Vikan - 05.01.1950, Síða 5
VIKAN, nr. 1, 1950
5
• imiiiiiiimiimiiiiiitiiniiiiiii
Framhaldssaga:
l•l■|||llllllllllmlmmmmmllmllllllllllll■lllnmllllllll■llllllllllll■lllllllllllllllllllll■lllllllll■lllllllll||||||■ll||||||||||•l|||||||||||||||||||||||||||||| iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii.
EIRÐARLA UST LÍF
12
Eftir ANN DUFFIELD.
......................... ii 11 ii nii ■ ii in iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiii ii ii iii 11111111111111111111111 ii nii n ■■ 111111111 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmiiiiiiiiiiiiimmmimmmmiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiiiiii
talaði um að leiðinlegt væri, að hann skyldi vera
-einstaklega vinsæll. Jafnvel Mustapha sjálfur
öll Pera saknaði Rickey, sem verið hafði
íarinn.
„Svo að þér hafið misst vin yðar,“ sagði hann
við Beatrice. Ég fann til með honum, er ég heyrði
um orsakirnar ti) brottfarar hans. Hafið þér feng-
ið góðar fréttir af honum?“
„Nei, síður en svo,“ svaraði hún. „Pöður hans
hefur enn farið hrákandi og læknarnir telja
óvist, að hann lifi lengi.“
„Það tekur mig sárt,“ sagði Mustapha. „Það
er sorglegt að missa föður sinn.“
„Það er ægileg tilhugsun," sagði hún snöggt.
„En samt verður maður að taka því eins og
sjálfsögðum hlut. Það hef ég orðið að gera.“
Hún leit á hann meðaumkunaraugum.
„Ó, ég hafði gleymt því, þér hafið misst föður
yðar?“
„Það var vilji Allah," svaraði hann, „en það
var ekkert betra.“
„Yður þótti mjög vænt um hann?“ sagði hún
blíðlega.
„Ég elskaði hann,“ svaraði hann.
Henni fannst mikið til um alvöru hans og ein-
lægni, hún átti betur með að þola hann, úr því
að hann hafði elskað föður sinn og skammaðist
sín ekki fyrir að viðurkenna það. Mustapha virt-
ist að meira en einu leyti vera mannlegri en
hún hafði búizt við.
„Kingston kemur hingað ekki aftur, fyrr en
allt er um garð gengið,“ hélt hann áfram.
„Nei, hann hefur leyfi til að dvelja eins og
hann lystir. Móðir hans er óstyrk og hann er
einbirni. Ef faðir hans deyr, kemur Rickey ekki
aftur, fyrr en öll hans mál eru til lykta leidd.“
„Auðvitað ekki,“ svaraði Mustapha alvarlega
og reiknaði það út í snatri, að Rickey gæti ekki
komið aftur til Pera, fyrr en eftir hálfan annan
mánuð í fyrsta lagi. Hann vonaði að Kingston
gamli tórði dálítið, svo að Rickey yrði sem lengst
í burtu frá Tyrklandi.
Beatrice saknaði Rickey mikið, en hugsaði, ef
til vill, minna um hann af þvi að hún hafði
miklar áhyggjur út af föður sínum.
Molloy var ekki hraustlegur að sjá. Og iðulega
var hann í þungum þönkum. Lengi vel vildi hann
ekki viðurkenna, að neitt væri öðruvísi en áður
var, en loks éitt kvöld viðurkenndi hann, að
hann væri í hálfgerði fjárþröng.
„Eyðum við ekki ofmiklu, pabbi?“ spurði
Beatrice. „Við gætum auðveldlega minnkað út-
gjöldin."
„Við komumst tæplega af með minna," svar-
aði hann. „Maður verður að temja sér einhverjar
lágmarkslífskröfur, eins og þú veizt.“
Já, hún vissi það.
„En setjum svo, að við segðum upp íbúðinni og
flyttum út á búgarðinn,“ sagði hún. „Gætum við
ekki gert það?“
„Það er ekki til neins, við eyðum ekki of
miklu að þessu leytinu. Og þú mátt ekki hafa
áhyggjur út af þessu.“
„Já, en ég held, að ég sé þér þungur útgjalda-
liður.“
„Hvaða vitleysa! Sannleikurinn er sá, að ég
þarf að borga vexti af lánum og mig skortir
peninga til þéss, af því að ég hafði búizt við að
geta selt eignina heima og haft sæmilegt upp úr
henni, en það hefur brugðizt."
