Vikan - 05.01.1950, Síða 11
VIKAN, nr. 'V, 1950
11
:... Framhaldssaga: ----------------------------
LEIKUK ÖRLAGAIMIMA
| 21 Eftir HGRMÍNU BLACK
i.............•>..............»»■»»».......
Hvaða þýðingu hafði það, þótt hann hefði ver-
ið með mörgum öðrum konum ? spurði hann sjálf-
an sig. Hún var eina konan í lífi hans, og
nú vissi hann, að hann fyrr eða síðar mundi
hann taka hana aftur. Hann hafði undarlega til-
finningu i höfðinu. Augu hans brenndu hana og
varir hans voru þurrar.
„Garth er úti!!“ sagði Nada.
„Ég veit það. — Ég kom aftur, af þvi að mig
langaði til að sjá þig, — ég fer úr borginni
í kvöld.“
„Hvað vilt þú mér?“ spurði hún.
„Nada! 1 guðs bænum talaðu ekki við mig eins
og við værum ókunnug. Enn er nokkuð, sem ég
v e r ð að segja við þig. Hann kom nær, meðan
hann sagði þetta. „Við getum ekki látið málin
standa eins og þau gerðu, þegar við skildum
síðast."
„Hvers vegna ekki? — Það er það eina, sem
hægt er að gera." Hún stóð þarna, grönn og
beinvaxin í rauðum kjól, sem gaf fegurð henn-
ar nýjan, ljómandi blæ.
Þegar hann sá hana standa þarna, — fallega
og girnilega — fann hann, að hann m u n d i
hefna sín á Garth, af því að hann hafði stolið
henni frá honum.
„Guð minn góður, Nada!“ sagði hann hásri
röddu. „Skilur þú ekki, hvað þú gerir mér? Ég
get ekki lifað svona lengur — ég tærist upp af
hugsuninni um þig — þrá eftir þér —.“
„Tony, vertu rólegur. Hún gekk frá honum.
„Ég vil ekki hlusta á þig. Ég ‘— ég hef sagt
þér---------."
Hann reyndi að ná í hana. En skyndilega hring-
snerist allt fyrir augum hans, og hann tók hönd-
unum fyrir augun. Næsta, sem hann mundi var,
að hann sat í stól og að Nada stóð við hlið hans.
„Hvað gengur að, Tony?“ spurði hún, og rödd
hennar var ekki kuldaleg lengur. „Ert þú veikur ?“
„Það -— það er ekkert. Ég — ég hef fengið
svima nokkrum sinnum. Það er höfuðið, — ég
er að verða vitlaus." Hann greip hönd hennar
og kyssti hana. „Nada — ég verð hér ekki lengi.
Ég fer í næstu viku. Ég vil, að þú vitir, að ef
eitthvað gengur illa fyrir þér — ef þú verður
óhamingjusöm — þá kem ég aftur, og — ég
elska þig — ég grátbið þig að muna, að ef þú
þarfnast nokkurs til að hjálpa þér —■ —.“
„En Tony — hvers vegna ætti ég að verða
óhamingjusöm ?“ spurði hún. Hún hafði alls ekki
ætlað að vera svona góð við hann, en hún fann,
að hann hafði hita. „Farðu nú heim," sagði hún,
,,og hvildu þig þangað til á morgun. Þú getur
ekki ekið sjálfur — ég vona, að þú hugsir ekki
um það.“
„Ég er alveg heilbrigður." Hann stóð upp.
„En ég bið þig — mundu það, sem ég sagði, —
þú munt ef til vill þarfnast þess. Jafnvel Garth
hefur ekki alltaf verið eins yndislegur og galla-
laus og þú heldur. Mundu, að hann hafði lifað
s i n n hluta af lifinu áður en hann vissi að
hann gæti fengið þig.“
„Við skulum ekki tala um Garth," sagði Nada
ákveðin „Ég er alls ekkert hrædd um, að hann
muni svíkja mig nokkru sinni. Góða nótt, Tony.“
„Góða nótt, ástin mín, —• og gleymdu ekki
því, sem ég sagði.
