Vikan


Vikan - 29.07.1948, Side 13

Vikan - 29.07.1948, Side 13
VIKAN, nr. 31, 1948 13 HÖLLIN MERKILEGA BAR NASAGA Það var á þeim tímum, þegar dís- ir voru enn uppi, að saga þessi gerð- ist. Segir hún frá lítilli stúlku, er bar auknefnið ,,prinsessan“. Allir nefndu hana svo, þó að hún væri ekki kóngsdóttir. Þessi litla stúlka var ekki ánægð, þó að hún ætti ástríka foreldra og indælt heimili. Dag nokk- um, er hún var úti á göngu, mætti hún álfi. ,.Góðan daginn,“ sagði álfurinn. „Góðan daginn," svaraði „prins- essan“. „Þú ert ekki glaðleg," mælti álf- urinn. „Viltu ekki segja mér hvað að þér amar?" Litla stúlkan hugsaði sig um. Svo sagði hún álfinum þetta: „Þegar ég borða kökur, fæ ég of lítið, og mig langar i meira. Þegar ég fæ nýjan kjól, er ég látin ganga of lengi í honum. Þegar mig dreymir, vakna ég æfinlega þegar draumurinn er sem skemmtilegastur." ,,Vesalingurinn,“ sagði álfurinn. „Ég mun fara með þig til hallar- innar merkilegu.“ ..Litla stúlkan svaraði: „Ég hefi aldrei heyrt hennar getið. Er langt þangað ?“ ..Ekki tel ég það,“ svaraði álfur- inn. „Við förum gæsagötuna." Þau mættu fjölda gæsa. Þær voru allar grænar: ljósgrænar, sægrænar, eplagrænar, gulgrænar, grænflekk- óttar o. s. frv. Þær voru ekki falleg- ar. Gömul gæs hrópaði til gæsarung- anna: „Komið ekki i nánd við litlu stelpuna. Hún bitur og rífur." Álfurinn mælti: ,,Þú skalt ekki ergja þig á því sem gæsimar segja. „Það er aldrei heil brú í því, sem gæsir þvaðra.“ Svo komu þau að höllinni merki- legu. Hún stóð í fögrum skógi. Um- hverfis höllina var há jámgirðing. Steplan mælti: „Ég vissi ekki að höll væri svo nærri heimili minu.“ Álfurinn svaraði: „Hún er ekki nærri heimili þínu. Við höfum farið langa leið. Hvert skref okkar er langt, eða. fleiri tugir kílómetra. Á gæsa- stígnum gerir hvert skref 87 kíló- metra..“ — Úti fyrir höllinni stóðu þrír menn i silfurherklæðum. Þeir hrópuðu: „Þið fáið ekki inngöngu!" „Bull,“ sagði álfurinn. Svo gengu þau inn í höllina. Á fyrstu hurðinni, er þau komu að, stóð letrað: Vegur- inn til randabrauðsherbergisins. Þann veg fóru þau fyrst. ..Randabrauðsköku handa litlu stúlkunni," sagði álfurinn. Lítill, feit- ur maður kom með hluta af randa- brauði. „Æ, ó, um, um,“ sagði litli r.iað- urinn. Það var meðaumkun í c.'ip hans. Prinsessan beit vænan bita af kök- unni. Hún var afar bragðgóð. Það var sem hunangi, súkkulaði, jarðarberja- mauki, ís, rjóma og ýmsu öðru góð- gæti hefði verið blandað saman. „Ef þú borðar meira af kökunni, verð- urðu að ljúka henni,“ sagði álfurinn. Stelpan svaraði: „Ég vil meira, miklu meira.“ „Æ, ó, um, um,“ sagði litli, feiti maðurinn. Annar bitinn var ekki eins bragð- góður og sá fyrsti. Það var skó- svertubragð að honum. Þriðji bitinn var miklu verri á bragðið. Hann var eins og rúgbrauð bleytt í ediki. „Nú vil ég ekki rneira," sagði ,,prinsessan“. En þá komu fjórir hermenn og hrópuðu: „Hér verða menn að borða allt.“ Mennimir voru svo reiðilegir á svip, að vesalings litla stúlkan neydd- ist til að borða það, sem eftir var af kökunni. En bragðið af því var eins og af fóðurull vættri í olíu. Svo fór álfurinn með „prinsses- una“ í næsta herbergi. Það var auð- kennt með þessari áletrun: „Nýir kjólar". Þama voru sextán klæðsker- ar, og sýndi hver þeirra stelpunni nýjan, fallegan kjól. Fyrsti kjólinn, sem hún „mátaði", var ljósgulur og lagður silfri. Hún speglaði sig og var mjög hrifin. En varla hafði hún litið á stóra spegilinn, þegar allir klæðskeramir hrópuðu: „Úr kjóln- um. Hann er ekki framar nýr.“ Þeir fóru ómjúkum höndum um hana, er þeir klæddu hana úr Ijósgula kjóln- um og í annan, sem var blár og miklu fegurri. En varla hafði hún litið i spegilinn, þegar sagan endurtók sig. Skraddarnir öskruðu allir: „Úr kjóln- um. Hann er ekki framar nýr.