Vikan


Vikan - 27.10.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 27.10.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 43, 1949 Beatrice og faðir hennar höfðu niðurlœgt sig við að bjóða honum með í veizlima. En þetta átti eftir að versna. Mustapha fór að tala á sinn þægilega og skemmtilega hátt — og Beatrice varð brátt að viðurkenna, að hann tal- aði ekki einungis betur en nokkur annar við- staddur, heldur að hann bar hita og þunga sam- ræðnanna — hann varð brátt miðpunktur veizl- unnar. öllum virtist geðjast að honum — og ef þeim geðjaðist ekki að honum, leyndu þeir því i það minnsta. Og enn eitt -— meðal allra þess- ara undarlega óvissu Englendinga virtist Must- apha eini heilbrigði maðurinn. Skoðanir hans voru ákveðnar, dómar hans heilbrigðir — og hann virtist yfirleitt ánægður með sjálfan sig og heiminn. Þessi uppgötvun gerði Beatrice gramt í geði. Þannig var þetta ekki í Indlandi eða Egyptalandi — það vissi hún, því að hún átti vini á báðum stöðunum. Og innst inni ásakaði hún landa sina biturlega fyrir aS láta Tyrkjcmn ekki draga sig í hlé. Og ekki bætti það úr skák, að hún varð að viðurkenna, að Mustapha var lag- legri og karlmannlegri en nokkur af hinum, sem viðstaddir voru, og að hann kom jafnvel hinum laglega Jim Leighton, já meira að segja föður hennar til að virðast óglæsilegir. „Þér eruð *vo aivarleg, ungfrú Molloy,“ sagði rödd í eyra hennar. „Erum við yður til leið- inda?“ Það var Richard Kingston, sem hafði komið til hennar. „Nei, ég er alls ekki þreytt,“ svaraði hún fljótt. „Ég var bara að hugsa. Það er slæmur vani, sem ég hef.“ „Að hugsa?“ spurði hann brosandi, og augna- lokin sigu. Mér geðjast vel að þessum undarlegu rykugu augnahárum! — sagði Beatrice við sjálfa sig, en upphátt svaraði hún: ,,Já, í veizlu, að minnsta kosti. Allt á sínum tíma!“ „Og á sínum stað!“ bætti hann við. „Það er vanalega bezt að hugsa ekki í Konstantinopel." „Hvers vegna?" Hann horfði augnablik á hana og sagði svo glaðlega: „Það er hægt að gera margt skemmtilegra." Það var ekki þetta, sem hann hafði átt við, hugsaði hún og braut heilann um, hvað hann í raun og veru hefði átt við. Og augu hennar leituðu — eins og þau héldu alltof áfram að leita á móti vilja hennar — Mustapha Aziz. Augu Rickys fylgdu hennar augum, og hann sagði: „Hvernig lízt yður á félaga föður yðar, ungfrú Molloy ?“ „Mér lízt alls ekki á hann!“ svaraði hún. Aftur leit hann á hana. „Mustapha er duglegur maður," sagði hann og aftur gat Beatrice ekki varizt þeirri hugsun, að hann væri ekki alveg hreinskilinn. „Ég hef heldur ekkert slíkt á móti honum," svaraði hún, „mér geðjast bara ekki að fram- komu hans — hann er alltof sjálfsánægður!" „Já, ég skil,“ svaraði hann, „en við megum ekki gleyma, að hann er í sínu eigin landi, ung- frú Molloy, og þarfnast ekki okkar verndar. Og — við höfum ekkert umboð —“ og hann brosti aftur til hennar. „Það er rétt,“ sagði hún biturlega. „Við verðum að venja okkur við það!