Vikan


Vikan - 11.11.1948, Side 5

Vikan - 11.11.1948, Side 5
VIKAN, nr. 46, 1948 5 oiiiiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiJimiimumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUiiiimitimiiiiimiiiiiiimiiiiimiiimmiiiiiuiiiiiiimiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiim Framhaldssaga: iiimiimiimiiimmiiirr/. BLAA LE8TIIM Sakamálasaga eftir Agatha Christie ^4iimiimmimmuummuuiumimuimmummmmmuummmiimmmumimmmumimmimumiimmimiiimiiiiiiiiiiiiimiiiimiiimmmmiiiimmmiiiiiimimiimiiiimmmimiimmiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiim^ Ruth fengi ekki það sem. hún sóttist eftir þegar hún giftist mér.“ „Þér eruð að gefa I skyn, að dóttir mín hafi gifzt yður vegna stöðu yðar og titils ?“ Derek Kettering hló, og það var engin glettni í þeim hlátri. „Þér haldið þó ekki að við höfum gifzt af ást?“ spurði hann. „Ég veit,“ sagði Van Aldin, „að þér töluðuð öðruvísi í París fyrir tiu árum.“ „Gerði ég það? Ef til vill. Ruth var mjög falleg eins og þér vitið — líkust engli eða dýrlingi. Ég man, að ég hafði góðan ásetning að brjóta í blað og byrja nýtt líf, í samræmi við háleitustu erfðavenjur ensks heimilislífs, með fallegri konu, sem elskaði mig.“ Hann hló aftur, ónotalegum hlátri. „En þér trúið þessu lxklega ekki?“ spurði hann. „Ég efast ekki um, að þér kvæntust Ruth vegna peninganna," sagði Van Aldin geðs- hræringalaust. „Og að hún giftist mér af ást?“ spurði Kettering háðslega. „Vissulega," sagði Van Aldin. Derek Kettering horfði á hann drykklanga stund, svo kinkaði hann kolli hugsandi. „Ég sé, að þér trúið því,“ sagði hann. „Það gerði ég líka þá. Ég get fullvissað yður um það, kæri tengdafaðir, að ég komst mjög fljótt á aðra skoðun." „Ég veit ekki hvað þér eruð að fara,“ sagði Van Aldin, „og ég læt mig það engu skipta. Þér hafið farið illa með Ruth.“ „Sei, sei, já, það hef ég,“ sagði Kettering og yppti öxlum. „En hún er hörð, það vitið þér. Hún er dóttir yðar. Undir rósrauðri mýktinni er hún hörð eins og granít. Þér eruð þekktur að því að vera harður, að því er mér hefur verið tjáð, en Ruth er harðari en þér. Þér elskið þó að minnsta kosti eina manneskju meira en sjálfan yður. Það hefur Ruth aldrei gert og mun aldrei gera.“ „Nú er nóg komið,“ sagði Van Aldin. „Ég bað yður að koma hingað til að geta sagt yður hreint og beint hvað ég ætlaði að gera. Dóttir min á rétt á hamingju, og minnist þess, að ég stend á bak við hana.“ Ðerek Kettering reis á fætur og stóð við arin- hilluna. Hann fleygði frá sér sígarettunni. Þegar hann tók til máls, var rödd hans mjög stilli- leg. „Hvað eigið þér við með þessum orðum?" ' spurði hann. „Ég á við það,“ sagði Van Aldin, „að það sé ráðlegra fyrir yður að fara ekki í mál.“ „Einmitt," sagði Kettering. „Er þetta hótun?“ „Þér getið tekið það þannig, ef þér viljið," sagði Van Aldin. Kettering dró stól að borðinu. Hann settist andspænis miljónamæringnum. „Og ef ég skyldi nú samt fara í mál, svona rétt til gamans ?“ sagði hann blítt. Van Aldin yppti öxlum. „Þér hafið ekkert til að hengja hatt yðar á. Spyrjið lögfræðinga yðar, þeir munu fljótlega segja yður það. Hegðun yðar hefur verið alræmd og á hvers manns vörum í London." „Ruth hefur verið að fjasa út af Mírellu, býst ég við. Það er heimskulegt af henni. Ég skipti mér ekki af vinum hennar." „Við hvað eigið þér?“ spurði Van Aldin hvasst. Derek Kettering hló. „Ég sé, að þér vitið ekki allt,“ sagði harm. „Þér eruð ekki óvilhallur, sem kannski er von.“ Hann tók hatt sinn og staf og gekk í áttina til dyranna. „Ég er ekki mikið fyrir að gefa ráð,“ sagði hann, ,,í þessu tilfelli mxmdi ég þó eindregið ráð- leggja, að feðginin sýndu hvort öðru fullkomna hreinskilni." Hann flýtti sér út úr herberginu og lokaði hurðinni á eftir sér, rétt um leið miljónamæring- urinn spratt upp. „Hvern fjandann átti hann við með þessu?" sagði Van Aldin og lét fallast niður í stólinn aftur. Kvíðinn settist nú að honum aftur. Það var eitthvað hér, sem hann hafði ekki komizt til botns í. Síminn var á borðinu. Hann þreif hann og bað um númerið heima hjá dóttur sinni. „Halló, halló! Er þetta Mayfair 81907? Er frú Kettering heima? Jæja, er hún ekki heima. Uti að borða miðdegisverð ? Hvenær kemur hún heim? Vitið þér það ekki? Jæja. Nei, engin skilaboð." Hann skellti símanum á reiður. Um tvöleytið gekk hann fram og aftur um herbergið og beið eftir Goby. Hinum síðarnefnda var vísað inn tíu mínútum yfir tvö. „Jæja?