Vikan


Vikan - 11.11.1948, Qupperneq 13

Vikan - 11.11.1948, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 46, 1948 13 Leit að fjársjóðum „Hvað ertu að lesa, Helgi?“ „Það er spennandi saga um menn, sem fóru í leiðangur til þess að leita fjársjóðar, er sjóræningjar höfðu grafið i jörðu.“ „Þú ættir heldur að leika þér við okkur Karen. Við getum húið til leik um leit að fjársjóðum. Það er betra en hanga yfir bók og lesa um þetta efni.“ Helgi svaraði: „Nei, ég vil ekki leika mér. En væri um fjársjóði að ræða, er grafnir væru hér í grend- inni, samkvæmt gömlum bókfellum mundi ég taka þátt i leit að þeim.“ Karen kom að í þessu. Hún mælti: „Hér eru fjársjóðir i jörðu. En ég hefi ekki tíma til þess að skýra þér nánar frá því. Ég er að fara út. Viltu vera með. Þú hefur gott af þvi.“ Helgi hafði komið út í sveitina til þess að safna kröftum eftir lang- vinn veikindi. Hann bjó hjá föður- bróður sínum og konu hans. Þau áttu tvö börn, Hans og Karen, er voru á líkum aldri og Helgi. Á. meðan Helgi lá rúmfastur hafði hann sökkt sér niður í bókalestur, og var nú tæplega hægt að hafa hann út til leika. Hann vildi alltaf lesa bækur. - Um kvöldið héldu þau Karen og Hans ráðstefnu, og gerðu áætlun. Þeim kom saman um að hægt væri að leika á Helga, og koma honum til þess að trúa því að fólginn fjár- sjóður væri á landareign foreldra þeirra. „Við munum koma Helga burt frá bókunum," sagði Hans. „Hann þarf að komast út í guðsgræna náttúruna.“ Systkinin teiknuðu svo dularfullt kort. Báru þau á það sót og ryk, og BARNASAGA fleira. Leit það út sem gamalt væri. Þau rituðu á þetta skjal með gotnesku letri, og vönduðu sig sem mest máttu. Var „bókfell" þetta hið merkilegasta. Daginn eftir sýndu systkinin Helga skjalið, og fékk hann þegar mikinn áhuga á málinu. Hann fór út með Hans og Karen, og hófu þau þegar leitina að fjársjóðnum. Sam- kvæmt teikningunni átti hann að vera milli vissra trjáa, er sýnd voru á henni. Stóð leitin yfir allan daginn. Hjónunum þótti vænt um að Helgi hafðist út. Þau sögðu: „Það er af sem áður var. Hann kemur inn að- eins til þess að borða, og þýtur þegar út aftur. Um kvöldið hlógu þau Karen og Hans, að því hve vel þeim hafði tekist að leika á frænda sinn. Og þau urðu ásátt um það að láta ekki staðar numið. Hans mælti: „Við gröfum kassa við kastaníutréð. Það er kista úr eik uppi á lofti. Hún er ágæt, gömul og fornfáleg." Karen sagði: „Við förum snemma á fætur í fyrramálið og gröfum kistuna. Helgi er morgunsvæfur og verður í rúminu á meðan, við ljúkum því verki.“ En morgvminn eftir sváfu syst- kinin yfir sig. Það liðu tveir eða þrír dagar þangað til að þau vöknuðu nógu snemma. Þá vaknaði Hans klukkan fjögur. Hann vakti Karen. Þau klæddust í flýti, læddust út og grófu kistuna hjá kastaníutrénu eins og um var talað. Þau höfðu farið mjög hljóðlega, VEIZTU ÞETTA en þó vakið Helga. Útiveran hafði gert hann sprækari, og hann svaf því ekki eins fast. Helgi læddist á eftir systkinunum og sá hvað þau höfðu fyrir stafni. Helgi hló og sagði við sjálfan sig. „Jæja, þau hafa þá komið þessu í kring til þess að koma mér út. En ég geri gagnráðstafanir." Þegar Hans og Karen höfðu lokið verki sínu hófst Helgi handa. Síðari hluta dagsins héldu börnin áfram leitinni að fjárstjóðnum. Er þau komu að kastaníutrénu mælti Helgi: „Ég er viss um að fjársjóðurinn er hér í grendinni. Ég finn það á mér, okkur dreymir líklega um það í nótt hvar hann er að finna. Ég fer hingað snemma í fyrramálið.“ Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hans og Karen höfðu falið sig í kastaníutrénu, og veittu Helga athygli. Helgi gróf upp kistuna. Hann kallaði þá, því að hann vissi hvar systkinin voru: „Getið þið ekki komið og hjálpað mér til þess að fást við kistuna, og skoða hvað hún hefur að geyma ?“ „Vissirðu að við vorum hér?“ spurðu systkinin forviða, er þau komu til Helga. „Vitanlega," svaraði hann. Hann opnaði kistuna og mælti: „Hér gefur að líta innihald kistunnar.“ Karen og Hans horfðu hvort á annað. Þau voru forviða. Var hér um raunverulegan fjársjóð að ræða? 1 kistunni voru hringar, leirker og ýmsir gamlir munir. Helgi hló. Hann mælti: „Ég fann þetta dót í hólnum þarna. Svo lét ég það í kistuna eftir að þið höfðuð grafið hana í jörð. Þetta er gamalt dót, sem forn- gripasafnið vill vafalaust fá. Svo hér er um fjársjóð að ræða. Við fáum peninga í fundarlaun. Þeim skiptum við jafnt, og kaupum eitt- hvað fyrir peningana. Karen mælti, og var hrifin: „Þú ert snjallari en við. Þú hefur fundið fjársjóð. Þetta var í okkar landareign og enginn hefur fundið það. Hans sagði: Það var gaman að Helgi lék á okkur.“ Helgi mælti: „Og það er annar fjársjóður, sem ég hefi fundið. Hann er sá að mér er nú ljóst að það er hollara að vera úti heldur en liggja inni og lesa. í framtíðinni mun ég vera sem mest undir beru lofti. Þá eykst þróttur minn og ég verð heilsu- góður.“ BIBLIUMYNDIR ‘AiAýkvX'. .. v 4 /.. /'A Wfri f / 'H\ %/í' V ' 1. mynd. Og kveldmáltíð stóð yfir . . . hann stendur upp frá máltið- inni og leggur af sér yfirhöfnina, og hahn tók líndúk og gyrti sig. Mynd efst, til vinstri: Dr. Earl Bond við háskólann í Pennsylvaniu segir 2. mynd. Eftir það hellir hann að einn af hverjum 140 mönnum í Bandaríkjunum sé „fullkominn", það vatni í mundlaug, og tók aö þvo er að segja laus við hleypidóma, ótta, veiklun, og lesti. Mynd að neðan fætur lærisveinanna og þerra með til vinstri: Kaninan er upprunnin í Suður-Evrópu. Mynd til hægri: I vestur- líndúk þeim, er hann var gyrtur. ríkjum Bandaríkjanna er fugl einn, sem verpir eggjum sinum í hreiður, 3. mynd. Kemur hann þá til er flýtur laust á vatni. Amerikumenn kalla hann Avocet. Símonar Péturs. Hann segir við hann: Herra, ætlar þú að fara : þvo mér um fæturna? Jesús svara og sagði við hann: Nú skilur J ekki það, sem ég gjöri, en seim munt þú skilja það. Pétur segir v hann: Aldrei að eilífu skalt þú þ’ fætur mína. 4. mynd. . . . því að ég hefi gef yður eftirdæmi, til þess að þ breytið eins og ég breytti við yði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.