„Hefur þú heyrt frá umboðsmanninum ?“
„Já, það eru engir möguleikar — og tímarnir
eru slæmir heima.“
„Ætlaðir þú að selja húsið til þess að geta
greitt vextina, pabbi?"
„Nei, barnið gott. Vextirnir eru engan veginn
það, sem mest ríður á. Ég skulda meira og ég
hata skuldir." sagði Molloy, sem allt sitt líf hafði
verið skuldum vafinn og mundi fús til þess, svo
lengi sem hann gæti skrifað nafnið sitt, að taka
ný lán og stofna sér í stærri skuldir.
Beatrice, sem sannast að segja, grunaði, hvern-
ig faðir hennar var gerður, kunni ekki við að gera
honum erfiðara fyrir með því að andmæla. Hún
mælti:
„En vextirnir, pabbi?“
„Þá borga ég með afrakstrinum af búgai'ðin-
um. Tekjurnar af honum eru nokkuð öruggar —
en mér þætti skemmtilegra að geta -eytt þeim
handa dóttur minni.
„Pabbi! Eins og ég hafi ekki allt sem ég get
óskað mér! Ef það er ekki annað, sem þú hef-
ur áhyggjur út af . . .“
„Nei, aðrar áhyggjur hef ég ekki,“ laug faðir
hennar. „Mig langar að gefa þér bíl, Beatrice
og skartgripi — —“
„Hvað heldur þú, að ég kæri mig um bíl? Eða
skartgripi? Ég kæri mig yfirleitt ekki um neitt.
Ég er alhamingjusamasta stúlka í heiminum."
„Ertu virkilega hamingjusöm, elskan min?“
„Get ég verið annað, þegar þú ert hjá mér?“
sagði hún og lagði vangann að kinn hans. „Bara,
að þú gætir hætt að hafa áhyggjur."
„Það geri ég,“ lofaði Molloy. en hann gat það
ekki, þótt hann reyndi að fela ótta sinn. Pleira
fór þeim ekki á milli, en Beatrice sá allt og
skildi og bar kvíðboga i brjósti.
Búgarðurinn gaf yfirleitt af sér góðan arð, en
næst þegar Beatrice fór út þangað, sagði Dó-
herty henni, að það sem einkum væri eitthvað
upp úr að hafa, væri vínekrurnar. Uppskeran
í ár mundi verða með afbrigðum góð og Kerami
— mikið grískt verzlunarfyrirtæki —- hafði boð-
ið hátt verð fyrir afurðirnar.
Beatrice hlakkaði 1*1 uppskerutimans. Molloy
hafði heitið henn því, að hún skyldi fá að dvelj-
ast á búgarðinum um það leyti vikutíma. Hún
var himinlifandi yfir því og vonaði, að Rickey
færi að koma. Hann mundi geta ekið þangað
á hverjum degi. Hann mundi hafa gott af þvi,
eftir erfiðið, sem hann hafði orðið að þola
heima fyrir — þau mundu öll hafa gott af því.
Litla, græna vinin í eyðimörkinni breyttist
í gullinn reit glóandi þrúgna.
Molloy hlakkaði einnig til uppskerunnar, en
af allt öðrum ástæðum. Hann vonaði, að uppsker-
an gæfi svo mikið af sér. að hann gæti greitt
vextina til Mustapha. Hann var þegar orðinn
alltöf seinn með það. Hann hafði alveg gefizt
upp við að borga alla skuldina. Fresturinn —
6 mánuðir — var senn útrunninn. Jæja, þar sem
ekkert var af að taka, hafði jafnvel sjálfur keis-
arinn engan kröfurétt! Mustapha varð að fram-
lengja greiðslufrestinn og það mundi hann áreið-
anlega gera. Hann væri ekki svo vitlaus að slátra
þeirri gæsinni. sem gulleggjum verpti — lýsa
Molloy gjaldþrota og tapa bæði rentum og höf-
uðstól og góðum búgarði að auki. Hann hafði
ekki ætlast það fyrir, sem hann sagði, reyndi
Irinn að sannfæra sjálfan sig um, hann hafði
hinsvegar reynt að ógna honum til þess að borga.
