Vikan - 26.01.1950, Page 12
12
VIKAN, nr. 4, 1950
„Þér eruð kona Garths Rosslyn, er það ekki?
Hann hefur enn ekki tekið á móti heimsóknum
frá neinum nema manni yðar.“
„Ég veit það,“ sagði Nada brosandi. „En hann
getur ekki komið hingað nú, og — við héldum,
að Tony vildi ef til vill gjarnan sjá mig.“
,,Það vill hann efalaust." Hjúkrunarkonan hik-
aði ekki lengur. Ungi maðurinn var efalaust mjög
einmana hérna. Laglega unga hjúkrunarkonan
leit ekki eins á þennan unga mann og alla hina
sjúklingana.
,,Ég veit, að þér munið ekki segja neitt, sem
getur komið honum í geðshræringu,“ sagði hún.
„Nei, ég ætla aðeins að dvelja stutta stund,“
sagði Nada.
Hjúkrunarkonan fór fyrst inn til Tonys. Hún
beygði sig yfir hann og sagði blíðlega:
„Það er heimsókn til yðar!“
En er hún sá svipinn á andliti Tonys um leið
og Nada kom inn, fór hana að gruna margt.
„Þér megið ekki koma honum í geðshræringu.
Hann er mjög veikburða."
„Nei, það er ég ekki. Ég er að verða sterkur
aftur.“
Hjúkrunarkonan leit á hann úr dyrunum. Og,
þegar Nada sá andlit hennar, varð hún áhyggju-
full á svip. Alltaf, alltaf gat Tony fengið konur
til að horfa á sig með þessu augnaráði — jafn-
vel nú, er hann lá veikburða og brotinn.
Svo voru þau ein, og Nada horfði í augu
Tonys, sem skyndilega urðu svo fjörleg í fölu
andlitinu. Áður hefði hún orðið óttaslegin yfir
breytingunni, sem orðið hafði á honum, en nú
fann hún ekki til meðaumkunar. Hún var undr-
andi á því, hve köld og ákveðin hún var. Eng-
inn hefði getað hindrað hana í að ná því, sem
hún hafði ætlað sér.
Án þess að taka í höndina, sem hann rétti
að henni, settist hún við hliðina á rúmi hans.
„Nada,“ sagði Tony. „Þú ert komin tii mín
— þá veit ég, að þú hefur fyrirgefið mér.“
„Bíddu Tony,“ sagði hún og beygði sig yfir
hann. „Eg má aðeins vera hér stutta stund, og
mér var sagt, að þú mættir ekki tala. Og þess-
vegna er ég hrædd um að ég verði að segja
þér það, sem ég er komin til að segja, mjög
hratt. Ég veit allt um þig og Lissu-------“
Hann hrökk við og gretti sig af sársauka.
„Hefur Garth-------“
„Garth hefur ekki minnzt á það einu orði við
mig,“ sagði hún mjög hægt og greinilega. „Veiztu
að það er verið að neyða hann til að segja upp
stöðu sinni við sjúkrahúsið ? Tony, þú verður
að segja þeim sannleikann — eða hjálpa mér á
einhvern hátt. Jafnvel þótt einhver kæmi hing-
að — —“
Enda þótt hann væri veikburða, skildi hann
strax merkingu þess, er hún sagði við hann, og
jafnvel í veikleika sínum barðist hann gegn því.
„Hver hefur sagt þér — þetta?“ spurði hann.
„Enginn! Ég gat mér þess til sjálf. Þú skilur
— ég veit, að hún var ástfangin af þér! — Hvað
hefur það að segja, hvort það var satt eða ekki?
— Ég vissi, að Garth var að hlífa einhverjum. Það
ert þú!“ Skyndilega lagði hún höndina ofan á
hans hönd og sagði með einkennilegri röddu:
„Tony — ef þú hefur nokkru sinni elskað mig,
hjálpaðu mér þá nú. Þú verður einhvern veginn
að hjálpa mér."
Hann var of veikur til að berjast meir á móti.
Hún hafði hann algjörlega á valdi sínu. Það eina,
sem hann gat spurt um, var:
„Hvernig uppgötvaðirðu það, ef Garth sagði
þér það ekki?“
„Það er alltof löng saga,“ sagði hún. „En.frú
Dennison vissi, að það varst þú, sem Lissi hitti
í kránni — svo að þú sérð, að við höfum vitni.“
Hann brosti biturlega.