“ sagði miljónamæringurinn hvasst. En Goby litli fór sér að engu óðslega. Hann settist við borðið, dró upp þvælda vasabók og tók að lesa úr henni, hljómlausri röddu. Miljónamæringurinn hlustaði af athygli og vax- andi ánægju. Goby lauk lestri sínum og ein- blíndi á bréfakörfuna. „Hum,“ sagði Van Aldin. „Þetta virðist ótví- rætt. Málið hlýtur að ganga eins og í sögu. Hótelsönnunin er örugg, vænti ég?“ „Alveg örugg," sagði Goby og horfði illgirnis- lega á gylltan hægindastól. „Og hann er fjárhagslega illa staddur. Hann er að reyna að fá lán, segið þér? Hann hefur þegar fengið lán út á nálega allt, sem hann getur vænzt eftir föður sinn. Eftir að fréttirnar um skilnaðinn berast út, mun hann ekki geta fengið eyrislán i viðbót, og ekki aðeins það, heldur er hægt að kaupa kröfurnar á hann og beita hann þvingunum á þann hátt. Við höfum tökin á honum, Goby. Við höfum hann í háfnum." Hann barði í borðið með hnefanum. Á andliti hans var kuldalegt sigurbros. „Upplýsingarnar," sagði Goby mjóróma, „virð- ast fullnægjandi." „Ég þax-f að fara yfir í Curzonstræti núna,“ sagði miljónamæringurinn. „Ég er yður mjög þakklátui’, Goby.“ Dauft ánægjubros færðist yfir andlit litla mannsins. „Þakka yður fyrir, Van Aldin," sagði hann. „Ég reyni að gera eins vel og ég get.“ Van Aldin fór eklti rakleitt í Curzonstræti. Hann fór fyrst inn í City, verzlunai’hverfi borg- arinnar, og átti þar viðtöl við tvo menn, sem juku á ánægju hans. Þaðan fór hann með neðan- jarðarlestinni til Downstrætis. Á göngu sinni eftir Cui’zonstræti sá hann mann koma út úr númer 160 og ganga til móts við sig. Þeir mætt- ust á gangstéttinni. Rétt sem snöggvast fannst miljónamæringnum það vera Derek Kettering, stærðin og vaxtarlagið var ekki ósvipað. En um leið og maðurinn gekk framhjá, sá hann, að það var ókunnugur maður. Að minnsta kosti — nei, ekki ókunnugur; honum fannst hann kannast við andlitið, og endurminningin um það var áreiðanlega tengd einhverju óskemmtilegu. Hann reyndi að muna hvað það var, en honum tókst það ekki. Hann hélt áfram göngu sinni og hristi höfuðið gramur. Það mátti sjá á öllu, að Ruth Kettering hafði átt von á honum. Hún hljóp á móti honum og kyssti hann, þegar hann kom inn. „Jæja, pabbi, hvernig gengur það?“ „Ágætlega," sagði Van Aldin, „en ég þarf að spyrja þig um dálítið, Ruth.“ Hann fann strax breytingu á henni; eitthvað varfærnislegt kom í staðinn fyrir fögnuðinn í kveðju hennar. Hún settist í stóran armstól. „Jæja, pabbi," sagði hún. „Hvað er það?“ „Ég sá manninn þinn í morgun," sagði Van Aldin. „Sástu Derek?" „Já. Hann sagði sitt af hverju, en mest af því var þvættingur. Rétt þegar hann var að fara, sagði hann dálítið, sem ég skildi ekki. Hann ráð- lagði mér að sjá til þess að full hreinskilni rikti milli okkar feðginanna. Hvað átti hann við með því, Ruth ?“ ,,Ég — ég veit það ekki, pabbi. Hvernig ætti ég að vita það.“ „Auðvitað veiztu það,“ sagði Van Aldin. „Hann var eitthvað að tala um, að hann hefði sina vini og skipti sér ekki að þínum vinum. Hvað átti hann við með því?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Ruth Kettering aftur. Van Aldin fékk sér sæti. Það komu hörku- drættir í kringum munninn. „Heyrðu, Ruth; ég ætla mér ekki að fara blindandi út I þetta. Ég er alls ekki viss um; að maðurinn þinn ætli sér ekki að gera illt af sér. Hann getur það raunar ekki, ég er viss um það. Ég hef ráð til að þagga niður í honum, loka munninum á honum fyrir fullt og allt, en ég þarf að vita, hvort nokkur þörf er, á að nota þetta ráð. Hvað átti hann við með því, að þú ættir þína vini?“ Frú Kettering yppti öxlum. „Ég á marga vini,“ sagði hún. „Ég veit ekki við hvað hann hefur átt.“ „Víst veiztu það,“ sagði Van Aldin. Hann talaði nú eins og hann væri að tala við keppinaut í viðskiptum. „Ég skal tala skýrar. Hver er maðurinn?" „Hvaða maður?“ „Maðurinn. Það var það sem Derek var að gefa í skyn. Einhvei’ ákveðinn maður, sem er vinur þinn. Þú þarft ekkert. að óttast, Ruth, ég veit að það er enginn fótur- fyrir því, en við verðum að líta á allt eins og það mundi líta út í augum réttarins. Þeir geta þvælt svona mál óþægilega, eins og þú veizt. Ég vil vita, hver maðurinn er, og hve vingjarnleg þú hefur verið við hann.“ Ruth svaraði ekki. Hún neri hendurnar óróleg. „Svona, væna,“ sagði Van Aldin blíðari á manninn. „Vertu ekki hrædd við pabba gamla. Ég var ækki of strangur, jafnvel ekki í París á sínum tíma, var það? — Bíðum við!“ Hann þagnaði skyndilega. „Það var hann,“ tautaði hann fyrir munni sér. „Mér fannst ég þekkja svipinn."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.