Vikan


Vikan - 27.10.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 27.10.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 43, 1949 PÓSTURINN • Svar til Grétu Jónsd.: Paul Robe- son á uppkominn son, svo að senni- lega er hann kvæntur, enda kominn af léttasta skeiði, fæddur 1898. Heim- ilisfang hans þekkjum við ekki. Kæra Vika. Ég hef tvisvar skrifað þér áður en ekkert svar fengið, nú langar mig til að spyrja þig eftirfarandi spurn- inga: 1. Er gagnfræðadeild í Menntaskól- anum? 2. Ef svo er þarf að sækja um hana fyrirfram ? 3. Hvað eru það margir vetur? 4. Er maður þá gagnfræðingur ? Vonast eftir svari í næsta blaði með fyrirfram þökk. Bía. E. S. Hvernig er skriftin. Svar: Við Menntaskólann í Reykja- vík starfar auk lærdómsdeildar (stú- dentaundirbúningsdeild) svo kallað- ur landsprófsbekkur. Þar eru kennd gagnfræðaprófsfög og nemendur ganga undir landspróf að vori. Fyrsta bekkjarnámsgreinir skulu væntanleg- ir nemendur hafa lært. — Skriftin er ekki góð og ritvillur eru nokkrar. Kæra Vika. Eg hef aldrei skrifað þér áður, en ég sé, að þú leysir úr svo mörg- um vandamálum að mig langar að biðja þig að svara fyrir mig nokkr- um spurningum: 1. Eg hef mikinn áhuga á að ger- ast leikkona. Er hægt að komast að hjá leikfélagi í Ameríku, ef maður hefur hæfileika, ágæta söngrödd, kann ensku og hefur lært í íslenzk- um leikskóla? 2. Hvort er meira farið eftir út- liti, eða hvering fólk leikur? 3. Er of seint að byrja að leika 19 ára? 5. Hvaða litir fara mér bezt? Eg er með dökkbrúnt hár, dökkblá augu og frekknótt. 5. Hyernig er skriftin? Vonast eftir svari sem fyrst. Lesandi Vikunnar. Svar: L—3. Svo er sagt, að það sé oft þyrnum stráður vegur að komast í tölu frægra leikara í Ameríku. Margir leikarar hafa „hafizt af sjálfum sér“ með þrotlausri elju og námi, en aðrir hafa náð frægð af einskærri heppni og vegna þess að þeir voru sérstakar ,,týpur“, sem sótzt var eftir. A. m. k. á þetta við um kvikmyndaleikara. Það hefur jafnvel verið haft að orðtæki, að „allir geti lært að verða leikarar", sérstaklega ef menn hafa fagran vöxt og frítt andlit, eins og dæmin sanna, ef litið er á nokkrar kvik- Viðskiptaskráin 1950. Söfnun á efni í næstu útgáfu Viðskipta- skrárinnar er nú hafin. Ný verzlunar- og atvinnufyrirtæki eru beðin að gefa sig fram sem fyrst. Ennfremur eldri fyrirtæki, er kynnu að vilja breyta einhverju því, sem um þau hefir verið birt. Viðskiptaskráin er stærsta og fullkomnasta kaup- sýslu- og addressu-bókin, sem út er gefin á landinu, og er nauðsynleg handbók hverjum þeim, sem einhvers- konar kaupsýslu hefir með höndum. Látið yður ekki vanta í Viðskiptaskrána. Auglýsingar, sem birtast eiga í Viðskiptaskránni þurfa að afhendast sem fyrst. $ Auk þess sem Viðskiptaskráin er notuð um allt land, | hefir hún verið send víðsvegar um allan heim. $ Viðskiptaskráin er einnig send sendiráðum, ræðis- mönnum og öðrum fulltrúum Islands um allan heim. \ I Utanáskrift: Steindórsprent h.f., i Símar: 1174, 7016 — Tjamargötu 4 — Reykjavík. £ & & myndaleikara, sem hér hafa sézt í myndum. En auðvitað mega hæfileik- arnir sin mest í Ameríku sem annars staðar, svo að þú ættir bara að bregða þér í vesturveg og freista gæfunnar, ef þú heldur að þú hafir frábærar leikgáfur, þar er a. m. k. nóg af leikhúsum og leikflokkum, en það er ekki víst að þú komizt að á Broad- way eða í Hollywood alveg á stund- inni. Það eru víst anzi margir um boðið! Aldurinn er þér ekki að meini. 