Vikan


Vikan - 29.07.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 29.07.1948, Blaðsíða 2
2 VIKN, nr. 31, 1948 PÓSTURINN • Svar til „Lóló“: Um þetta efni, sem þér talið um, verður birt grein í Vikunni fyrir haustið. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að gefa mér dá- litlar upplýsingar um Verzlunarskól- ann: 1. Hvað eru margir bekkir í hon- um? 2. í hvaða bekk komast nemendur með gagnfræðaprófi? 3. Hvaða námsgreinar eru kennd- ar þar? 4. Með hvað miklum fyrirvara þarf að sækja tun inntöku í skól- ann? Með fyrirfram þökk. Krummi. Svar: Verzlunarskólinn skiptist í tvær deildir: Verzlunardeild, sem er fjögra ára skóli og í framhaldi af henni lærdómsdeild, sem er tveggja ára skóli og lýkur með stúdentsprófi. Auk þess starfar undirbúningsdeild, sem býr nemendur undir próf inn í skólann. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru þessi: Nemandi gangi undir próf í íslenzku, reikningi, dönsku og ensku og sýni sæmilegar einkunnir úr fulln- aðarprófi bamafræðslu i sögu, landa- fræði og náttúrufræði. -— Skrifleg umsókn um inntöku skal senda fyrir febrúarlok næst á undan prófi, og skai greina aldur umsækjanda, for- eldri og fyrra nám og einkunnir. Svar til „tveggja vinstúlkna": Við höfum ekki getað útvegað það, sem þið báðuð um. Svar til „Fitubollu": Við höfum ekki tölur yfir yngri en 16 ára og og auk þess vantaði hæðina. Svar til „vestra“: Þökkum bréfið og tillöguna, sem er alls ekki ómerki- leg, en eins og sakir standa höfum við ekki tíma til að færast þetta i fang. Svar til „Siggu í Holti“: Höfum ekki þetta kvæði. Svar til „Sidda og Birgis": Vikan hóf göngu sína 17. nóvember 1938. Við höfum hana ekki frá byrjun og vantar mikið til þess að hægt sé að láta hana í heilu lagi. — Hinni bóninni ykkar getum við heldur ekki sinnt. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Örlygur Sigurðsson (við stúlku 16— 19 ára, æskilegt að mynd fylgi), Stykkishólmi. Richard Sigurbaldursson (13—15 ára), Fjarðarstræti 38, Isafirði. Ann Jennette Stewart (við pilt eða stúlku 17—18 ára), 7, Marine Ave Sandycove, Co. Dublin, Eire. Elsie Jane Hill, 247, Glenn Avenue, Garey, Ohio, U. S. A. Sverrir Sigurðsson (við stúlku 18— 20 ára, mynd fylgi), Efsta-Dal, Laugardal, Árnessýslu. Cesselja Ó. Guðmundsdóttir (15—19 ára), Arkarlæk, Akranesi, Borgar- firði. Sigurbjörg Guðmundsdóttir (við pilta 22—28 ára), Þvottá, Álftafirði, pr. Djúpavogi. Kristinn Guðmundsson (18—24 ára, æskilegt að mynd fylgi), Þvottá, Álftafirði, S. Múlasýslu. Snorri Guðlaugsson (17—24 ára, æskilegt að mynd fylgi), Ásta Guðlaugsdóttir (19—23 ára, mynd fylgi bréfi), Gunnar Guðlaugsson (18—21 árs, mynd fylgi bréfi), öll til heimilis á Starmýri, Álfta- firði, Suður-Múlasýslu. Aðalfundur Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, mánudaginn 16. ágúst kl. 4 e.h. Fundarefni : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar vitji aðgöngumiða að fundinum í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 2. Sigriður Jónsdóttir (15—17 ára), Anna Jónsdóttir (11—13 ára, við stúlkur), báðar Skarðshlíð, Aust- ur-Eyjafjöllum, Rángarvallasýslu. Guðberg Þorláksson, Sigurvin