“ Vesalings „prinsessan" varð að fara i alla kjólana og úr þeim í hvelli. Og meðferðin var ekki góð. Hún var fegin, þegar þessu var lokið og hún komin í sinn eigin kjól. Þá öskruðu allir klæðskerarnir: „Rekið hana út. Við viljum losna við hana samstund- is.“ Þegar litla stúlkarj var komin út úr herberginu, kom álfurinn til hennar, og fór með henni að næstu dyrum. Yfir þeim stóð áletrunin: „Draumaherbergið. Allir indælir draumar dreymast hér til enda.“ „Hvaða indælan draum dreymdi þig síðast, sem þú vildir fá fram- hald á?“ spurði álfurinn. Litla stúlkan svaraði: „Ó, mig dreymdi svo indælan draum í nótt sem leið. Mig dreymdi' að fögur kóngsdóttir gæfi niér nýja bniðu og byði mér í veizlu í höllinni. Ég var komin í veizluna og ætlaði að fara að borða jarðarberjaís. Ég var að bera fyrstu skeiðina upp að munn- inum þegar ég vaknaði. " Álfurinn svaraði: „Þennan draum skal þig dreyma, og þar til honum er lokið.“ Svo lagðist litla stúlkan á mjúkan legubekk, sofnaði og dreymdi J)enn- an draum. Kóngsdóttirin gaf henni brúðuna og bauð henni til veizlu í höllinni. En að þessu sinni vaknaði hún ekki þeg- ar hún ætlaði að fara að borða jarð- arberjaísinn. Hún borðaði ísinn, og hann var afar góður. En nú breytt- ist draumurinn skyndilega og varð óskemmtilegur. Brúðan barði hana í andlitið. Kóngsdóttirin kom þá og mælti: „Ég bjóst við því að þú værir hálfgert vandræðabarn. Og það kemur í ljós á þessu, að þú hefir reitt brúðuna til reiði. Nú verður þú látin í fangelsi, eins og annað vont fólk.“ Það var svo farið með litlu stúlkuna í sóðalegt fangelsi. Brúðan fór með og hélt áfram að berja hana í andlitið. Hún hékk ekki aðra fæðu en þurrar skorpur. Draumurinn varð ekki lengri. þvi álfurinn kom og vakti hana. Hann mælti: „Langar þig til þess að dreyrna þennan draum aftur?" „Nei, nei. Hann er hryllilegur. Bar- smiðar og fangelsi og því um líkt. Ég hefði átt að vakna áður en ég borðaði ísinn." „Gott er það,“ sagði álfurinn. „En nú er bezt að halda heimleiðis.“ Þegar þau voru að fara, komti allir klæðskeramir og vildu láta hana máta kjólana aftur. Álfurinn stöðv- aði þá, svo þau komust fram hjá þeim. Svo kom maðurinn með randakök- una og bauð henni bita. „Ó, ó, um, um,“ sagði hann. Álfurinn bandaði honum frá þeim. Úti fyrir dyrunum stóðu herklæddu mennimir og vom þungir á brún. „Þetta er heimsk stelpa,“ sagði einn þeirra. „Hún hafði óskað sér alls þessa," sagði annar. „Hún kom til að gera mönnum ó- næði,“ sagði sá þriðji. Þau fóm sömu leið heim. Er þau komu á gæsastiginn, sendu gæsirnar „prinsessunni" hnýfilyrði. „Farðu heim til þín,“ sögðu sumar þeirra. Og stelpan varð glöð, þegar þær hurfu sýnum. Þegar þau komu í nánd við heimili litlu stúlkunnar, tók álfurinn í hönd hennar og mælti vingjamlega: „Kæra bam! Mundu það að borða ekki of mikið af kök- um, og þegar þú færð nýjan kjól, áttu að nota hann eins lengi og móð- ur þinni virðist hæfilegt. Menn geta orðið þreyttir á of miklum iburði og hégómaskap. Og þegar þig dreymir, skaltu gleðjast af því að vakna áð- ur en í óefni er komið. Þú skalt sætta þig við kjör þín og ekki óska þér ýmislegs, sem þér er ekki fengur í. Óuppfylltar óskir standa mörgum fyrir þrifum. Því færri óskir þess betra.. Og vertu heil og sæl!“ Að svo mæltu hvarf álfurinn. Bi blíumyndir. 1. mynd. Fyrir trú fékk Nói bend- ingu um það, sem enn þá var ekki auðið að sjá, og óttaðist Guð og smíðaði örk til undankomu heimilis- fólki sínu. 2. mynd. Fyrir trúna hlýðnaðist Abraham því, er hann var kallaður, að fara burt til staðar, sem hann átti að fá til arftöku, og hann fór burt, vitandi eigi hvert leiðin lá. 3. mynd. Fyrir trú fórnfærði Abraham ísak, er hann var reyndur, og sá fómfærði einkasyni sínum, er fengið hafði fyrirheitin. 4. mynd. Fyrir trú blessaði Jakob er hann var að dauða kominn, báða sonu Jósefs, og laut fram á stafs- húninn og baðst fyrir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.