Vikan - 21.04.1949, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 16, 1949
POSTURINN ■
Halló, Vika mín!
Ég er búin að skrifa þér áður, en
hef ekki fengið svar, svo ég vona
nú, að þú svarir mér.
1. Hvað á ég að vera þung? Ég er
172 cm. á hæð og er 14 ára.
2. Hvaða litir fara mér bezt? Ég
er með dökkjarpt hár.
3. Hvað á ég að gera til að ná ból-
um af andlitinu á mér.
Með fyrirfram þökk.
Pollý.
E.S. Hvemig er skriftin?
Svar: 1. Við höfum ekki töflu yfir
þyngd manna á þínum aldri, en 16
ára gömul, jafnhá, áttu að vera
65.73 kg.
2. Háraliturinn ræður ekki öllu;
litur augna og litarháttur þínn að
öðru leyti, ræður allmiklu, svo að
við getum ekki fullkomlega vitað,
hvað þig muni klæða bezt. J>ó munu
ljósir litir klæða þig vel.
3. Eftir því sem bezt er vitað,
er ekki til nokkurt óbrigðult 'ráð
við bólum. En til þess að þú farir
ekki bónleið frá okkur, getum við vís-
að til bókarinnar Fegrun og snyrting
eftir dr. Alf Lorentz Örbeck, sem
Kristin Ólafsdóttir, læknir, þýddi. Á
bls. 92—95 í þeirri bók er fjallað um
bólur.
Skriftin er sköpuð til þess að
skrifa með ástarbréf.
„Woman Hater“ (Kvenhatari)
nefnist gamanmynd, sem kom á
enska kvikmyndamarkaðinn fyrir
nokkrum mánuðum. Steward Grang-
er, sem sést hefur í ýmsum myndum
hér á landi, enda ein þekktasta kvik-
myndastjarna Breta, leikur aðalhlut-
verkið. Þetta mun vera eitt fyrsta
gam'anhlutverk Stewarts, og þykir
hann skila því' vel af sér. Hér sést
hann ásamt bráðskemmtilegum stétt-
arbróður sínum Ronald gamla
Squire. (Frá J. Arthur Rank, Lond-
on).
Halló Vika mín!
Viltu gera svo vel og birta fyrir
mig kvæðið Hjálmar og Hulda.
Með fyrirfram þökk.
Syngjandi Rasmína.
Svar: Kvæðið birtist í Vikunni nr.
26, 27. júní 1946.
Elsku góða 'Vika mín!
Mikið værirðu væn, ef þú segðir
mér hvað ég á að vera þung. Ég er
19 ára, 172 cm. á hæð. Það er hræði-
legt. Mér finnst ég vera þrekin og
mjög þroskuð, en sumir hafa svo
skelfing skrítinn smekk, að þeim
finnst ég vera of horuð. — Viltu nú,
elsku Vika mín, segja mér, hvað ég
á að vera mörg lbs. og hvað eru það
mörg pund? — Vonast eftir svari
sem fyrst.
Á ég ekki að vega mig bara í bað-
f ötum ?
Hvernig er skriftin?
Gúrra.
Svar: 65,73 kg. Lbs. er skamm-
stöfun fyrir fleirtöluna af enska orð-
inu pound = pund. Lbs. áttu að lesa
pounds, en eintölu skammst. lb. áttu
að lesa pound. Eitt enskt pund
(pound, lb.) jafngildir 453,59 grömm-
um. — Skriftin er fremur Ijót.
Kæra Vika! Viltu vera svo góð að
birta fyrir mig kvæðið Sigrún. Með
fyrirfram þökk fyrir fyrsta svar.
Hvernig finnst þér skriftin ?
Virðingarfyllst.
Áskrifandi.
Svar: Margir hafa beðið um
„kvæðið Sigrún", en við könnumst
ekki við það. — Skriftin er tilgerð-
arleg og ritvillur margar.
Kæra Vika!
Ég dáist að þér, vizku þinni og
vísdómi.
Þrátt fyrir það þó að ég dáist
mjög að vorsólinni, þá kvíði ég samt
sem áður fyrir komu hennar. Ástæð-
an er hin viðkvæma húð mín, sem
blessað sólskinið leikur mjög grátt.
Ég hef fengið ráð læknis, en árang-
urslaust. Ég treysti því, að þú getir
hjálpað mér. Viljann veit ég að þig
skortir eigi.
Hvernig er skriftin? Er nokkuð
hægt að lesa úr henni?-
Með fyrirfram þökk.
Kær kveðja.
Hörður.
