Vikan - 13.05.1948, Síða 7
VIKAN, nr. 20, 1948
7
Upphaf viðleitninnar
að sköpun alþjóðamáls.
Framliald af bls. 3.
kerfisbundinni og rökfræðlegri flokkun
þeirra bendinga og tákna, sem mannkynið
á sameiginleg. Árið 1668 kom út rit eftir
enska biskupinn John Wilkins, sem hann
nefndi „An Essay Towards a Real Char-
acter and Philosophical Language." IJtó-
píuhöfundurinn Thomas More (1516) og
Denis Vairasse (1677) gerðu frumdrög að
framtíðarmáli. Fourier og Cabet glímdu
einnig við þetta sama viðfangsefni. Á tím-
um stjómarbyltingarinnar miklu í Frakk-
landi kom fram sérstaklega athyglisverð-
ur f jöldi tillagna í sömu átt. En ónóg þekk-
ing á eðli tungumála og þróunarleiðum
þeirra var það, sem kom í veg fyrir, að
fram kæmu raunverulega framkvæman-
legar tillögur um alþjóðamál, því að hin
óhvikula skynsemishyggja byltingartíma-
bilsins leit svo á, að tungan væri þjóð-
félaginu óháð, bæði fyrirkomulagi þess og
tilveruskilyrðum. En þrátt fyrir það var
þessi viðleitni nauðsynlegur undirbúning-
ur, bæði hvað rannsóknir og tilraunir snerti
og án þeirra hefði lausn vandamálsins ekki
reynzt möguleg.
Max Miiller (Fyrirlestrar um málvísindi,
2. bd.) sýni fram á, eins og Wilkins gerir
að lokum, með hvaða móti vandinn hljóti
að verða leystur, sem sé með ,,orðmáli“,
og ef menn hefðu strax hallazt að þeirri
lausn vandamálsins, hefðu þeir getað spar-
að sér 200 ára langa, árangurslausa glímu
við myndleturshugmyndina. Beher, And-
reas Múller, G. Berger og margir fleiri,
gerðu tilraunir, sem hníga í sömu átt. Síð-
astur á 18. öldinni er Sigard, frægur dauf-
dumbrakennari, sem sendi frá sér mynd-
letur árið 1798. Letur þetta var sérstak-
lega glöggt og skýrt aflestrar, en óhemju
erfitt viðfangs.
Á 19. öldinni voru það ekki eingöngu
einstakir menn, sem áhuga höfðu á al-
þjóðamálshugmyndinni, heldur einnig
stærri hópar manna, sem unnu ötullega að
framgangi ýmissa nýrra vísindagreina. Af
því leiddi það, að mörg kerfi ýmisskonar
alþjóðlegra merkjamála voru upp tekin,
svo sem t. d. ljósmerki vitanna (1865),
sjómerkjakerfið (1871), tugflokkunarkerf-
ið í bókasöfnum o. s. frv. Af þessu leiddi
einnig hin aukna mergð tillagna um plan-
mál, sem fram kom á síðari hluta 19. ald-
‘ arinnar.
Vert er að geta síðustu tillögunnar um
merkjamál, sem eitthvað kvað að, en þá
tillögu átti Antono Bachmaier, og kom
hún fyrir almenningssjónir árið 1852. Var
hún að nokkru leyti byggð á talnamerkj-
unum. Serbinn Moseo Paic gerði tölum-
ar að grundvelli merkjamáls síns og orð-
um máls þess, er hann síðar samdi á gmnni
hins fyrrnefnda, en þetta kerfi náði engri
teljandi útbreiðslu, frekar en önnur slík.
Talnakerfi Bachmaiers var einfalt með af-
brigðum, því það byggist á notkun 9 al-
mennra og 6 sérstakra merkja. Ýmsar
ríkisstjórnir voru jafnvel farnar að veita
því athygli, og horfur voru á almennu
þingi um málið, sem fram átti að fara í
París, en þrátt fyrir allt féll fyrirtækið
um sjálft sig. Og hvers vegna? Enda þótt
látið væri í veðri vaka, að erfiðar f járhags-
ástæður hefðu komið í veg fyrir þing-
haldið og orðið málinu að falli, er hinna
raunverulega orsaka þó miklu dýpra að
leita. Þær felast í kerfinu sjálfu, sem var
byggt á sandi, eins og öll þau kerfi, sem
fram höfðu komið undanfarin 200 ár, því
að það reyndist mestum erfiðleikum bund-
ið að finna einfaldasta og auðveldasta
kerfið. Og að lokum, eftir 200 ára langa,
erfiða baráttu, hefur komið fram tillaga,
sem getur orðið upphaf að glæsilegra tíma-
bili í menningarlífi þjóðanna en flestir aðr-
ir stórviðburðir mannkynssögunnar hafa
haft í för með sér; tillaga, sem getur
haft hinar blessunarríkustu afleiðingar
fyrir djúpsætt innihald sitt, og þessi til-
laga er alþjóðamálið, sem dr. Zamenhof
fann upp og nefndi Esperanto.
