó. Hún — ég á við Alicia — kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í herbergið — —.“ „Grunaði mig ekki! Vissir þú, að hún var í húsinu?" „N—nei. Hún sagðist hafa komið til að tala við Magde. En það heyrðir þú sjálfur." „Þá getur það vel hafa verið hún, sem gaf Juliet þennan kokteil!" hrópaði Andy. Á meðan Juliet sat og beið í gestastofunni. Eða þá, að hún hafi mætt henni á leiðinni hingað og farið með hana inn i veitingahús og reynt að veiða upp úr Juliet. Og þá hefir Juliet ef til vill ekkert viljað segja og Alicia séð fram á, að hún þyrfti aftur að gripa til eitursins — og gert það ? Fengið Juliet til að líta á einhvern, sem gengið hefir fyrir gluggann og notað tækifærið til að koma eitrinu í glasið?“ „Svona., þegiðu nú, Andy! Þetta hljómar svo hræðilega eðlilega." „Það er það líka, Jill. Þó að það hafi ef til vill farið dálitið öðruvísi fram. En það hlýtur að vera rétt i aðalatriðum. Og það getur hafa verið Alicia . . .“ Andy keyrði hendurnar aftur i gegnum hárið og hélt áfram: En við getum ekki sannað það. Hún hefði getað það. En það getur likan einhver annar hafa gert það.“ „Það getur líka hafa verið Alicia, sem kom inn í herbergið mitt í nótt,“ sagði Jill í þungum þönkum. „En það getur ekki hafa verið hún, sem kallaði Bruce út. Annars gæti — —.“ „Hvað — hvað segirðu? Kom inn í herbergið þitt í nótt?“ spurði Andy og beygði sig fram til að horfa inn í augu henni. Augu hans lýstu eftir- tekt og óró. „En við hvað áttu, Jill?“ „O, ég veit ekki einu sinni, hvort það er nokkuð alvarlegt," sagði Jill eins og hún vildi draga úr því, sem hún hafði sagt, en sagði hon- um samt, hvað borið hafði við. „Og þetta er í fyrsta skipti, sem Bruce er ga.bbaður,“ sagði Andy, meðan hún þagði. „Það er eitt af því, sem við læknarnir verðum að vara okkur á. Segðu mér — veit Bruce, hvað var i glasinu?" „Nei, það held ég ekki. Að minnsta kosti ekki ennþá. En ég hefi ekki séð hann síðan snemma í morgun." „Það er samkvæmt því einlwer, sem hyggur, að Juliet hafi heppnazt að segja þér eitthvað, áður en hún dó,“ sagði Andy hægt. „Það bendir til þess, að þessi einhver geti alveg komið hingað og farið héðan eins og honum — eða henni — þóknast. Og að þessi sami einhver, hafi vitað með hvaða. hætti væri hægt að ginna Bruce — og lögregluþjóninn, sem var hér á verði í nótt — burtu héðan! Jill-------það þýðir ekki að ætla að loka augunum fyrir staðreyndunum, jafnvel þótt þær valdi manni sársauka og óþægindum. Þú veizt eins vel og ég og allir, sem þetta mál eru viðriðnir — að þeir eru mjög fáir, sem hægt er að gruna." Hann þagnaði snögglega. Það kom imdarlegur svipur á andlit hans og hann spurði: „Jill — ertu nú líka alveg viss um, að Bruce hafi farið?" Og þegar hún horfði á hann, hálfskelfd, hálf- lömuð vegna orða hans, hélt hann áfram í kyn- legum tón: „Hann er svo óhlífinn, Jill. Og svo — svo til- Utslaus. Þú hefir sjálf séð það, sem ég hefi séð, á spítalanum! Og þó---------. Nei, Jill, það getur ekki verið, að hann hafi gert það! Hann getur ekki hafa gefið Crystal-------.“ Hún fann eitt andartak löngun til að minna hann á annað í fari Bruce, en hún gerði það ekkí. Þess í stað sagði hún dálítið hikandi: „Það voru fleiri í húsinu í nótt. Fleiri, sem hefðu getað komiðst inn. Madge — Alicia — Steven. Og Guy Cole kemur og fer, þegar hann vill og hefir alltaf gert það. Ég veit ekki, hvort dyrnar hafa verið læstar eða ekki í nótt . . .“ Hún braut heilann um það, hvort ekki væri um fleiri að ræða. En það var enginn — að undanskildu þjónustufólkinu. Og grunur um það var alveg út i bláinn. „Madge er alveg óskiljanleg. Hún líkist Crystal, en hefir erft dugnað föður síns og til- litsleysi, held ég. Og Madge er aðeins barn. Hún myndi ekki hafa gert sér ljóst, hvað hún hafði gjört. En Madge hefir áreiðanlega ekki byrlað móður sinni eitur! Og heldur ekki Juliet. Hún hafði hvorki hneigð né tækifæri til þess — nei, Andy, við skulum halda okkur að staðreyndunum.'* „Þú hefir rétt að mæla,“ sagði Andy. „Við skul- um sjá: Hver getur sannað fjarveru sina á þeim tima þegar Juliet hefir verið gefið eitrið ? Hvern- ig komst hún inn? Hversu lengi hafði hún verið hér, þegar Gross fann hana? Hver sá hana hér? Hvað vissi hún?“ „Steven getur sannað sakleysi sitt," sagði Jill allt í einu. „Ég heyrði hann leika. Jú ég veit, að hann var allan tímann uppi í músikherberg- inu.“ „Ég held — mig langar til að tala dálítið við Gross," sagði Andy. „Má ég hringja á hann?" . IX. KAFLI Gross stóð í dyrunum. „Hringdi frúin?“ Hin sviplausu augu hans tóku eftir hverju smáatriði og hann heyrði hið alvarlega samtal þeirra, sem lyktaði um leið og hann opnaði dym- ar. „Gross, það-eru nokkur atriði varðandi atburð- ina í gær, sem frú Hatterick vill gjaman fá upp- lýsingar um. Viljið þér gjöra svo vel að loka dyrunum á eftir yður." Gross hlýddi, lokaði dyrunum hljóðlega og gekk inn í stofuna. Hann var eins og alltaf áður ákaflega virðulegur í röndóttu, stífpressuðu bux- unum og svarta jakkanum, sem ekki tókst að hylja stóra ístruna, og sviplaus augun, sem sáu allt. Daginn áður hafði hann verið hræddur og ruglaður. Nú var hann aftur orðinn sjálfum sér líkur, óaðfinnanlegur og hjálpfús. „Að því er okkur skilst, Gross, vomð það ekki þér, sem hleyptuð ungu stúlkunni inn í gær?“ „Nei, það var ekki ég.“ Andy stóð upp, gekk að skrifborðinu og tók sér sigarettu úr öskjunni og settist því' næst I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.