Vikan


Vikan - 21.04.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 21.04.1949, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 16, 1949 MANNFORNIN Þýdd smásaga Herbert Clyne sat yfir hálfvoglu whiskýi og þriggja mánaða gömlu myndablaði. Þótt margt væri fagurra kvenmannsmynda í blaðinu, var svipur Clynes síður en svo blíður. Og ástæðan til þess að hann sat yfir þessum görótta miði, var sú, að hann hafði nú, eftir miklar vangaveltur, kom- izt að þeirri niðurstöðu, að hann væri ó- hamingjusamasti maður í heimi. Hann var aðeins 28 ára gamall og eini Evrópumaðurinn, sem vann á plantekr- unum hundruð kílómetra frá Benares. Hann var að deyja úr ástarsorg og leit óbjðrtum augum á komandi daga. Faðir Lissyar hafði sagt við hann, er hann bað um hönd dóttur hans: „Þér er- uð bráðduglegur maður í plantekrurekstri, en ég kæri mig ekki um yður sem tengda- son. Ég hef hugsað dóttur minni allt aðra framtíð.“ Faðir Lissyar var voldug- ur plantekrueigandi. Þá hafði Clyne svarað, að hann vissi, hver þessi „önnur framtíð" væri, þ.e.a.s. Horace o. s. frv. jarl af Chesterton. En hann kvaðst ekki skilja, hvernig faðir gæti fengið af sér að gefa unga og fagra dótt- ur sína öðrum eins karlfauski, sem hreint kafnaði undir nafni. Faðir Lissyar brást við reiður, og svar- aði Clyne því, að sér hefði verið mikill heiður ger, er jarlinn af Chesterton hefði viljað gista hús sín, á meðan hann dveld- ist á Indlandi til þess að rannsaka innan- landserjurnar suður þar. Hann fór heldur ekkert dult með það, að Clyne væri betra að halda sig á mottunni, ef hann vildi halda stöðu sinni hjá. sér. Væri honum betra, að vera ekki að bera víurnar í Lissy. Lagði hann blátt bann við, að hann væri að sniglast kringum hana. Sólin var hnigin bak við skörðóttar eggj- ar Ghaspuf jalls og tunglið hellti geislum sínum þráðbeint niður á blóðrautt Durga- hofið hinu megin við ána, er Herbert Clyne reis á fætur og fleygði frá sér whisky- glasinu. Hann horfði eitt andartak á þá fögru sjón, er fyrir augun bar, en sneri síðan heim í nýlendumannskofann sinn. Er hann hafði gengið nokkur skref heim á leið, tók hann eftir því, að róið var eftir ánni. Hann gat greint, að bátnum var ró- ið af nöktum, innfæddum mönnum, en farþegana gat hann ekki séð, því að þeir voru huldir af lágu stráþaki, sem strengt var yfir bátsmiðjuna. „Ferðamenn að skemmta sér í tungls- skininu,“ muldraði hann og setti frá sér sjónaukann, er hann hrökk allt í einu við. Lágt kvenmannsóp barst frá bátnum, en samt var það nógu hátt til þess að hann gat greint það. Hönd hans skalf, er hann sá, að bát- urinn lagðist í fjöruna fyrir neðan hofið. Hann gróf augun inn í glerið, og þrátt fyrir daufa skímu, gat hann greint, að Indverjarnir báru með sér langa, svarta byrði. Síðan komu fleiri á eftir með aðra byrði, sem virtist valda þeim nokkrrtm erfiðleikum. Hana báru þeir beint upp í hofið. Með þeim fylgdu fjórir menn í skræp- óttum fötum. Clyne varð ofurskelfdur. Hvað var á seyði. I hofið mátti enginn hvítur maður koma, og það var aðeins notað einu sinni á mánuði til þess að fórna snjóhvítu lambi. Vinnumenn Clynes höfðu sagt honum, að átrúendur Durga fórnuðu einnig börnum og frumvaxta meyjum, en hann hafði á- vallt ímyndað sér, að sá siður væri löngu útdauður ef hann hefði þá nokkurn tíma átt sér stað. En nú virtist honum allar lík- ur benda til þess, að hann mundi enn vera við lýði, og Clyne horfði í gegnum sjón- aukann, svo að hann verkjaði í augun. Hvíta byrðin, sem Indverjarnir höfðu nú borið upp að hofinu, virtist einna helzt vera ung stúlka, sem veitti mikið viðnám. Aftur komu Indverjarnir í ljós og sneru niður að ströndinni til þess að sækja byrð- ina, sem þeir höfðu skilið þar eftir. Þeir báru hana upp í hofið. Clyne tók ákvörð- un í skyndi. Eftir andartak var hann kominn inn í kofann sinn. Hann greip í snatri skamm- I VEIZTU -? I 1 1.1 Aþenu hinni fornu var stundaglas í i „Tumi vindanna". Það var stillt dag- i íega. En hversu oft ber þér að smyrja | og hreinsa úrið þitt, ef þú vilt hafa | það i góðu lagi? | | 2. Hver fann upp stjömuljósmælinn ? 