“ Hann Jalaði glaðlega, en Beatrice fann, að eitt- hvað meira lá í orðum hans. Það var eins og hann vildi aðvara hana — gegn hverju? Gegn Must- apha Aziz. Hún rétti úr sér. Hún var ekki hrædd við Tyrkjann, og vildi sjálf ákveða hvernig hún ætl- aði að umgangast hann. Stuttu síðar fór Rickey — er hann hafði litið á húsbónda sinn. Hann og Jim Leighton fóru sam- an. Mustapha Aziz stóð upp af stólnum og fór til Beatrice, sem stóð ein augnablik. „Ég vil gjarrnan tala nokkur orð við húsmóð- urina,‘‘ sagði hann, „því að ég verð einnig að fara eftir stutta stund. Ég bið yður að afsaka mig, bæði af því að ég kom svo seint, og af því að ég verð að fara svona fljótt aftur, en ég þarf að fara á áríðandi fund." Dirfska hans gerði hana orðlausa. Gat það verið, að hann héldi, að það, að hann kom seint — eða kom alls ekki — gæti verið áhugaefni hennar? Hún leit á hann augnaráði, sem átti að vera kalt og fyrirlitlegt, en sem Mustapha virtist aðeins barnalegt, skemmtilegt og aðlað- andi, og hann hélt áfram: „Við verðum að hittast oftar, ungfrú Molloy — ég vona, að þér viljið veita mér þá ánægju að gefa yður reiðhest — ég á marga mjög góða reiðhesta — —“ „Það er mjög vingjarnlegt af yður,“ sagði hún og roðnaði af reiði, ,,en ég kann ekki að sitja hest, Mustapha Aziz." „Hafið þér lofað að gera það ekki?“ spurði hann glaðlega. Hún roðnaði — henni fannst hún vera lítil, dónaleg, barnaleg og mjög rugluð. Hann gat fengið hana til að líða þannig, þessi maður, sem var svo miklu skynsamari en hún. Og þó var aðstaða hennar rétt. Hún var rétt! Hún hélt sér fast í þe.tta eina. Hann kom henni til að finnast hún hafa rangt fyrir sér, en það var hann, sem hafði það, dirfska hans var óþolandi — gat hann ekki skilið það djúp, sem var á milli þeirra? Skildi hann ekki, að jafnvel nærvera hans — í þessu enska húsi -—• meðal Englendinga — var heiður, sem hann átti að vera þakklátur fyrir? Hann’virtist ekki kunna að meta það. Þvert á móti —• hann hló að henni, stríddi henni, augu hans gerðu gys að henni, eins og hún væri heimskulegt barn. Erfiður maður! Og helmingi erfiðari vegna fegurðar sinnar. Erfiður — og hasttulegur, þessi Mustapha! Og hann vissi það, það hafði hún getað svarið. En hann skyldi finna ofjarl sinn í henni ■— allir aðrir gætu gert það, sem þeir vildu — smjaðrað fyrir þessum manni, eyðilagt hann á eftirlæti, verið góðir vin- ir hans vegna friðarins — hún, Beatrice ætlaði ekki að leggja sig niður við það. Hún ætlaði ekkert að skipta sér af Mustapha Aziz. „Ég mundi nú ekki orða þetta svona hátíð- lega," sagði hún sem svar við síðustu athuga- semd hans, „en — eins og þér viljið. Að minnsta kosti sit ég ekki hest framar.“ „Það finnst mér leiðinlegt að heyra,“ svaraði hann. „Ég hélt, að mér auðnaðist sú ánægja — jæja en — en menn hafa nú áður heyrt getið um, að kona hafi skipt um skoðun. Samt sem áður er ég hræddur um, að ég verði að fara. Við skul- um tala saman við tækifæri. Þér verðið að borða kvöldverð hjá mér — eftir tvo daga? Ég skal tala við Terry um það.“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Lilli! Hversvegna hagarðu þér svona! Pabbinn: Komdu strax Pabbinn: Er ég ekki margoft búinn að hingað! Ég þarf að tala segja þér, að þú mátt ekki skella hurðinni? við þig. Pabbinn: Svona, reyndu nú að haga Lilli: Var það rétt svona, pabba? þér einsog kurteis maður, þegar þú Pabbinn: Hárrétt, Lilli minn! Svona áttu að haga þér. Nú gengur um. ætlar pabbi að lesa. Copf '94*1. King Feaiufet SyfwJictlc. Inc . VX'oilJ nchtt ttterveJ. Pabbinn: Skellir hann hurðinni aftur!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.