Vikan


Vikan - 24.07.1947, Side 2

Vikan - 24.07.1947, Side 2
2 VIKAN, nr. 30, 1947 PÓSTURINN • Kæra Vika! Við erum hér tvær vinkonur. Við sáum myndina „Ali Baba og hinir 40 ræningjar". Er Jon Hall íslenzkur, ef ekki, hverrar þjóðar er hann þá? Er hann giftur? Er Turham Bey giftur ? Með fyrirfram þökk. J. G. S. Svar: Við vitum ekkert annað um uppruna Jon Hall en það, að hanr er fæddur i Presno í Kaliforníu 1911, Hann er kvæntur Frances Langford. Turham Bey er ókvæntur. Kæra Vika'. Viltu nú ekki vera svo góð 04 segja mér eitthvaö um leikaranft Jennifer Jones og Robert Walker. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. I. K. Svar: Jennifer Jones er fædd 2. marz 1919 í Tulsa í Oklahóma í Bandaríkjunum. Hún var gift Ro- bert Walker og átti með honum tvö böm. Vann áður við útvarp og heitir réttu nafni Phyllis Isley. — Robert Walker er fæddur 13. október í Salt Lake City, Utah, og starfaði þar við útvarpsstöð. Hann hefir mikið yndi af að safna fáséðum, gömlum hús- gögnum. Síðustu myndir hans em: „Since You Went Away“, „See Here, Pvt. Hargrove", „The Clock" og „Her Highness and the Bellboy". Kæra Vika! Geturðu sagt mér hvað þarf háan aldur til að mega aka reiðhjóli með hjálparvél, og ennfremur hvort borga þarf nokkum vegaskatt af þeim. Og helzt að segja mér hvað þau muni kosta. Hvemig finnst þér skriftin? Með fyrirfram þökk. Sveitamaður. Svar: Til þess að mega aka reið- hjóli með hjálparvél þarf samskon- ar próf og við akstur mótorhjóls. Skal það tekiö hjá Bifreiðaeftirlitinu eða einhverjmn, sem til þess em skip- aðir. Aldursmarkið er 18 ár, Vega- skattur er 60 krónur á ári, en auk þess er iðgjald af ökutryggingu. — Hjólin munu ekki fáanleg núna, en kostuðu um 1700 krónur. Skriftin er læsileg og ekki ósnotur. Kæra Vika! Vegna þess að þú hefir svo oft og margsixmis leyst vel og dyggilega úr spumingum mínum og annarra langar mig enn einu sinni til að kvabha á þér. Málefnið er, að mig og vin minn langar ákaflega til að komast í bréfasamband við unga Is- lendinga í N.-Ameríku, helzt í Winni- peg. Er ekki eitthvert blað er getur komið þess háttar á framfæri. Við væntum svars í næsta blaöi. Fyrirfram þakklæti. Hnífsdælingur. Svar: Reynið aö skrifa vestur-ís- lenzku blöðunum, t. d. Heimskringlu. Heimilisfang hennar er: 853—855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada. Halló Vika! Þú, sem allt veizt. Viltu gera svo vel og veita okkur svar við neðan- greindum spumingum. Hvað er meðail kvenmaður hár? Og meðal karlmaö- ur ? Fyrirfram þakkir. Fjóla og Lilja. Svar: Meðalhæð íslenzkra karla er talin 173 cm., en kvenna 10 ona. minna. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. (Þær beiðnir um bréfasamband, sem sendar vom til okkar áður en ákveð- ið var að taka greiðslu fyrir að birta þau þarf auðvitað ekki að borga). Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska aö komast i bréfasamband: María Jónsdóttir (17—19 ára), Vest- urgötu 77, Akranesi. Soffía Lárusdóttir (15—18 ára), Mjóstræti 1, Siglufirði. Jóna Ragnarsdóttir (14—17 ára), Eyrargötu 3 B, Siglufirði. Björg Þorleifsdóttir (12—15 ára), Grundargötu 19, Siglufirði. Guðrún K. Jakobsdóttir (13—15 ára), Efri-Sandvík, Grímsey. Inga B. Óladóttir (14—16 áa-a), Sveinsstöðum, Grimaey. Guðrún A. Kristjánsdóttir (15—17 ára), Sjálandi, Grimsey. Rósa Jóhannsdóttir (16—18 ára), Sjálandi, Grímsey. Tækifærisgjafir Gottsveinn Oddsson úrsmiður. - Laugavegi 10. (Gengið inn frá Bergstaðastr.) Ferðaskrifstofa ríkisins gefur ferðamönnmn upplýsingar um allt, sem lýtur að ferðalögum, skipuleggur og efnir tii orlofs- og skemmtiferða. Skrifstofan starfar einnig á Akureyri um sumartímann og er þar í húsinu nr. 5 við Strand- götu. Sími 475. I Reykjavík er skrifstofan við Amarhólstún. Sími 1540 (þrjár línur). Ferðaskrifstofa rikisins. Þetta er 60 manna Skoda-diesel strætis- og langferðabifreið, mjög mikið notaðar um alla Evrópu. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.