Vikan


Vikan - 24.03.1949, Síða 12

Vikan - 24.03.1949, Síða 12
12 VIKAN, nr. 12, 1949 „Mér hefur verið sagt,“ sagði hann lágt, „að hann sé mjög hrifinn af henni." Míreila gekk nær honum. „Hann myrti konuna sína,“ æpti hún. Hana — nú vitið þér það! Hann sagði mér fyrir fram, að hann ætlaði aö gera það. Hann var kominn í slæma klípu, og hann valdi auðveldustu leiðina út úr henni.“ „Þér segið, að herra Kettering hafi myrt konuna sína.“ „Já, já, já, er ég ekki búin að segja yöur það?“ „Lögreglan mun þarfnast sannana fyrir þess- ari — fullyrðingu," sagði Poirot. „Ég skal segja yður, að ég sá hann koma út úr klefanum hennar þessa nótt." „Hvenær?" spurði Poirot hvasst. „Rétt áður en lestin kom til Lyons." „Þér eruð reiðubúinn að sverja það, ungfrú?" Það var allt annar Poirot, sem talaði nú — ein- beittur og hvassyrtur. „Já.“ Það var andartaks þögn. Mírella andaði ótt og þungt, og hún horfði hálfþrjózkufullum, og hálfóttaslegnum augum á þá til skiptis. „Þetta er alvarlegt mál, ungfrú," sagði Poirot. „Gerið þér yður ljóst, hve alvarlegt það er?“ „Já, vissulega." „Það er gott,“ sagði Poirot. „Þá skiljið þér, ungfrú, að ekki er til setunnar boðið. Þér viljið kannski koma strax með okkur til sakadómarans hér á staðnum." Þetta kom Mírellu á óvart. Hún hikaði, eji eins og Poirot vissi, var henni hvergi undankomu auðið. „Gott og vel,“ tautaði hún. „Ég ætla að sækja kápuna mína.“ Knighton og Poirot litu hvor á annan, þegar þeir voru orðnir einir. „Það er um að gera að hamra járnið meðan það er heitt, eins og þið segið," sagði Poirot. „Hún er skapmikil. Eftir klukkutíma er hún kannski orðin full iðrunar og vill hætta við allt saman. Við verðum um fram allt að koma í veg fyrir það.“ Mírella kom aftur, klædd í sandgráa flauels- kápu, bryddaða leópardskinni. Hún var ekki ó- svipuð leópardynju í vígahug. Augun leiftruðu enn af reiði og einbeitni. Sakadómarinn og Caux lögreglufulltrúi voru báðir viðlátnir. Eftir stuttorða kynningu af hendi Poirot var ungfrú Mírellu boðið kurteislega að segja sögu sína. Hún gerði það með svipuðum orðum og hún hafði viðhaft við Knighton og Poirot, en þó af meiri stillingu. „Þettá er mjög athyglisvert, ungfrú," sagði Caux hægt. Hann hallaði sér aftur á bak í stóln- um, lagaði á sér lonétturnarog horfði rannsak- andi i gegnum þær á dansmeyna. „Þér viljið telja okkur trú um, að herra Kettering hafi raunverulega sagt yður fyrirfram frá ætlun sinni?" „Já, já. Hún var of hraust, sagði hann. Ef hún ætti að deyja, yrði það að verða af slysi — og hann skyldi sjá um að svo yrði.“ - „Gerið þér yður ljóst, ungfrú," sagði Caux alvarlega, „að með þessu móti gerði þér yður að vitorðsmanni?" „Ég? Langt því frá, herra minn. Mér kom aldrei til hugar að taka þessi orð' hans alvar- lega. Ég þekki karlmennina; þeir segja margt ógætilegt orð. Það væri laglegt, ef maður ætti að fara að taka allt, sem þeir segja, bókstaf- lega." . Sakadómarinn lyfti augnabrúnunum. „Ber okkur þá að skilja, að þér hafið litið á hótun herra , Kettering sem innantóm orð ? Má ég spyrja, ungfrú, hvað réði því, að þér riftuðuð samningum yðar í London og komuð hingað til Riviera?" Mírella horfði á hann Sefjandi augum. „Ég vildi