Svar: Þar sem ráð læknis hafa
ekki dugað, ætlum við okkur ekki
þá dul, að við getum hjálpað þér. —
Skriftin er hreinleg og skýr, og auð-
sjáanlega leggur þú mikla rækt við
að fegra hana, en þótt þú skrifir
fallega upphafsstafi, skaltu spara þá
meira en þú gerir. Svo er sumt i stil-
einkennum þínum, sem ekki samir
fallegri stafagerð (sbr. þrátt fyrir
það þó að o. s. frv.).
Tímaritið SAMTÍÐIN
Flytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsmellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75.
■/
Kæra Vika!'
Ég hef skrifað þér áður, en ekki
fengið svar, enda var það ekki svo
mikilsvert, sem ég spurði þig þá, en
nú vonast ég eftir svari og helzt
sem fyrst.
I fyrsta lagi langar mig til að
spyrja þig um, hvert maður eigi að
snúa sér til að afla sér upplýsinga
um enska klausturskóla. Mig langar
í klaustur, og önnur spurning, sem
ég vildi bera fram viðvíkjandi því,
er, hvort nokkrir styrkir eða gjald-
eyrir væri veittur til að komast í
klausturskóla, því ég vildi ekki, þó
hægt væri, fara í klaustur hér
heima. Einnig langar mig til þess að
vita, hvort nokkur aldurstakmörk eru
fyrir því, að stúlkur gangi í klaustur.
Svo koma nú nokkrar óþarfa
spurningar —
Ég er 17 ára — 162 cm á hæð —
hver á þyngdin að vera? sem stend-
ur er ég 52 kg.
Ég hef gulljóst hár, dökkblá augu
og fremur bjarta húð. ■— Hvaða lit-
ir myndu klæða mig bezt. Ég geng
mest í gráu og bláu.
Linda.
E.S. Og svo hégómagirnin:
Hvernig er skriftin?
Svar: Leitaðu til kaþólska trú-
boðsins í Landakoti. Ef þú ert hæfi-
leikum og gáfum búin, ættir þú að
geta fengið styrk. — Þú átt að vera
59.08 kg. — Rautt og blátt mun
klæða þig bezt. — Skriftin sýnir
góða þjálfun og skriftargleði.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangpi kostar 5 krónur.
Svava Matthiasdóttir (við pilt 16—19
ára, æskilegt að mynd fylgi),
Minni-Borg, Grímsnesi, Árn.
Guðjón Magnússon (við stúikur 18
—23 ára), Kirkjubæjarklaustri,
Vestur-Skaftafellssýslu.
Ingólfur Magnússon (við stúlkur 18
—23 ára), Kirkjubæjarklaustur,
Síðu, Vestur-Skaftafellssýslu.
Sólveig Thorstensen,
Erna Þorleifsdóttir,
Helga Kristinsdóttir,
Mjirgrét Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Hermannsdóttir,
(við pilta 16—20 ára), allar i
hraðfrystihúsi Keflavíkur.
Helga Jónsdóttir (við pilt eða stúlku
18—19 ára, mynd fylgi), Sauða-
nesi við Siglufjörð.
Dýrleif Tryggvadóttir (við pilta eða
stúlkur 19—23 ára), Aðalgötu 8,
Ólafsfirði.
Seselía Helgadóttir (við pilta eða
stúlkur 18—22 ára), Kirkjuvegi 1,
Ólafsfirði.
Hulda Engilbertsdóttir,
Fanney Hervarsdóttir,
(við pilta eða stúlkur 17—20 ára),
báðar Súðavlk, Álftafirði, N.-lsa-
fjarðarsýslu.
Veiztu þetta — ?
Mynd til vinstri: Wrangel-ey er í Norður-lshafi um 85 enskar mílur
norð-austur frá Billingshöfða í Austur-Siberíu. Eyjan fannst árið 1849.
Gerði það Kellett skipstjóri i enska flotanum. Árið 1921 var gerður út
leiðangur fyrir tilstilli Vilhjálms Stefánssonar. Fimm menn voru í leið-
angri þessum og var ætlunin að helga Kanadamönnum eyna. En svo fór,
að allir fórust nema eskimóakonan Ada svartstakkur, er var saumakona
leiðangursmanna. Rússar slóu eign sinni á eyna árið 1924. Mynd að ofan
til hægri: Við Atlantshafsströnd Ameríku allt frá New Jersey til Brazilíu
veiðist fisktegund, sem á ensku er nefnd „amberjacks" (seriola lalandi).
Sagt er, að fiskar þessir syndi upp á yfirborðið, ef mönnum hefur tek-
izt að krækja í einn þeirra, til þess að vita, hvað um er að vera! Mynd
að neðan t. v.: Fuglar geta flogið í 8000 feta hæð. Mynd að neðan t. h.:
Bandarikin framleiða nær helming af öllu stáli í heiminum.
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.