Vikan


Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 21.10.1948, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 43, 1948 - HEIMILIÐ * Kennið börnunum að hlýða Eftir dr. G. C Myers. Matseðillinn Enskt buff. 1 kg. kjöt (læri), laukur, 125 gr. smjör, 2 dl. soð, pipar, salt. Kjötið er skorið í sneiðar og barið ofurlitið. Pannan er hituð vel og 25 gr. af smjöri er brúnað. Buffsneið- arnar eru strax lagðar á hana; hrist- ið pönnuna stöðugt, svo að kjötið liggi aldrei kyrrt. Buffið er lagt á heitt fat, köldu vatni hellt á pönn- una, hrært vel í, ofurlítið smjör látið út í og suðan látin koma upp á því og síðan hellt yfir buffið á fatinu. Laukurinn er hreinsaður og skorinn þvert yfir í þunna hringi. Það sem eftir er af smjörinu er brúnað, lauk- urinn látinn út í og hrært í, þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Dálitlu sjóðandi vatni er bætt út í smátt og smátt. Ofurlítið af brúnaða lauknum er látið ofan á hvert buffstykki. Kakaósúpa. 2 1. nýmjólk, 40 gr. kartöflumjöl, 40 gr. kakaó. Takið % hluta af mjólkinni og látið hana sjóða. Kakaóinu, sykri og kartöfluméli er hrært saman við það sem eftir er af mjólkinni, en síðan hellt út í sjóðandi mjólkina. Látið sjóða vel saman og sykri bætt í eftir smekk. Borið fram með tvíbökum. H Ú S RÁÐ Geymdu rjómann og þeytarann í isskápnum þar til á síðustu stundu. í>ú ert ekki andartak að þeyta rjóm- ann þegar hann og þeytarinn er is- kaldur. # í>að er hollt að rifa hráa gulrót og setja saman við hafragrautinn á morgnana. # Þegar skautar eru geymdir ó- notaðir í lengri tima á að bera á þá parafinolíu eða vaselín' og vefja þá inn í dagblöð. Það verður að vera þurrt þar sem þeir eru geymdir. # Ljósar leðurtöskur og ljósa skinh- skó á að hreinsa með strokleðri og það áður en óhreinindin ná að festast. Strokleðrið á að núa hreint á hvítum pappír öðru hverju, svo að óhreinindin dreifist bara ekki út um skóna. TÍZKUMYND Svona undirkjólar eru notaðir við víðu og síðu pilsin. 1 hinum mörgu greinum og bókum, sem skráðar hafa verið um barna- uppeldi, verður þess varla vart, að foreldrum sé bent á, hvaða aðferð- um þeir geti beitt til að fá börn sín til að hlýða sér og hvernig þeir eigi að veita börnum sinum aðhald, banna þeim og kenna þeim að skilja merkingu orðsins NEI. Þvert á móti hafa foreldrar verið varaðir við þvi að leggja hömlur á börn sin. Líkam- legur sársauki til að hræða með hefur verið bannaður. „Gefið bömunum meira frelsi“ hefur verið slagorð. Síðan ég gaf út fyrstu bók mína 1925, hefi ég stöðugt lagt samvizku- samlega áherzlu á nauðsyn þess, að kenna börnunum I hollu andrúms- lofti innan fjölskyldunnar þar sem félagslyndi, skilningur og ástriki ríkir að skilja þýðingu bannsins, kenna því að gæta öryggis, bæta skapgerð þess, efla sálarlegan þroska þess og þegnskapartilfinningu. Ég hygg að barninu lærist bezt hlýðni, ef byrjað er að brýna hana fyrir því mjög snemma, að bezta aðferðin í þá átt sé ekki að beita ofsa, skömmum og sífelldu jagi, heldur líkamlegum sársauka, jafnvel gamal- dags flengingu. Meðal ástæðnanna fyrir þessari staðhæfingu eru: 1. Að halda við lífi barnsins og heilsu — öryggi. öll þau ósköp, sem rituð hafa verið um öryggi barnsins, hafa eingöngu að geyma hvatningu um að auka árvekni hinna fullorðnu í þá átt að vernda barnið frá hættum og að tala um fyrir því. Ég tel, að þetta sé ekki það hálfa nóg. Við getum sjálfsagt tvöfaldað öryggi barnanna, sérstaklega þeirra, sem eru að byrja að ganga, ef við kennum þeim að varast hætturnar með hæfilegum refsingum, ef ekki annað dugar og það löngu áður en þau gera sér grein fyrir því, hvers vegna þeim beri að gera það. Ég hygg að takist manni að þroska öryggistilfinningu barnsins, muni það njóta góðs af því allt sitt líf. 2. Að stuðla að ánægjulegu sam- bandi einstakílinga fjölskyldunnar. Óagað barn fer fljótt í taugarnar á foreldrum sínum. 3. Að ala á virðingu barnsins fyrir rétti annarra og yfirvöldunum, en það er undirstöðuatriði þess, að upp vaxi góður þjóðfélagsþegn. Bam, sem virðir ekki vald foreldra sinna, virðir e. t. v. ekki vald kennara, yfirvalda og annarra. 4. Ennfremur hamingja og andleg velferð barnsins. Vel uppalið barn er hamingjusamt. 5. Að undirbúa það undir gott fjölskyldulíf. Óneitanlega hefur aga- leysi innan heimila stuðlað að hjú- Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatún 6 Sími 5753 Vélaviðgerðir. — Vélsmíði. Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. FRAMKVÆMIR: Hvers konar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótorum. SMÍÐUM: Tannhjól og hvers konar vélahluti. Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Rafgufukatla. Síldarflökunarvélar o. m. fl. Höfum fullkomnustu vélar og tæki. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. skapar-óhamingju og hjónaskiln- uðum. 6. Að kenna barninu að nota sér alla skapandi möguleika til andlegs þroska. Vanstillt barn á illt með 'að njóta leiks með félögum sínum, að hafa hollustu af skóladvöl, þátttöku í ýmiss konar félagsstarfsemi, svo sem skátafélaga o. s. frv. Þessa grein ættu foreldrar að hafa í huga, þegar þeir lesa aðrar greinar í þessum flokki. Fegurðardrottning Þessi unga stúlka var kjörin fegurðardrottning á baðstað í Frakklandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.