5 3. Hvenær lýstu Bandarikin í Ameríku | yfir sjálfstæði sínu? | 4. Hvenær varð Napoleon Bonaparte = | keisari ? | 5. Hve há er íbúatala Flnnlands? | 6. Hvenær var fyrsta sláttuvélin og i rakstrarvélin flutt hingað til lands? H i 7. Hverrar þjóðar var tónskáldið Franz | Schubert og hvenær var hann uppi? I 8. Hver var fyrsti bankastjóri Lands- § bankans ? | | 9. Hverjir voru Einherjar í ásatrúnni? I 10. Eftir hvem er leikritið „Lénharður | i fógeti" ? | Sjá svör á bls. 14. i ■ ■ 1,1 „II | II ■ ■ ■ ■I.MIII.I.IIIIII I ■ .«■ ■ ■ H ■ l.l.l Hlllllll .1 ll^ byssu og stakk henni við hlið þeirrar, sem hann bar jafnan á sér. Auk þess þreif hann hníf og stakk honum einnig í beltið. Er hann hafði tekið nokkur dýnamíthylki og stungið þeim kyrfilega niður í vasa sinn, hljóp hann niður að fljótinu. Þegar hann hafði hlaupið hálfa leiðina, nam hann staðar og hugsaði sig um. Átti hann að taka einhvern af vinnumönnum sínum með sér? Nei, það mundi vera óðs manns æði, því að vel gátu þeir gerzt lið- hlaupar. Hann tók því enn á ný til fót- anna, hljóp upp í litla kajakinn sinn og stjakaði honum hljóðlítið eftir ánni. Hann gekk á land skammt frá bátnum Indverjanna og dró kajakinn upp á strönd- ina. Síðan skar hann á landfestar bátsins og lét hann reka niður eftir fljótinu, og að stuttri stund liðinni stóð Clyne við inn- ganginn á hofinu. Hann skalf af eftirvæntingu, er hann sá dauft ljós gægjast út gegnum litrúð- una á dyrum fórnaherbergisins. Hann klifr- aði upp á eina súluna, til þess að geta bet- ur séð inn þangað. Eftir á gat Clyne ekki munað, hvort hann æpti upp yfir sig eða ekki, en svo mikið er víst, að hann var rétt að segja dottinn niður frá þessum háa stað, er hann leit inn í skuggalegan salinn. Fyrir framan herfilegt Durga-líkneski . sátu berir Indverjarnir í hálfhring, mar- flatir á gólfinu. Innan við þá, ennþá nær þessu ógeðs- lega skurðgoði, stóðu mennimir í skræp- óttu fötunum. Clyne skildist nú, að það mundu vera prestar, og fyrir fram- an þá sá hann blóði drifna fómarsteina, og þar lá ung kona — og konan var Lissy„ Clyne reyndi að beita Öllu hugviti sínu til þess að frelsa þá konu, er hann elsk- aði. Þá mælti einn prestanna: „Vér fórnum þér, Dúrga, eftirlætiskona Siwahs, þessari hvítu, saklausu konu, og biðjum þig að milda hinn almáttuga Si- wah og láta hann líta niður í náð sinni til vof og gefa oss vatn himnanna til þess að vökva skrælnaða akra vora.“ Presturinn hneigði sig djúpt fyrir guðs- myndinni og gekk síðan að svörtu byrð- inni, sem lá dálítið til hliðar. Clyne sá, að það var jarlinn af Chesterton. „Hvíti maður, þú verður einnig að deyja. Ekki til að þóknast gyðjunni, heldur vegna þess, að þú hefur verið vitni að því sem fram hefur farið. Fljótið helga mun bera líkama þinn til sjávar." ,,Náð,“ stundi jarlinn. „Eg skal ekki minnast einu orði á, að þið hafið drepið ungu konuna, ef þið aðeins hlífið mér. Ég skal borga ykkur eins mikið lausnarfé og þið krefjist." Enda þótt Lissy væri rígbundin, gat hún samt snúið höfðinu og leit fyrirlitlega á jarlinn. Clyne heyrði, að hún hrópaði: „Fyrr mundi ég láta ganga af mér dauðri en verða kona svona heiguls og illmennis." Einn mannanna greip fyrir munn henni, svo að hún gat ekki sagt meira. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.