Vikan


Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 43, 1948 9 FRÉTTAMYNDIR Þessi mynd er af úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna. Fyrst varð F. E. Blankers-Koen frá Hollandi (lengst til hægri), önnur D. G. Manley frá Englandi (691) og þriðja S. B. Strickland frá Ástralíu (i miðju). Hér sjást keppendur í 200 metra bringusimdi karla steypa sér til sunds á Ólympíuleikunum. Ætla mætti, að þessi mynd væri tekin af hermannabragga norður á Grænlandi. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að hún er tekin í Bronx, sem er eitt úthverfi New Yorkborgar, síðastliðinn vetur, þegar mikil snjóþyngsli voru í New York. Ibúar braggans sjást á myndinni, og er húsbóndinn að aka syni sínum á sieða heim að dyrunum. Þrátt fyrir mikla baráttu á móti síöu tízkunni, þá virðist hún nú alls- staðar vera að ryðja sér til rúms. Hér er ein klædd samkvæmt.nýjustu tízku. Þetta er mynd af Vittorio Emmanuele Orlando, sem var forsætisráðherra Italíu í fyrri heimsstyrjöld. Hann er nú 88 ára gamall og sá eini, sem er eftirlifandi af hinum fjóru stéru, er stóðu að Versala- samningunum. Hann er hér að halda ræðu i tilefni af hiirni nýju stjórnarskrá Italíu. Erkibislcup Péturskirkjunnar í Róm, Tedeschini kardínáli, lyftir hendinni til að blessa nýreist líkn- eski (til vinstri), af fyrsta ameríska dýrðlingnum móður Frances Cabrini. Líkneskið er fjórir og hálfur metri á hæð og vegur 18 smálestir. Gefandi þess var lengi vel ókunnur, en við vigsluna upp- lýstist, að það voru hjón frá Chicago, Thomas Leroy Warner og kona hans. Hin heilaga Cabrini starf- aði meðal fátæklinga í Chicago.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.