Vikan


Vikan - 24.10.1946, Side 4

Vikan - 24.10.1946, Side 4
4 VIKAN, nr. 43, 1946 Konan með rauða sjalið. SMÁSAGA EFTIR HENRY WALES. jónninn í matsöluvagninum bar á borð fyrir okkur tvö, há kristalsglös og eina flösku af ískældu vodka. Um leið og hann hellti hinu litlausa vodka í glösin okkar, féll aska af sígarettunni hans ofan á dúk- inn. Hann strauk hana burtu með borð- þerrunni og fór. „Ég get aldrei vanið mig við þjóna, sem reykja við vinnu sína, læknir,“ sagði ég við klefafélaga minn, sem hafði orðið mér samferða í matsöluvagninn, til að fá sér hressingu. „Áróður, kæri vinur — til að sýna okkur útlendingunum, hvernig nýja stjórniij hefir algjörlega afmáð allan stéttamismun,“ sagði læknirinn á lýtalausri ensku. „Og það sem verra er — þá hafa þeir spillt heimilislífi fólksins. Karlmaður og kona búa saman einungis af því, að það er þeim hagkvæmara og til barna sinna bera þau enga ást. Börnin kæra sig heldur ekki um foreldra sína. Það má segja að móður- eðh konunnar hafi verið kæft niður.“ „Móðurástina er aldrei hægt að þurrka burt úr hjarta konunnar,“ svaraði ég stuttlega. Við sátum í matsöluklefanum í hrað- lest, sem var á leið yfir Síberíu. Nokkrir liðsforingjar sátu við borð, hinum megin við ganginn, og leðurlykt af háum stíg- vélum þeirra barst yfir til okkar. Tvöfald- ar gluggarúðumar voru allagðar. Úti á sléttunum hlaut að vera að minnsta kosti þrjátíu stiga frost. Hátt blístur benti til þess að eimlestin væri að nálgast ein- hverja viðkomustöðina. „Það er komið miðnætti!" Læknirinn leit á armbandsúrið. „Getur þetta verið Irhutsk?" „Cheremklwo — næsta stöð á undan,“ svaraði ég, um leið og ég hafði litið í lest- aráætlunina. „Væri ekki ágætt að teygja svolítið úr sér?“ Það var snjókoma og feykti vindurinn haglkornunum illskulega framan í mann, þegar út kom. Mér leið vel í þykku skinn- úlpunni og dró ég loðhúfuna niður fyrir eyrun. Þarna á stöðinni var heill hópur manna, bæði einkennisbúnir hermenn með skamm- byssur við beltið og klunnalegir bændur — ósköp svipað fólk og maður var vanur að sjá á litlum járnbrautarstöðvum í Síberíu. Það voru einkum bændurnir og skyldu- lið þeirra, sem drógu að sér athygli mína. Alls staðar var það, bæði í biðsalnum og úti á stöðvarstéttinni, þar sem það húkti undir veggjunum, til að skýla sér fyrir vindinum. Heilu f jölskyldurnar þrýstu sér þarna saman til að halda á sér hita. Fátæk- lega var það klætt og á höfðinu bar það loðhúfu úr lambsskinni. Dögum saman og jafnvel í nokkrar vikur beið það þess að fá far með troðfullum lestunum. Um leið og lestin var numin staðar þaut það frá vagni til vagns til að leita sér að stað, þar sem það gæti troðið sér inn. Þjónar og eftirlitsmenn tóku sér stöðu við allar dyr og vörnuðu þessum veslingum inngöngu. Þegar blásið var til brottferðar kom hópur manna gangandi eftir lestarpallin- um — sex tötralegir og alskeggjaðir menn, hlekkjaðir um fætur og með ábreiðudrusl- ur undir handleggnum. Fjórir hermenn, vopnaðir byssustingjum, komu á hæla þeim. Loks eltu nokkrir bændur, konur og börn — og sumt af því grátandi og vein- andi. Það skrölti í þungum hlekkjunum, þegar fangarnir klifruðu upp í farangursvagn- inn, og varðmaðurinn gaf stuttar, snöggar skipanir. Um leið og síðasti fanginn ætlaði að klifra upp í vagninn, kvað við kvenmanns- óp. Rautt sjal konunnar flaksaði til í vind- inum og hún hélt á litlum dreng, sem hún þrýsti ákaft upp að sér. Með hinum hand- leggnum ruddi hún sér leið á milli her- I VEIZTU — ? | H ! I I | 1. Fyrir hvaða land keppti Errol Flynn I á Olympíuleikunum 1928 og í hvaða f íþrótt tók hann þátt? I 2. Hvað er ámusótt? = I 3. A hverju þekkist karrinn frá rjúpunni ? I ! 