Vikan


Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 43, 1948 „Minn hlutur, Boris Ivanovitch." Hann tók með tregðu tvo seðla og rétti henni. Hún kinkaði kolli og stakk seðlunum í sokkinn sinn án þess að láta í ljósi nokkurt þakklæti. „Þetta er gott,“ sagði hún ánægð. Hann horfði á hana með forvitni. „Þú sérð ekki eftir neinu, Olga Vassilovna ?“ „Sé eftir? Eftir hverju ?“ „Eftir því, sem var í vörzlum þínum. Sumt kvenfólk — flest kvenfólk, að ég hygg, mundi eiga erfitt með að sjá af slíku.“ Hún kinkaði kolli hugsandi. „Já, það segirðu satt. Flest kvenfólk er svo vitlaust. En ekki ég. Hvað skyldi —“ „Skyldi hvað?“ spurði hann forvitinn. „Ameríkumaðurinn kemst með þá heill á húfi — já, ég er viss um það. En svo —“ „Ha? Um hvað ertu að hugsa?“ „Gefur hann auðvitað einhverri konu þá,“ sagði Olga hugsandi. „Mér þ'ætti gaman að vita hvað þá skeður . . .“ Hún hristi höfuðið óþolinmóð og fór út að glugganum. Allt í einu gaf hún frá sér undrunar- óp og kallaði á f’élaga sinn. „Sjáðu, hann fer þama niður götuna — mað- urinn sem ég á við.“ Þau horfðu bæði út. Grannvaxinn prúðbúinn maður gekk hægum skrefum eftir götunni. Hann var í dökkum frakka með pípuhatt. Um leið og hann gekk undir götuljósið, sló birtu á þykkt, grátt hár undan hattinum. 2. KAFLI. Marhgreifinn. Gráhærði maðurinn hélt áfram leið sinni hæg- uni skrefum og virtist ekki gefa neinu gaum umhverfis sig. Þegar hann kom að vegamótum, beygði hann til hægri og nokkru síðar til vinstri. öðru hverju raulaði hann smálag fyrir munni sér. Allt í einu nam hann staðar og hugsaði gaum- gæfilega. Hann hafði heyrt sérstakt hljóð. Það gat hafa verið hvellur í hjólbarða, sem sprakk — eða það gat hafa verið — byssuskot. Undar- legu brosi brá sem snöggvast fyrir á andliti hans. Svo hélt hann áfram hægri göngu sinni. Þegar hann beygði fyrir götuhorn, sá hann lögregluþjón, sem var að skrifa í vasabók slna, og tvo vegfarendur, sem stóðu hjá honum. Grá- hærði maðurinn snéri sér að öðrum þeirra og spurði kurteislega: „Hefur eitthvað komið fyrir?“ „Já. Tveir þorparar réðust á roskinn Ameríku- mann.“ „Þeir hafa væntanlega ekki gert honum mein ?“ „Nei, nei,“ Maðurinn hló. „Ameríkumaðurinn var með skammbyssu í vasanum, og áður en þeir náðu að festa hendur á honum, hleypti hann af skoti svo nálægt þeim, að þeir urðu hræddir og tóku til fótanna. Lögreglan kom of seint, eins og venjulega." „Jæja,“ sagði sá sem spurt hafði. Hann lét ekki í Ijósi nein geðbrigði. Hægt og rólega hélt hann áfram kvöldgöngu sinni eins og ekkert hefði ískorizt. Skömmu síð- ar fór hann yfir Signu og kom inn í eitt af ríkulegri hvergum borgarinnar. Eftir tuttugu mínútna gang nam hann staðar fyrir framan hús nokkurt í rólegri en ríkmannlegri götu. Verzlunin, því að það var verzlun í' húsinu, var yfirlætislaus og lítið áberandi. D. Papopolous, forngripasali, var svo víðkunnur, að hann þurfti ekki að auglýsa sig, enda fór minnst af verzlunar- viðskiptum hans fram yfir búðarborðið. Papopol- ous átti mjög skrautlega íbúð í húsi við Champs Élysées, og þess hefði mátt vænta, að hann væri þar um þetta leyti sólarhrings, en ekki í búðinni, en gráhærði maðurinn virtist öruggur um árang- ur, þegar hann þrýsti á dyrabjölluhnappinn, eftir að hann hafði skimað til beggja hliða eftir mannlausri götunni. Von hans varð sér ekki til skammar. Hurðin opnaðist og maður stóð í anddyrinu. Hann bar gullhringi í eyrunum og var dökkur yfirlitum. „Gott kvöld,“ sagði komumaður. „Er húsbóndi yðar inni?