vera hjá manninum, sem ég elsk- aði,“ sagði hún. „Var það svo óeðlilegt?" Poirot skaut inn í spurningu. „Var það þá samkvæmt ósk herra Ketterings, að þér fóruð með honum til Nizza?" Mírella virtist eiga dálitið erfitt með að svara þessu. Hún hikaði greinilega áður en hún tók til máls. Og þegar hún gerði það, var það með drembilátu kæruleysi. ,,1 slíkum málum fer ég eftir eigin geðþótt^" sagði hún. FELUMYND Hvar er mandaríninn? Karlmönnunum þrem var öllum ljóst, að þetta var ekkert svar. En þeir létu ekkert á því bera. „Hvenær urðuð þér fyrst sannfærðar um, að herra Kettering hefði myrt konuna sína?“ „Eins og ég sagði yður, sá ég herra Kettering koma út úr klefa konunriar sinnar rétt áður en lestin kom til Lyons. Það var undarlegur svip- ur á- andliti hans, og á þeirri stundu vissi ég ekki, hvernig á honum stóð. Ég gat ekki skilið það — skelfingin skein út úr honum. Ég gleymi því aldrei." Rödd hennar var skræk, og hún baðaði út handleggjunum af miklum æsingi. „Einmitt," sagði Carrége. „Seinna, þegar ég komst að því, að frú Kett- ering var dáin, þegar lestin fór frá Lyons, þá vissi ég, hvers kyns var.“ „Og samt fóruð þér ekki til lögreglunnar, ungfrú," sagði lögreglufulltrúinn í mildum á- söjcunartón. Mírella leit á hann forkláruðum augum. Hún hafði sýnilega nautn af að leika þetta hlutverk. „Á ég að svíkja elskhuga rninn?" spurði hún. „Nei, biðjið ekki konu um slíkt." „En nú —“ sagði Caux. , ,,Nú er öðru máli að gegna. Hann hefur svikið mig! Á ég að þola það~þegjandi ?“ Sakadómarinn greip fram í fyrir henni. „Einmitt, einmitt," sagði hann sefandi. „Og nú viljið þér kannske, ungfrú, lesa yfir framburð yðar, til þess að vita hvort hann er rétt skrif- aður, og skrifa síðan undir." Mírella var ekki lengi að því. „Jú, jú,“ sagði hún, „hann er réttur." Hún stóð upp. „Þér hafið ekki þörf fyrir mig lengur, herrar mínir “ „Ekki að svo stöddu, ungfrú." „Og Derek verður handtekinn “ „Undir eins, ungfrú."* Mírella hló grimmdarlega og sveipaði loðfeld- inum þéttar að sér. „Hann hefði átt að hugleiða þetta áður en hann móðgaði mig,“ sagði hún. „Það er aðeins eitt atriði," sagði Poirot og hóstaði afsakandi —“ aðeins eitt smáatriði." „Já?“ „Af hverju álítið þér, að frú Kettering hafi verið dáin, þegar lestin fór frá Lyons?" Mírella starði á hann. „Hún var dáin." „Var hún það?“ „Já, auðvitað. Ég —“ Hún þagnaði skyndilega. Poirot horfði á hana af athygli, og hann sá varkárnina, sem kom fram í augu hennar. „Mér var sagt það. Það segja allir.“ MAGGt OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Ögurlega er þetta stór brjóstsykurs- stöjig fyrir svona lítinn náunga! Mundurðu ekki vil a skipta við mig á henrii og einhverju öðru? Drengurinn: Hvað áttu til að láta í staðinn ? 2. Raggi: Ég get látið þig hafa fimm af boztu marmarakúlunum mínum. Eða þú getur fengið að velja úr frímerkjabókinni minni. Drengurinn: Það lízt mér ekkert á. 3. Raggi: En vasahnífinn ? Eða gúmmibolt- ann? Það er erfitt að verzla við þig! Er það nokkuð sérstakt, seni þú vilt fá? Drengurinn: Það er aðeins eitt, sem ég vil fá L staðinn . . . 4. Drengurinn: Það er stærri brjóstsykurs- stöng!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.