Vikan


Vikan - 21.04.1949, Qupperneq 3

Vikan - 21.04.1949, Qupperneq 3
VTKAN, nr. 16, 1949 3 Fjölhæfasta leikkona Dana Framhald af forsíðu. -. er dálítið minna en mitt, vegna þess, að ég er eldri en hún, segir frú Pontoppidan. Búningsherbergi hennar sjálfrar er held- ur lítið og dimmt og ekki, að mér finnst, samboðið henni. Karlmennirnir hafa öll sólarherbergin, segir hún hlæjandi. Hvað hafið þér eiginlega verið lengi við konunglega leikhúsið? spyr ég, þegar við höfum sezt. Frá því að ég byrjaði á dansskólanum, sjö ára gömul . . . en svo var ég við önn- ur leikhús og kom hingað aftur f yrir tutt- ugu og þrem árum. Er ekki gaman að hugsa til, að þér vor- uð með í byrjun kvikmyndanna. Jú, og það var gaman að vera með. Ég fékk ótal bréf frá mörgum löndum, jafn- vel frá Japan. Ég geymi sum þeirra enn. Þá voru danskar kvikmyndir sýndar um allan heim. Annars er ég byrjúð að leika aftur í kvikmyndum og hef nýlega lokið einni, þar sem ég fer með hlutverk gam- allar, drykkfelldrar leikkonu . . . Vitið þér annars, að ég lék Höddu-Pöddu í leikriti Kambans með kvikmyndaleikflokki á Is- landi fyrir mörgum árum? Það var veru- lega skemmtilegt! Ég seig í bjarg, og hafði ekki hugmynd um, að ég hafði verið í lífs- háska fyrr en ég var dregin upp aftur! . . . Aldrei gleymi ég fegurð íslands . . . Hver teljið þér beztu árin yðar sem leikkonu ? Fjögur árin, sem ég var við Alexandra- leikhúsið með Peter Fjeldstrup . . . Ég var líka með, þegar Nýja leikhúsið var opn- að, og árin á Dagmarleikhúsinu með bræðr- unum Poulsen og Önnu Larsen voru stór- kostleg. Frú Clara Pontoppidan í „Kameliufrúnni." (Á þeim árum sýndi Clara Pontoppidan fyrst hæfileika sína sem ,,karakter“-leik- kona). Hvað er uppáhalds-hlutverkið yðar? Puck í Jónsmessunætur-draumnum . . . Og ég sé hana fyrir mér í hlutverkinu á útileikhúsinu í Dyrehaven á fögru sum- arkvöldi, og svo var hún hrífandi, að aldrei hefur mér þótt neitt koma til nokkurs Pucks síðan . . . Sem Puck sigraði hún al- gerlega bæði áhorfendur og gagnrýnend- ur Kaupmannahafnar. Langt er um liðið . . . og Clara Pontop- pidan stendur enn í dag jafnvíg á allt — sem fjölhæfasta leikkona Dana . . . Frú Pontoppidan hefur boðið mér heim til sín í eftirmiðdagskaffi, ásamt sameigin- legri vinkonu okkar, frú Richard Peter- sen prófessors, sem margir íslendingar kannast við . . . Húsið er í Charlottenlund, ekki sérlega stórt, en rúmgott og fallegur garður um- lykur það. Þarna á frú Pontoppidan heima með manni sínum, sem- er læknir . . . Þau hafa verið gift j mörg ár . . . Stofurnar eru stórar með dýrmætum, gömlum hús- gögnum. Málverk eru á veggjum, sum af ættingjum húsbóndans, en hann er af hinni ágætu ætt Pontoppidan-anna, er^telur sér marga andans menn Danmerkur. Húsfreyjan tekur á móti okkur með hýru brosi, og það fyrsta, sem hún sýnir okkur, er vinnustQfa sjálfrar hennar, sem er gífurlega stór. Vinnustofan er máluð sterkbláum lit — það sem Danir kalla „ul- tra marine“ — og hátt til lofts, og er stórt, ílangt borð í henni miðri, en með- fram veggjunum standa höggmyndir, og eru athyglisverðar, — en frú P. fæst tölu- vert við höggmyndagerð . . . (Hvernig hún hefur tíma til þess að vinna að mynd- listinni, er eiginlega óskiljanlegt, þvi að eng- in leikkona Danmerkur hefur eins mörg og margvísleg hlutverk eins og hún . .. . Vinnuþrek hennar er ákaflega mikið). Nú býður frú P. okkur út í garðinn og lætur færa okkur ágætar hressingar, en umhyggjusamari húsfreyju er varla hægt að hugsa sér . . . Hún er til dæmis hrædd um, að okkur verði kalt og kemur með teppi til að vefja okkur í . . . Mér dettur í hug það, sem ég hef heyrt, að þau hjónin voru bamlaus, en tóku að sér tvo litla, enska drengi, sem komið höfðu til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum. Foreldrarnir dóu snögglega og hafa Pon- toppidan-hjónin gengið drengjunum alger- lega í foreldra stað. Þeir eru nú fullorðnir menn, hafa fengið ágætt uppeldi og eru mjög elskir áð fósturforeldrum sínum. Hjónin eiga heima í Charlottenlund all- an ársins hring, en á sumrin ferðast þau þó mikið í útlöndum. Talið berst, eins og eðlilegt er, að leiklist. Þegar frú Pontoppidan var fremsta leik- kona Alexandra-leikhússins, á árunum 1914—17, lék hún í „Ævintýrinu“, sem Frú Clara Pontoppidan sem lék Puck í „Jóns- messunæturdraumurinn" eftir Shakespeare. ógleymanlegt er öllum, sem sáu hana í því. Á þeim árum lék hún líka skólapilt- inn Jóhannes Bendt í „Sekur eða saklaus" eftir Julius Magnussen . . . Það var sorg- arleikur, og hreif frú Pontoppidan alla, sem sáu hana í hlutverki skólapiltsins . . . Engin leikkona getur sýnt þá misskildu og undirokuðu eins og Clara Pontoppidan. Hún segir: Það er mesta gleðin fyrir leikarann, þegar hann skilur hvað hann er að gera og hvers vegna hann gerir það. Við minnumst á önnur hlutverk hennar . . . Gömlu jómfrúna í „Hin hlæjandi jóm- frú“, sem Clara Pontoppidan lék svo ótrú- lega skoplega — og með andagift ... Wenclu í „Vonleysingjum" Wedekinds . . . Skrítnu piparmeyna í „Eins og við elskum“ eftir Houmark . . . Þau eru mörg, hlut- verkin, sem Clara Pontoppidan hefur leik- ið — og alltaf hrifið okkur . . . Norma í „Við morðingjar“ eftir Kamban var eitt hlutverkið og þegar við minnumst á Kamb- an, segir frú P„ að þau hjónin hafi þekkt hann vel og dáðzt að honum . . . Kamban var leiðbeinandi, sem blés anda í leikendurna, segir hún. Þegar frú P. kom aftur til Konunglega leikhússins árið 1925, lék hún hina skín- andi fyndnu Ilonu í „Brúðkaupsmorgun Framhald á bls. 7. Frú Clara Pontoppidan sem kínverska konan í „Hvíti hringurinn" eftir Kabund. Listaverkið hefur hún sjálf búið til.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.