Og áður en hún gat hindrað það, hafði hann
gripið hana í faðm sér og þrýst vörum sínum
að hennar vörum, í kossi sem sveið.
„Tony," hrópaði hún á eftir honum, þegar hann
fór út. „Þú mátt ekki aka, — þú g e t u r það
ekki!" En hann gekk út án þess að svara.
Frá glugganum fylgdi Nada honum með aug-
unum. Hún var föl og hrædd. Það gekk eitthvað
að Toný. Bara að Garth hefði ekki farið út.
Hann hafði breytzt. Hún hafði líka breytzt, —
það var ekkert undarlegt, ef óhappið, sem hann
varð fyrir í síðustu flugferð sinni hefði getað
breytt honum. Og nú ætlaði hann að fljúga aftur.
Hann var ævintýramaður!
Og nú sneru hugsanir hennar aftur að Garth.
Hún hafði áhyggjur vegna hans, en enda þótt
skuggi félli á andlit hennar, varð hún samt að
brosa. Þvi að hún vissi svo vel, að hún mundi
eyða því, sem eftir væri ævinnar í að hafa áhyggj-
ur af honum, því að það var ein hlið lífs hans,
sem hún aldrei mundi geta haft nein áhrif á,
hve mikið sem hún elskaði hann. Læknisstarf
hans! Nada andvarpaði, — hún vildi samt ekki
hafa hann öðru vísi. .Hún var glöð yfir að vita,
að hún var ekki afbrýðissöm út í þann hluta,
hans, sem þjónaði mannkyninu.
Hún var þegar búin að gleyma Tony, sem ók
ráðalaus út í myrkrið.
Þegar Garth kom heim, fann hann hana sitj-
andi á sama stað með lokaða bók í höndunum.
Hún teygði höndina á móti honum.
„Elskan mín, er þér ljóst, að í framtíðinni
hef ég í huga að hlekkja þig eftir kvöldmat?"
„Mér þykir það mjög leiðinlegt, Náda, en ég
v a r ð að fara.“ Hann kyssti hönd hennar og
settist á arm stólsins, sem hún sat í. Hún lagði
höfuð sitt að honum, og þau sátu þögul dálitla
stund. En andlit Garths var sorgmætt og áhyggju-
fullt. Nú fyrst hafði hann tíma til að hugsa um
samtal sitt við Tony. Hann fann mikla þörf á
að segja Nödu frá þvi öllu. Hann vissi, að það
mundi ekki gera henni neitt nú. En hann var
næstum of þreyttur til að reyna að segja frá
því öllu í kvöld.
Á morgun!
Án þess að snúa sér við, spurði Nada:
„Má ég fara með þig í burtu um næstu helgi?"
„Það held ég," svaraði hann. „Við þurfum nokk-
urra daga frið og ró.“
Stuttu síðar stóð hann upp og fór að fylla
vindlingahylkið sitt úr pakka á borðinu, en áður
en hann var búinn, hringdi síminn.
Nada stóð hratt upp.
„Nú skal ég svara — það er áreiðanlega ekk-
ert merkilegt."
Meðan hann kveikti sér í sígarettu, gat hann
heyrt hana tala frammi. En hann gat ekki heyrt
hvað hún sagði. En skyndilega sá hann hana
standa í dyrunum, náföla.
„Hvað er að?“ spurði hann strax. „Hefur eitt-
hvað slæmt komið fyrir — —?“
Hún kinkaði kolli.
„Garth — það er Tony! Það var hringt frá
sjúkrahúsi í Surrey. Hann — það hefur orðið slys, -
og — þeir biðja þig að koma strax----------.“
Tæpri klukkustund síðar kom Garth til sjúkra-
hússins í litlu þorpi í Surrey, þar sem Tony var.