4. Hvaða íslenzk bók hefir oft verið nefnd | Leirgerður ? = = 5. Hver er Schalom Asch? | 6. Hvað þýðir orðið „ponet?" I 7. Hvar er þessi setning: Þér megið ekki i framar hegða yður eins og heiðingj- | amir hegða sér í hégómleik hugskots | i síns ? | m •• | 8. 1 hvaða tveimur málum er bókstafur- ! inn á notaður? | ; 9. Hver er næst stærsta borg á Italíu? \ f 10. Hver sagði þetta: „Frakkland hefir | tapað í orustu, Frakkland hefir ekki f tapað stríðinu"? Sjá svör á bls. 14. mannanna, varpaði sér um hálsinn á fang- anum og þrýsti vörunum að skeggjuðum munni hans. Hún reyndi að klifra á eftir honum upp þrepin, þegar honum var skip- að að fara inn í vagninn, en hermennirnir hrintu henni hranalega til hliðar. Fanginn hvarf nú inn á eftir félögum sínum og konan veifaði til hans með vetlingaklæddri hendi. Lestarstjórinn læsti vandlega vagnhurð- inni á eftir lækninum og mér, og lestin mjakaðist hvæsandi og stynjandi út af stöðinni. Við pöntuðum aðra flösku af Vodka inni í matsöluvagninum og fengum eld í vindlana okkar. „Þetta voru menn, sem stjórnin hefir látið taka fasta vegna stjórnmálaæsinga,“ sagði læknirinn. „Frá Irkutsk verða þeir látnir ganga til gullnámanna við Lena- fljótið, þar sem þeir verða svo látnir vinna.“ „Þarna var þó fjölskylda, sem tók sárt að skilja!“ sagði ég. „Rússar elska átakanlega atburði,“ svar- aði læknirinn. „Hér áður fyrr gátu eigin- konur og börn farið með pólitísku föngun- um í útlegðina. Þau urðu svo landnemar keisaradæmisins. En þessi kona, sem þér kennduð svo í brjósti um, mun bráðlega giftast öðrum manni og koma barninu á stofnun, þar sem ríkið mun sjá fyrir upp- eldi þess. Þér megið vera viss um, að allt sem nefnist innilegt f jölskyldulíf og traust hjónaband er horfið með hinni nýju stjórn.“ Lestarstjórinn stóð á ganginum og reyndi að þýða frostið á glerinu í vagn- hurðinni, til þess að hann sæi út. Að síð- ustu heppnaðist honum að fá gagnsæan örlítinn blett. Hann gægðist út, en benti síðan æstur á eitthvað, sem hann sá og tautaði óskilj- anlega þýzku. Ég rak nefið upp að rúðunni og skimaði út. Fyrir utan, fast upp við vagndyrnar, sá ég kvenveru, sem breiddi út faðminn og hélt í látúnshöldin, sitt hvoru megin við dyrnar, og sem farþegarnir grípa í, þegar þeir eru að stíga upp í vagninn. Sú hlið konunnar, sem sneri frá hurðinni var hulin íslagi og fyrir vitum hennar voru klakaströnglar. Lestarstjórinn hrópaði inn í matsölu- vagninn og nokkrir þjónar komu hlaupandi og tóku að rykkja í hurðarhúninn, en hurðinni varð ekki þokað. Maður með olíulampa kom í fylgd með lækninum. Að lokum tókst lestarstjóranum að hrinda hurðinni upp — en hún gekk inn í vagninn. I birtunni frá lampanum sáum við konuna með rauða sjalið og drenginn hennar. Þarna stóð hún á neðsta vagnþrepinu, með drenginn skorðaðan á milli hnjánna á sér, svo að hann fengi bæði skjól og yl af líkama hennar. Drengurinn var borinn varlega inn í Framh. á VLs. lk-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.