Sæmundsson, Jóhannes Joensen, Norðkvist Sigurlaugsson, Kiddi Jónsson, (við stúlkur 16—30, æskilegt að mynd fylgi), allir á Djúpavik, Strandasýslu. Steinunn Jónatansdóttir (við pilt 17— 19 ára), Salbjörg Þorbergsdóttir (við pilt 16 -—18 ára), Sigríður Auðunsdóttir (við pilt 16— 18 ára), Sigríður Benjamínsdóttir (við pilt 18—20 ára), allar til heimilis Súðavík, Álftafirði. BLAÐAMANNABDKIN I94B Bókfellsútgáfan heldur áfram útgáfu Blaðamannabókarinnar og er þetta þriðja bindið. Rit- stjóri þeirra allra er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Efni þessa bindis er: Blaðamannafélagið, eftir Vilhj. Þ. Gíslason; Skrikkj- ótt ferðalag, eftir Sig. Júl. Jóhannesson; Þjóðólfur á æsku- aldri, eftir Einar Ásmundsson; Úr Reykjavíkurlífinu — Kvöld hjá „Hernum“, eftir Jakob Jóh. ur, sem ekki dættist, eftir Þor- finn Kristjánsson; Brot úr ferðasögu, eftir Magnús Magn- ússon; íslenzkt sjónarspil, eftir Hauk Snorrason; Hver verða örlög íslenzku stökunnar? eftir Sigurð Björgólfsson; Á ferð meðal franskra, eftir Helga S. Jónsson; Á fornum slysaslóðum, eftir Gísla Guðmundsson; Minni frumherjanna (kvæði), eftir Sig. Júl. Jóhannesson. — Síðan er „ . . . Þegar rökkva tekur er mikil ljósadýrð í miðbænum, meiri en ég sá í nokkurri annarri borg. Neonljós spilavítanna eru jafnvel enn stærri og iburðarmeiri en ljósin, sem maður sér á Times Square í New York. Þegar gengið er eftir aðalgötunni þar, eru mest megnis spilavíti og næturklúbbar á báða bóga, aðeins fáar verzlanir á stangli. Á hverju kvöldi er þama mikið um dýrðir, mikið yfirborðsskraut. — 1 Las Vegas dettur engum í hug að sýna ferðamanninum bóka- og listasöfn, kirkjur eða bjálkakofa, sem hafa sögulegt gildi. Honum er sýnd hæsta stífla heimsins, Boulder Dam, sem er 24 milur suð-austur af Las Vegas og 726 fet á hæð. Ennfremur stærsta stöðuvatn í heimi gert af manna- höndum, Lake Mead, sem er skammt frá stiflunni. En fyrst og fremst eru honum sýnd spilavítin og næturklúbbamir, og þá vitanlega sér i lagi stærsta spilavíti heims, að sögn Las Vegas búa, „The Golden Nugget." (Ur grein Margrétar Indriðadóttur: „Heimsókn i spilaviti“). Smára; Þættir úr æfisögu ís- lendings, eftir Ara Arndals; Reykjavíkurstúlkan, eftir Sig- ríði Ingimarsdóttur; Fyrir 40 árum — fyrir 30 árum, eftir Guðm. G. Hagalín; Málsmetandi menn, — og blaðamenn, eftir Loft Guðmundsson; Sigling á hættusvæði, eftir Pál M. Jóns- son; Á að leggja landbúnaðinn íslenzka í rústir eða reisa hann við? eftir Gunnar Sigurðsson; Á hverfanda hveli, eftir Helga Valtýsson; Blaðamennirnir og þjóðin, eftir Halldór Kristjáns- son; Heimsókn í spilavíti, eftir Margréti Indriðadóttur; Draum- myndir af höfundunum og æfi- atriði þeirra. Flestar greinanna eru fróð- legar eða skemmtilegar eða hvorttveggja, en mest hafði ég gaman af að lesa Skrykkjótt ferðalag, Á ferð meðal franskra, Reykjavíkurstúlkunni og köfl- um úr greinum Lofts, Margrét- ar, Gunnars og Hagalíns. Nokkr- ar myndir eru í bókinni, en þær eru sumar ekki eins góðar og skyldi í svona ,,forlátabók“. Prentvillupúkinn loðir óþarflega mikið við útgáfu þessara blaða- mannabóka. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.