Vikan - 26.01.1950, Page 7
'VIKAN, nr. 4, 1950
7
Gullöld Islendinga
Framhald af bls. 3.
an heillaði huga hans frá námsárunum í Kaup-
mannahöfn og til dauðadags . . .“.
Alþingi veitti Jóni Aðils styrk til að stunda
íslenzka sagnfræði á vísindalegan hátt. Skrifaði
hann á Danmerkurárum sínum stórmerkar rit-
gerðir. Þegar heim kom, eftir um áratugs dvöi
úti, hóf hann að halda fyrirlestra í Reykjavík.
Um það segir Jónas m. a. í umræddri grein:
„ . . . Jóni hefur vafalaust verið fullljóst, áður
en hann hóf þetta starf, að það lét honum mæta-
vel. Saga landsins lá fyrir sjónum hans eins og
opið landabréf. Hann var æfður fyrirlestrarmað-
ur. Rödd hans var djúp, skýr og breytileg, fram-
burður hans glöggur og framkoma hans í ræðu-
stól hrífandi og áhrifamikil. Jón Aðils tók nú til
óspilltra málanna. Vetur eftir vetur hélt hann
opinbera sögufyrirlestra í Reykjavík. Um ræðu-
stól hans fylkti sér í hvert sinn fjölmennur söfn-
uður. Hann talaði um þau efni, sem æska landsins
vildi fræðast um, einmitt á þessum vakningar- og
umbrotatíma. Hann naut styrks til þessa fyrir-
lestrahalds í 10 ár. Sigurður Kristjánsson gaf
fyrirlestrana út í þremur bókum. „Islenzkt þjóð-
erni“ kom út 1903, „Gullöld lslendinga“ þrem
árum síðar og „Dagrenning" 1910. Árið eftir,
1911, var háskólinn stofnsettur á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar, og varð Jón Aðils þá dósent
í sögu landsins við þá stofnun. Tók hann þá að
gefa sig að nýjum viðfangsefnum.“
Jón Aðils kvæntist Ingileifu Snæbjarnardótt-
ur Þorvaldssonar frá Akranesi árið 1904. Hann
andaðist úr hjartaslagi í Kaupmannahöfn 5. júlí
1920, en hann hafði brugðið sér til Norðurlanda
á sagnfræðingafund.
Gullöld Islendinga skiptist í þessa kafla. Inn-
gangur: Land og þjóð. Upphaf allsherjarríkis.
Þjóðfélagslíf: I. Landstjórn. II. Héraðs- og sveita-
stjórn. III. Löggjöf. Andlegt líf: IV. Heiðni. —
Hof og blót. V. Kristni. — Kirkjan í elztu tíð.
VI. Skáldskapur og sagnalist. VII. Hjátrú, seið-
ur og galdrar. Atvinnu- og viðskiptalíf: VIII. At-
vinnugreinar. IX. Verzlun og siglingar. Ytri lífs-
kjör: X. Húsakynni. XI. Klæða- og vopnabúnað-
ur. XII. Árstíðaskipti og árstíðastörf. -— Eykta-
mörk. — Daglegt viðurværi. ■— Boð og veizlur.
— Leikar og skemmtanir. Heimilislíf: XIII. Upp-
eldi og æskulif. XIV. Fullorðinsár. — Festar og
brullaup. — Hjúskaparlíf. — Foreldrar og börn.
XV. Húsbændur og hjú. — Þrælahald og þræla-
kjör. — Ævilok.
Við Whitehaven á Englandi eru kolalög sem
ná langt út i sjó. Hafa jarðgöng verið grafin
allmarga kílómetra í sjó fram til þess að rann-
saka magnið.
Svör við „Veiztu—?“ á bls. 4:
1. Hún var það í sextán ár. Kona Thomas
Jeffersons dó áður en hann varð forseti, svo
að Dolly Madison, sem var kona ráðherra
hans gegndi húsfreyjustörfunum. Síðan varð
Madison forseti tvö timabil.
2. Þvottaskál.
3. I Róm 1835.
4. 1901.
5. 1859—1941.
6. Tirana.
7. 3.481 m., Sierra Nevada, Spáni.
8. 2.176.600 km!.
9. Færeyinginn William Heinesen.
10. „Skógur, þar sem hnetur eru tíndar (oft er
getið um það í fornritum, hversu hættulegt
sé fyrir ungar stúlkur að fara (einar) á
hnotskóg" (orðaskýringar Riddarasagna).
Margir eru þeir, sem ekki geta þolað sjúkra-
húsþef. M. a. fór hann mjög í skapið á ilmvatna-
framleiðenda einum í Indíanapolis, og tók hann
sig til að finna upp eitthvert ráð svo að útrýma
mætti þefinum. Er svo komið, að öll sjúkrahús
í Indianapolis .anga af vorblómailman.
! ! !
Einstein féll á stærðfræði, þegar hann var að
taka próf upp í menntaskóla, og Churchill þótti
illa gefinn í skóla, af þvi að hann kunni aldrei
neitt i latinu. En Montgomery var duglegur
námsmaður, enda fékk hann alltaf 10 i biblíu-
sögum.
BUFFALO
BILL
19.
Kaupmannalest er á leið til
Fort Piney til liðveizlu ....
Gulhandi: „Það verður að hindra
liðið. Hvaða leið kemur það?“
Indíáninn: „Ég veit það ekki.“
Gulhandi: „Calamité og Bill
Hickok vita það áreiðanlega. Ég
ætla sannarlega að fá að vita
það.“
Bill Hickok: „Þarna koma Gulhandi: „Heyr-
þeir. Bardaginn virðist ekki hafa ið þið, fölvangar.
gengið að óskum. Nú ætla þeir að Ég ætla að koma
hefna sín á okkur.“ með tillögu . . .“
Endursögn: Eft-
ir miklar mann-
raunir hefur tek-
izt að ná Jóhönnu
Calamité úr bráðri
hættu. En hún er
ekki af baki dott-
in og leggur af
stað undir leið-
sögn Buffalo Bills
í varaliði, sem
sent var verjend-
um Piney-vígisins,
en á njósnaför eru
þau handtekin af
Indíánum, hún og
Bill Hickok, alda-
vinur Buffalo-
Bills. Indíánar
nálgast Pineyvíg-
ið undir forystu
Gulhanda, höfð-
ingja síns.
Indíánarnir hafa
neyðzt til að hörfa
undan og ætla að
jneyða Jóhönnu og
Hickok til að tala.
Gulhandi: „Ég
hef uppástungu
fyrir þig, Calami-
té. Heyrðu . . .“
. . . Þið verðið frjáls,
ef þið segið frá, hvaða leið
liðið kemur til Piney.“
Jóhanna: Hvaða leið talar
þú um?“
Jóhanna: „Ég segi ekki orð, hvorki nú
né síðar!"
Gulhandi: „Þá verður vinur þinn, Hiclcok,
að þola pyntingar.
Gulhandi: „Farið með
hvíta hundinn að pyntinga-
staurnum!“
Jóhanna: „Hættið! Þið megið ekki pynta hann.
Ég skal tala!“
Jóhanna: „Þú lofaðir okkur Hickok: Nei, Cali- Jóhanna: „Jú,
lífinu og frelsi, Gulhandi." mité, segðu ekkert ... ég held ekki út
Gulhandi: „Já, talaðu.“ segðu ekki frá neinu . .“ að sjá þá p'ynta
þig. Liðið er á
leið gegnum
Savanna-
skóginn."