3. mynd. ... þá svaraði Elifas frá . .. Fyrir því tek ég orð mín aft-
Teman og mælti: ur og iðrast í dufti og ösku.
... Að því, er ég hefi séð: þeir 4. mynd. En Drottinn blessaði síð-
sem plægðu rangindi og sáðu óham- ari æfiár Jobs enn meira en hin fyrri
iug'jUi — þeir einir hafa uppskorið . .. Hann eignaðist sjö sonu og þrjár
það. • dætur.
... Þá svaraði Job Drottni og sagði:
PÓSTURINN.
Framhald af bls. 2
2. Tilbúning af stangasápu. (Helzt
soðinni).
3. Tilbúning af blautsápu.
Vonast eftir svari sem fyrst.
Með fyllsta þakklæti.
Fáfróð kona.
Svar: Hér er uppskrift af sápu,
er bæði má nota sem handsápu og
stangasápu (í þvott og til upp-
þvotta):
1 staukur af vítissóta (Red Seal
Lycons), sem fengizt hefir hér í
verzlunum, (380 grömm) er leystur
upp í 1 y2 lítra af köldu vatni í járn-
eða emailleruðu íláti, og hrært í á
meðan sódinn er að leysast upp. Vatn-
ið hitnar við það að vítissótinn leysist
upp í því. Upplausnin er látin kólna.
TJrgangsfeiti, mör eða tólg er brædd
og soðin í tvöföldu magni sínu af
vatni. Fimm pund af bráðinni feit-
inni eru veidd ofan af og látin kólna,
þó ekki svo mikið, að hún storkni.
Volgri sódaupplausninni er hellt hægt
í volga feitina og hrært stöðugt í
tíu mínútur. Því næst er blöndunni
hellt í málm- eða tréílát, og það látið
standa á hlýjum stað í tvo daga. Þá
er sápan orðin storkin, en þó mjúk
og má skera hana í bita.
Kæra Vika mín!
Vilt þú gera svo vel og gefa mér
upplýsingar um það, hvernig ég á
að fá hárið á mér fallegt. Eg nota
varla aldrei hatt, en hárið á mér er
alltaf svo þunnt og feitt. Hvað get
Biblíu-
myrndir
1. mynd. Og Drottinn mælti til
Satans: Veittir þú athygli þjóni mín-
um Job? Því að enginn er hans líki
á jörðu, maður ráðvandur og rétt-
látur, guðhræddur og grandvar. Og
Satan svaraði Drottni og sagði: Ætli
Job óttist Guð fyrir ekki neitt? Hef-
ir þú ekki lagt skjólgarð um hann,
hús hans og allt, sem hann- á. ... En
rétt þú út hönd þína og snert þú allt,
sem hann á, og mun hann formæla
þér upp i opið geðið. Þá mælti Drott-
inn til Satans: Sjá, veri allt, sem
hann á, á þínu valdi; en á sjálfan
hann mátt þú ekki leggja hönd.
2. mynd. ... Nautin voru að plægja
og ösnumar voru á beit rétt hjá þeim;
gjörðu þá Sabear athlaup og tóku
þau . .. Eldur Guðs féll af himni og
kveikti í hjörðinni og sveinunum og
eyddi þeim ... Kaldear fylktu þrem-
ur flokkum, gjörðu áhlaup á úlfald-
ana og tóku þá ... Synir þínir og
dætur átu og drukku vín í húsi elzta
bróður síns; kom þá skyndilega felli-
bylur austan yfir eyðimörkina og
lenti á fjórum homum hússins, svo
að það féll ofan yfir sveinana og þeir
dóu.
Þá stóð Job upp og reif skikkju
sína og skar af sér hárið, og hann
féll til jarðar og tilbað:
. . . Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri nafn Drottins.
ég gert við þessu? Ég vonast eftir
svari sem fyrst. Hvernig er skriftin
mín? Anna Stina.
Svar: Þykkt eða þunnt hár er
eðliseinkenni, sem erfitt er að breyta.
Fita næst ekki úr hárinu öðruvísi
en að þvo það með góðu hárdufti
(shampoo) eða bera í það hárvatn
1 bókinni „Fegrun og snyrting" er
gefin eftirfarandi uppskrift á hár-
vatni til að eyða fitu:
Camphonae ............ 2 g.
Chloral. hydrat......... 7 g.
Spirit. dilut. ad. . . . 300 g.
Aetherol Lavendul gtt. 3 g.
Skriftin er ekki góð og réttritun-
inn heldur ekki.