Vikan


Vikan - 24.07.1947, Síða 3

Vikan - 24.07.1947, Síða 3
VIKAN, nr. 30, 1947 3 Allt milli himins og jarðar fæst á Petticoat Lane, og allir sölumennimir keppast um að lofa vörur sínar sem hæstum rómi. Grammofónar gjalla, leikfangabumbur eru barðar, lúðrað þeyttir, hjólhestabjöllum hringt og útvarpstæki glymja. Þessi mynd er af leikfangasala. Þessi mynd er frá Petticoat Lane og sjást vörupallarnir til beggja handa. Götulíf í London. Petticoat Lane líkist engri annarri götu í London, og naumast nokkurri annarri götu í víðri veröld. Gakktu með mér 20 metra niður eftir stígnum, og þú munt heyra töluð 20 tungumál í kringum þig. Gakktu 30 metra og þú munt geta keypt gullúr, buxur, tinsoldáta, pils, grammofóna, skóreimar og steiktan ál. Gakktu 40 metra og þú munt verða fyrir pústrum og hrindingum í bak og fyrir og á báðar hliðar og rödd þín mun drukkna í ópum sölufólksins. Þú færð hellur fyrir eyrun af hróp- um feita mannsins, sem selur heimsins beztu skorpusteik, og svarthærða stúlkan með tinnu- svörtu augun og gullhringana í eyrunum slær þér glýju í augu með litskrúðugu höfuðklútun- um, sem hanga á stalli hennar. Hinum megin götunnar þrýst- ir hrokkinhærður negri dós með tanndufti í vasa þinn, áður en þú færð ráðrúm til varnar. Ef Framhald á bls. 4. Kéngur kúrekanna Roy Rogers og gullþjófarnir. a™*. *• blaöi). Roy hittir stúlku, sem segir honum, að tveir þjófar hafi sært föður henn- ar, og séu á leiðinni til að löghelga sér landsvæði, þar sem faðir hennar fann gull. 1. Roy þeysir áfram á Þjósta og augu hans skjóta neistum. „Þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, Þjósti,“ segir hann. ,,Ef við fylgj- um þessum stíg, getum við komist í veg fyrir þá hjá Grenilóni." 2. Vegurinn er grýttur, en Roy skeytir því engu. Allt í einu sér hann tvo kumpána á sleða úti á ísnum, á að gizka fimmtiu metra í burtu. Roy dregur upp skammbyssuna sina og spennir gikkinn. Skotið ríður af og bergmálar í fjöllun- um í kring. Annar maðurinn hoppar upp í loftið, hrópar upp yfir sig og skjögrar út á ísinn. 3. Roy sér, að þetta ætlar ekki að verða neinn bamaleikur. Hinn maðurinn hefir stöðvað sleð- ann. Svo vindur hann sér við, glottir illilega og dregur upp stóra skammbyssu. Roy geisist áfram og augu hans skjóta gneistum. En þá skeður óhappið. Þjósti hnýtur í snjónum og Roy kastast af baki. 4. 1 svipleiftri sér Roy hatursglampann í aug- um. þorparans, og byssukúla þýtur fram hjá eyra hans. En Roy er ekki á því að gefast upp. Hann notar hraðann af fallinu og lætur sig bruna eftir ísnum, með fæturna á undan, og sparkar fótun- um undan þorparanum, rétt um leið og hann hleypir af öðru skoti. 5. Þetta snarræði bjargar Roy. Kúlan þaut yfir höfuð hans, og um leið og þorparinn missir fótanna, grípur Roy um hann og kastar honum aftur yfir sig. 1 einu vetfangi sprettur Roy á fætur og kastar sér ofan á fjandmann sinn. Eitt vel útilátið högg nægir til þess að afgreiða dónann. 6. „Þessi varð þá endirinn á þokkabragði ykk- ar,“ segir Roy við þorparana nokkrum mínútum siðar, þegar hann er búinn að binda þá. 1 sömu svifum kemur Jóna með sleðann. „Ekki veit ég, hvað ég hefði getað gert án yðar, Roy“ segir hún. „Gleymið þvi!“ segir Roy og roðnar um leið og hann þeysir á brott og kveður.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.