Fyrsta tilfinning hans, er hann hafði frétt um
slysið, hafði verið kviði vegna Tonys. Og hann
vísaði öllum öðrum tilfinningum á bug. Hann
hafði enn ekki haft tíma til að gera sér ljóst,
að ef Tony dæi, þá mundi vörnin, sem hann —
Garth — hafði vonað að geta komið með — verða
eyðilögð, áður en hann gæti notað hana. Garth
vildi aldrei sverta dauðan mann, — jafnvel ekki,
þótt hans eigin framtíð væri í húfi. Og nú, þeg-
ar farið var með hann inn í sjúkrastofuna, þar
sem Tony lá, mundi hann aðeins eftir því, hve
vænt honum hafði alltaf þótt um þennan unga
mann, minntist hlæjandi, áhyggjulausa drengs-
ins, sem hafði verið honum eins kær og hann
væri hans eigin bróðir.
Læknir sjúkrahússins sagði honum í flýti, að
enginn vissi, hvernig slysið hefði viljað til, en
augljóslega hefði bíllinn ekið mjög hratt og rek-
izt á simastaur. Flutningsmaður nokkur hafði
fundið hann, og hafði Tony þá legið undir bíln-
um. En hið versta var, að Tony hafði misst svo
mikið blóð; að hann — enda þótt tvisvar væri
búið að gefa honum blóð — var svo veikburða,
að líf hans hékk á þræði. Hryggurinn var skadd-
aður og auk þess hafði hauskúpan brotnað.
Garth horfði þungbúinn á limlesta manninn
í rúminu. Hann vissi, að búið var að gera allt,
sem hægt ^var. Enginn gæti hjálpað Tony nú,
nema að ennþá fyndist neisti í þessum líijama,
sem væri nægilega sterkur til að halda i hon-
um lífinu.
Nú fyrst varð Garth ljóst, hvaða þýðingu dauði
Tonys mundi hafa fyrir hann. 1 guðs bænum -—
hvað mundi nú koma fyrir?
Það gat nú ekki komið til mála, að Sir Hugh
gæti fengið útskýringu þá, sem hann beið eftir.
Auðvitað gæti hann sagt, að maðurinn, sem hann
hafði dulið svo vel, lægi fyrir dauðanum. En það
fannst honum eins og ráðast að baki hjálparlaus-
um óvin.
Skyndilega sá Garth, að Tony hafði opnað
augum og starði á hann. Eitt andartak var augna-
ráð Tonys tómlegt, en svo, skyndilega, þekkti
hann Garth.
Garth beygði sig yfir hann.
„Það er allt í lagi, vinur minn,“ sagði hann
blíðlega. Og þegar Tony hreyfði höndina, sem
var ósködduð, tók hann hana í sína.
Tony gat með naumindum stunið upp einu orði:
„Nada —!“
Garth átti i harðri baráttu innra með sér. en
hann sagði:
„Langar þig til að sjá hana?"
En nír var aftur eins og þyrmdi yfir hann. En
svo sagði hann allt í einu:
„Þú verður — —.“ Röddin dó út, en varð
svo skyndilega styrkari aftur: „Lofaðu — mér,
að segja henni ekki — lofaðu mér---------.“
Hafi Garth hikað, þá var það aðeins augna-
blik. Svipur þessara deyjandi augna var svo biðj-
andi. Fingur Garths komu við púls Tonys, hann
fann, hvernig hann varð sifellt veikari og hann
hugsaði: ef hann er viss um, að ég segi henni
ekkert, þá mun hann ef til vill komast yfir þetta
—• ef ekki —.“
„Allt í lagi, Tony — ég lofa því!“
Augu Tonys lokuðust,xog augnabliki síðar sneri
Garth sér við og sá aðstoðarlækninn standa við
hlið sér.
„Ég er hræddur um, að ég geti ekki gert neitt,“
sagði Garth sviplaus. „Ef hann lifir nóttina af,
mun hann ef til vill komast yfir það.“
„Það gleður mig, að þér haldið það — mér