“ „Húsbóndinn er inni, en hann veitir ekki til- fallandi viðskiptavinum móttöku um þetta leyti,“ rumdi í hinum. „Ég held hann muni veita mér móttöku. Segið honum, að vinur hans, markgreifinn, sé kominn." Maðurinn opnaði hurðina svolítið meira og bauð gestinum inn fyrir. Maðurinn, sem kvaðst vera markgreifinn, hafði skyggt á andlit sitt með hendinni meðan hann talaði. Þegar þjónninn kom aftur með þau skilaboð, að Papopolous væri ánægja í að taka á móti gestinum, hafði enn ein breyting orðið á útliti komumanns. Þjónninn hlýtur annað hvort að hafa verið mjög eftirtektarlítill eða vel þjálf- aður, því að hann lét ekki í ljós neina undrun yfir litlu, svörtu silkigrímunni, sem huldi andlit gestsins. Hann fylgdi gestinum að hurð við enda forstofunnar og sagði lágri, lotningarfullri röddu: „Markgreifinn.“ Maðurinn, sem reis á fætur til að taka á móti þessum undarlega gesti, var mikill á velli. Hann hafði hátt, hvelft enni og fallegt, grátt skegg. Fas hans bar mildan svip tiginborins kirkju- höfðingja. „Kæri vinur,“ sagði Papopolous. Hann talaði frönsku og rödd hans var hljóm- mikil og hátíðleg. „Ég verð að biðja yður afsökunar, að ég skuli koma svona seint,“ sagði komumaður. „Alls ekki, alls ekki,“ sagði Papopolous. „Skemmtilegur tími. Og þér hafið kannski átt skemmtilegt kvöld?“ „Ekki persónulega," sagði markgreifinn. „Ekki persónulega," endurtók Papopolous. „nei, nei, auðvitað ekki. Og það er eitthvað að frétta, ha ?“ Hann leit snöggt út undan sér á komumann, og það var ekkert milt eða hákirkjulegt við það augnatillit. „Það er ekkert að frétta. Tilraunin mistókst. Ég bjóst raunar ekki við öðru.“ „Einmitt,“ sagði Papopolous, „allt sem er ruddalegt —“ Hann bandaði með hendinni til að lýsa inni- legum viðbjóði sínum á ruddaskap í öllum myndum. Það var vissulega ekkert ruddalegt við Papopolous eða þann varning sem hann hand- lék. Hann var velþekktur við flestar konungs- hirðir í Evrópu og konungar ávörpuðu hann með fornafni hans: Demetrius. Hann var kunnur að því að vera ákaflega gætinn. Það, ásamt tigin- mannlegri framkomu hans, hafði bjargað honum gegnum nokkur mjög vafasöm viðskipti. Blessað harnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Krakkinn uppi á loftinu er búinn að öskra í heilan klukkutíma. Ég er hræddur um, að hann veki Lilla. Mamman: Af hverju ferðu ekki upp, elskan, og lætur manninn vita, hvað barnið hans er þreytandi? Pabbinn: Barnið yðar er óþolandi, öskrin í honum eru óbærileg! Nágranninn: Uss, hafið ekki svona hátt, barnið er nýsofnað! Pabbinn: Það er svei mér tími til Pabbinn: Hvað kom fyrir Lilla? Nágranninn: Stöðvið þér þessi öskur í barninu yðar! kominn! Sumt fólk tekur aldrei tillit Mamman: Hann vaknaði bara og er svolítið Barnið mitt sefur og getur hæglega vaknað við þessi ó- til annarra! að væla. hljóð!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.