Vikan


Vikan - 24.07.1947, Síða 7

Vikan - 24.07.1947, Síða 7
VIKAN, rxr. 30, 1947 7 Úr ýmsum áttum — Stúlkubam fæddist í Illinois i .Bandaríkjunum, 13 mínútum eftir að móðir hennar dó úr lömun. ! ! ! Blómin líkjast mönnunum að ýmsu leyti. T. d. kvefast þau af dragsúg, ruglast af klóróformi og fyllast af alkóhóli. ! ! ! Sex ára drengur, sem enn er ólæs, flaug með föður sinn í tveggja manna flugvél frá Ohio til Chicago. Berðin gekk að óskum. ! ! ! Munkur nokkur í New Jersey hélt hátíðlegan 89. afmælisdag sinn með því að ganga 85 mílur. ! ! ! Framkvæmdarstjóri verzlunarfé- lags í Kansas City hefir unnið dyggi- lega fyrir félagið í 23 ár, þótt hann hafi ekki enn verið formlega ráðinn til starfsins. ! ! ! Síðastliðinn vetur er fæðuskortur var mikill í Hollandi átu landsmenn 500 milljón blómlauka. ! ! ! Faðir 12 ára drengs i Pittsburgh vandi son sinn af reykingum með þvi að knýja hann til að reykja tvo stóra vindla. Lækningin hreif. ! ! ! 1 frönsku hringleikahúsi var fíll, er þreif regnkápu af einum áhorf- enda og gleypti hana. Siðan náði hann vasabók af öðrum áhorfenda, og gerði loks misheppnaða tilraun til að borða tóman bamavagn. ! ! ! Enskur höfuðsmaður, sem ekki gat fengið far til Ástralíu fyrir konu sína og börn, tók það ráð að kaupa sér gamla sprengjuflugvél og flaug sjálfur með fjölskylduna. ! ! ! Þegar húsfreyja nokkur í Kansas opnaði ísskápinn sinn og teygði hönd- ina eftir eggjabauknum, tók hún fram samskotabauk kirkjunnar, full- an af peningum. Hún hafði tekið hann í misgripum. ! ! ! 1 fyrravetur var eitt sinn svo kalt í New York-fylki að köttur, er hafði klifrað upp í tré sat þar fastur og varð að þýða hann lausan, því skott- ið hafði frosið við tréð. ! ! í í New York fæddist’barn sem var aðeins rúmlega 2 pund. Móðirin gat klætt það í brúðufötin, sem hún hafði ætlað dótturinni að leika sér að er hún stækkaði. Drengurinn: Gerðu svo vel að pakka þessu inn; ég ætla að senda unnustunni það! 1. En meðan Páll beið þeirra í Aþenu, fylltist andinn í brjósti hon- um sárri gremju, er hann sá að borg- in var full af skurðgoðum. 1 sam- kunduhúsinu átti hann því tal við Gyðinga og guðsdýrkendur, og á torginu dag hvem við þá, sem urðu á vegi hans. 2. En Páll stóð á miðri Aresarhæð og tók til máls: Aþenumenn, þér komið mér svo fyrir sjónir, að þér í öllum greinurp séuð miklir trúmenn, þvi er ég gekk hér um og skyggndist eftir helgidómum yðar, fann ég með- al annars altari, sem á var ritað: „Ókunnum guði.“ Það sem þér nú dýrkið óafvitandi, það boða ég yður. 3. Eftir þetta fór Páll úr Aþenu og kom til Korintu. Og þar fann hann fyrir Gyðing nokkum, Akvilas að nafni, ættaðan frá Pontus, nýkominn frá Italíu og Priskillu konu hans, því að Kládíus hafði skipað svo fyrir að allir Gyðingar skyldu fara burt úr Kóm. Hann fór til þeirra, og af því að báðir stunduðu sömu iðn, settist hann að hjá þeim, og þeir unnu saman, því að iðn þeirra var tjald- gjörð. 4. En þegar Gallion var landsstjóri í Akkeu, risu Gyðingar með einum huga gegn Páli og drógu hann fyrir dómstólinn .... Gallion sagði við Gyðingana: Ef hér væri um nokkuð saknæmt eða eitthvert ódæði að ræða, þá væri ástæða fyrir mig að sinna yður .... og hann rak þá burt frá dómstólnum. Veiztu þetta — ? (Efst t. v.): Einn af stærstu minnisvörðunum um Frelsisstrið Bandaríkj- anna er hinn 100 metra hái steinturn, sem reistur var til minningar um omstuna við Bennington, er háð var í ágúst 1777. Orustan réði úrslitum í stríðinu á þessum slóðum, — (Efst t. h.): Brezka sjóhetjan Nelson var aðstoðarflotaforingi, þegar enski flotinn gerði árásina á Kaupmannahöfn 1801. Hann stjómaði árásinni á borgina. Um skeið leit út fyrir, að Englend- ingar mjmdu tapa omstunni. Gaf yfirflotaforinginn þá Nelson merki frá skipi sínu um að hann skyldi hætta orustunni. Nelson var blindur á öðru auga, og þegar honum var bent á merkið frá skipi yfirflotaforingjans, brá hann kíkinum fyrir blinda augað og sagði: ,,Ég sé ekkert merki." Síðan hélt hann áfram orustunni og vann hana. — (Neðst t. h.): Sprengiafl benzíns er talið 83 sinnum meira en dýnamitb. (I miðju): Af hverju blika stjömumar? Það em hitabylgjur frá jörðinni, sem orsaka blik stjamanna. Ameriskur kolanámumaður með litla drenginn sinn í leikfangabúð. Báðir virðast ánægðir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.