Molloy hafði reynt að gera sitt bezta, en það
var árangurslaust. Nú mundi Mustapha áreiðan-
lega framlengja greiðslufrestinn, svo fremi sem
hann borgaði vextina.
Síðari hluta dags eins sat Beatrice úti á svöl-
unum. Það hafði verið heitt og mollulegt allan
daginn og sólin var undarlega þokukennd. Klukk-
an fimm dró skýflóka á loftið í austri.
„Pabbi — sjáðu þetta einkennilega ský.“ sagði
Beatrice.
Molloy hnyklaði brúnirnar. Honum leizt ekki
á útlit þess. Það nálgaðist óðfluga — himininn
yfir fjallinu varð kolsvartur. Allt í einu varð
þessi bjarta borg grá og myrk. Það var eins og
slökkt hefði verið á stórri rafmagnsperu, en
kveikt á daufu tólgarkerti. Allt í einu skall á
hvínandi stormur og feykti um tágaborðinu.
„Guð minn góður!“ hrópaði Beatrice og greip
í hár sitt og pils, sem flettist upp um hana.
„Hvað er að gerast?“ Rödd hennar kafnaði í
hávaðanum. Það var nær aldimt í Pera en Stam-
bul sást ells ekki. Pietro kom hlaupandi til þess
að bjarga tebollunum. Molloy þreif í dóttur sína,
ýtti henni inn á undan sér og skellti aftur hurð-
inni. Hávaðinn var óskaplegur, svo að ekki heyrð-
ist mannsins mál.
„Ég hef aldrei vitað aðra eins rigningu!" hróp-
aði Beatrice og skalf.
„Þetta er ekki rigning."
Hún leit upp til Molloys dauðskelfd, er hún
heyrði raddblæ hans.
„Pabbi!" Hann var öskugrár í framan, ösku-
grár og harmi lostinn. „Ó hvað er á seyði?“
„Hagl!“ svaraði hann hljómlausri röddu.
Og það var hagl, en þvílík ósköp hafði Bea-
trice aldrei séð áður. Það var eins og rigndi
grjótmulningi og hraðinn var eins og í hríðskota-
byssu. Stormurinn hvein og öskraði og yfir-
gnæfði brothljóðið er rúðurnar möluðust mélinu
smærra. Það virtist óhugsandi, að þetta gæti
haldizt lengi, en svo varð þó.
,,Ó!“ hrópaði Beatrice. „Þakið þolir þetta ekki,
Hún var sem lömuð, hálf-hrædd og hálfæst —
svo datt henni allt í einu hræðilegt í hug, og
hún æpti upp yfir sig:
„Pabbi! Vínþrúgurnar! Vínþrúgurnar!
,Það er búið að vera! Þær eru ónýtar!"
„Já, þetta var sannarlega þungt áfall,“ sagði
Mustapha þýðri röddu, „en hönd Allah — •—“
„Djöfullinn hirði þenna Allah,“ öskraði Molloy
ruddalega.
Þeir sátu andspænis hvor öðrum í bókastofu
Mustapha. Irinn var kominn til þess að tjá þess-
um tyrkneska lánardrottni sínum, að hann hefði
engin tök á'því að greiða skuldina, og, það sem.
meira var. hann hefði ekki ráð á því heldur, ao
borga vextina og væri hann þó orðinn tveimur
mánuðum of seinn itieð það.
Ofviðrið hafði eyðilagt alla vínuppskeruiia og
valdið auk þess margskonar minniháttar spjöll-
um, sem þó kostaði eigi alllítið að gera við.
Molloy mundi eiga nóg með að reyna að veite
búgarðinum nauðsynlegar umbætur, ef hann átti
að verða til einhvers nýtur næsta haust. Um
greiðslur á vöxtum var ekki að ræða. Og sam -
kvæmt upphaflegum samningi milli þeirra, bar
Molloy einum að sjá um allt viðhald og stando
straum af kostnaði þess, en Mustapha hirti ein-
ungis ákveðinn hundraðshluta af gróðanum, e?
um slíkt var að ræða.
„Þér sjáið aumur á mér,“ sagði Molloy glao-
lega og stakk það all mjög í stúf við andlit hans,
sem var gleðisnautt, en harmi þrungið.