Vikan


Vikan - 08.09.1949, Blaðsíða 1

Vikan - 08.09.1949, Blaðsíða 1
. . . Grænland á sér meiri sögu og fjölskrúð- ugri en nokkurt annað heimsskautaland í vestur- heimi. Þar stóð lýðveldi í blóma heilli öld lengur en Bandaríkin sjálf hafa ver- ið við lýði, og þetta var löngu áður en Kólumbus lagði upp í fór sína til Indíalands. „Grænland er mest allra eyja eða minnst megin- landa.“ Það svarar allra landa mest til hinna fornu og algengu hugmynda um ísiþaktar norðurslóðir, því að megnið af hinni geysi- legu víðáttu þess (2 millj. flatarkílómetra) er hulið afar þykkum, ævarandi klakadróma. Er það eins dæmi í löndum þeim, er liggja að íshafinu. Græn- landsjökull er eini megin- landsjökullinn, sem nú ber það nafn með rentu á norðurhveli jarðar, einu leifarnar, sem minna ljós- lifandi um hinn mikla ís- breða er eitt sinn huldi megniðaf Norður-Ameríku og teygði hramma sína alla leið suður um New York og Iowafylki. Tæpur sjötti hluti Grænlands, annes og strandlengja, sem ekki er snævi hulin, slagar upp í Stóra-Bretland að víðáttu. Meginhluti Grænlands er hálendur og skóglaus. Þar vex einkum gras, lyng og kjarr. Gróðurinn er að vísu ekki hávaxinn, en fjölbreytnin er hinsvegar næsta mikil. Talið er, að þar vaxi yfir hálft fimmta hundrað blómjurtir. Á sunnan- verðu landinu geta birkitré orðið 10 m. að hæð og pílviður 6 m. Jafnvel norður í Peary-landi, nyrzta útskaga Grænlands, springa litfögur blóm út á sumrin, og fiðrildi sjást þar á sveimi. Á meginjöklinum eða íshjálminum, er þekur allt miðbik lanas- ins, hefur verið mælt eitt- hvert hið mesta1 frost, sem dæmi eru til á jörðu hér, en við sjávarsíðuna, þar sem jökullinn nær ekki til, verður vetrarveðráttan svipuð og í Norður-Dakota og Wyoming — sums- staðar jafnvel mildari. Grænland er svo mikið á langveginn, að nyrzta annes þess liggur nær norðurskautinu en nokk- urt land annað, og syðsti oddinn er á svipuðu breiddarstigi og Osló og Leningrad, um 60° n. br. Næsti ijágranni þess er Ellesmere-ey. Hún tilheyr- ir Kanada og er aðeins tólf mílur vestur af Græn- landi. Áð vetrinum er ekki nema röskur þriggja stunda gangur yfir ísilagt sundið milli lands og eyj- ar. Island er sunnan heimsskautabaugsins og um 180 mílur frá austur- strönd Grænlands. Þangað sést í skíru veðri áf’fjöll- unum á Blosseville-strönd- inni. Fyrir hér um bil 1000 árum, eða nánar tiltekið árið 981, var Eiríkur hinn rauði sekur fundinn um vígaferli og gerður útlæg- ur af íslandi. Viðurnefni sitt hlaut hann af því, að hann var rauðhærður. Hann afréð að eyða út- legðarárum sínum til að leita að ókunnu landi, sem maður að nafni Gunnbjörn hafði séð mörgum árum áður, er hann hrakti vestur í haf. Eiríkur gekk á skip með fjölskyldu sína og þræla írska, sigldi í vesturátt frá íslandi og kom í landsýn við suð- austurströnd Grænlands. Hann beitti fyrir suðuroddann og tók land á þeim slóðum, sem nú eru kenndar við Julianehaab. Þar hafði hann vetursetu, kannaði landið og Framhald á bls. 3. „Komir þú á Grænlands grund . . . Á HEIMSENDA KÖLDUM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.