4. Grænt, brúnt og blátt. 5. Skriftin er sæmileg. JÁZZLEIKARINN Benny Goodman klarinetleik- ari og hljómsveitarstjóri er frægastur allra jazzleikara í hópi hvítra manna. Frá því að hann byrjaði með hljómsveit sína 1943 og fram á þennan dag hefur hann stöðugt verið í fréttum jazzblaða og varla líður svo klukkustund að ekki sé leikin hljómplata, sem hann hefur ekki leikið á, einhvern- staðar í heiminum. Hann er Bandaríkjamaður af rússneskum Gyðingaættum, og var hann aðeins tíu ára gam- all þegar hann byrjaði að læra á klarinetið og hefur hann því leikið á það í þrjátíu og eitt ár, því hann er 41 árs að aldri núna. Hljómsveitir hans hafa jafn- an verið með beztu jazzhljóm- sveitum og er Goodman einnig þekktur fyrir að hafa upp- götvað jazzstjörnur. Menn eins og Teddy Wilson, Lionel Hamp- ton, Gene Krupa, Harry James og margir fleiri hafa náð frægð fyrir tilstilli Goodman. Svavar. Tímaritií SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. Bréfasamböod Birting á nafni, aldri og heimihs- fangi kostar 5 krónur. Svava Gunnarsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára, hélzt i Reykja- vík, æskilegt að mynd fylgi). (Sjá blað nr. 41). Jón Magnús Runólfsson (vij þýzka. stulku 30—39, æskilegt aö mynd. fylgi), Suðurgötu 25, Keflavík. Helga Kr. Bjarnadóttir (við pilta eða stúlkur 18—21, æskilegt að mynd fylgi), Háteig 1, Akranesi. Anna Daníelsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—21 árs), Kirkjubraut 56, Akranesi. Inga Þorláksdóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Karlsbraut 9, Dalvik. Sigríður Hermannsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—17 ára), Karls- braut 15, Dalvík. Hildur Hansen (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Karlsbraut 5, Dal- vík. Theódór Magnússon (við stúlku 18— 20 ára), Trausti Jónsson (við stúlku 18—20 ára), Sigurður M. Magnússon (við stúlku 20—22 ára), Þórður Sigurðsson (við stúlku 22— 25 ára), allir skipverjar á m.b. Sigrúnu AK 71, Sandgerði, æskilegt að mynd- ir fylgi. Helena Hallgrímsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, (við pilta eða stúlkur 18—22), báðar til heimilis í Vesturvalla- götu 3, Siglufirði. Geira Helgadóttir (við pilta eða stúlkur 15—19 ára, æskilegt að mynd fylgi), Bárugötu 3, Flateyri. Inga Kristjánsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—19 ára, æskilegt að mynd fylgi), Vallargötu 1, Flat- eyri. Plaukur Isaksson (við stúlku 16—18 ára), m./b. Barða, Drangsnesi, Steingrimsfirði. Þórhallur Árnason (við stúlku 18— 20 ára), m./b. Barða, Drangsnesi, Steingrímsfirði. Ti! kaupenda Heimilisblaðsins VIKAN Vegna hæklainar prentkostnaðar hefur verð blaðsins hækkað frá 1. október og er nú sem hér segir: I lausasölu kr. 1.75 pr. eint. Áskriftargjald (frá afgreiðslunni í Reykjavík) kr. 6.50 pr. mánuð. Heimilisblaðið VIKAN Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.