„Það sannar ekki neitt, góða min — en þú
skalt ekki vera hrædd. Ég skal viðurkenna allt,
ef þú heldur, að það muni hafa gott í för með
sér.“
Hann var sigraður. Og meðvitundin um það
fékk hann til að finna til innilegrar meðaumkun-
ar með sjálfum sér. Hann lá augnablik grafkyrr
með lokuð augu og sér til skelfingar sá Nada
tvö stór tár koma undan augnalokum hans.
Og skyndilega bráðnaði öll harka og reiði í
henni og hún lagðist á kné við hliðina á rúminu.
„Tony — ó, gráttu ekki! Ég fyrirgef þér allt
— það er búið nú — það tilheyrir fortíðinni. Þú
verður aðeins að hjálpa mér nú, ef þú getur. Af
því að ég elskaði þig einu sinni--------“
Nada, sem hafði verið svo hraust og svo stolt,
hún lá þarna á hnjánum og grátbað hann!
„Það gagnar ekki nú að segja neitt,“ sagði
hann lágt. „Skilurðu mig, elskan mín, það mun
ekki hjálpa aðeins að segja eitthvað, — en
ég á bréf — einhvers staðar í skúffunni minni
— ég veit ekki, hvort þú getur fundið það. Það
er þar — en ég man ekki hvar----------“ Rödd hans
var veikari, dó út, og þegar hún sá, hve veiklu-
legur hann var, hringdi hún strax bjöllunni og
flýtti sér að dyrunum.
Hjúkrunarkonan hlýtur að hafa beðið fyrir ut-
an — hún kom næstum hlaupandi inn. Nada beið
og sá, að unga, laglega hjúkrunarkonan beygði
sig yfir sjúkling sinn.
„Ég bið yður að fara nú,“ sagði hjúkrunar-
konan. „Eftir augnablik verður hann orðinn góð-
ur aftur — vona ég. Þér hljótið að hafa látið
hann tala of mikið. Ég vil ekki, að hann fái fleiri
heimsóknir."
Nada flýtti sér út. Hún hafði beðið bílinn að
bíða, en hún vissi, að engin lest fór til London
fyrr en eftir eina klukkustund, og þess vegna
spurði hún bílstjórann: „Viljið þér aka mér til
London?"
„Já, frú,“ sagði hann, „Það skal ég gera.“
21. KAFLI.
Stuttu eftir hádegið kom Nada að húsinu, sem
Tony hafði búið í, áður en slysið vildi til.
„Ég vil gjarnan fara upp í íbúð hr. Hammer-
ton,“ sagði hún við dyravörðinn. Ég er kona Dr.
Rosslyn, og ég kem beint frá sjúkrahúsinu. Hr.
Hammerton bað mig um að ná í dálítið fyrir sig.“
„Já, gjörið svo vel, frú,“ sagði dyravörðurinn.
„Ég skal fylgja yður upp. Þau fóru inn í lyft-
una, á leiðinni upp spurði hann:
„Hvernig líður veslings hr. Hammerton? Þetta
var mjög sorglegt — einmitt þegar hann ætlaði
að fara að leggja af stað í flugferðina. Ég efast
um, að hann fljúgi nokkúrn tíma aftur!"
„Það verður í það minnsta langt þangað til
— ef hann gerir það nokkurn tíma.“
Og ef hann getur ekki flogið meir, mundi hann
þá ekki langtum heldur vilja deyja? spurði Nada
sjálfa sig. Og þótt undarlegt megi virðast, datt
henni á þessu augnabliki í hug laglega hjúkr-
unarkonan, sem hafði beygt sig yfir hann.
Stofurnar voru nákvæmlega eins og hann hafði
skilið við þær. Dyravörðurinn opnaði fyrir henni
og fór svo. Augnablik stóð Nada hikandi í miðju
herberginu, svo settist hún fyrir framan skrif-
borðið og fór áð opna skúffurnar.
Hann hafði sagt, að það væri bréf, en hann
hafði ekkert sagt um, frá hverjum það væri eða
hvar það væri, enda þótt hún gæti sér til, að
það væri frá Lissu. En ekkert bréf var i skúff-
unum.
Nada stóð upp og gekk í þungu skapi inn í
svefnherbergið. Ef honum hefði alls ekki verið
ljóst, hvað hann var að segja — eða hefði gleymt,
að hann ætti ekki lengur bréfið, sem hann hafði
sent hana eftir. Ef til vill var búið að eyðileggja
það. Það var heldur ekkert í náttborðsskúffunni.
Tóm ferðataska stóð við hliðina á rúminu, læst
ferðakista við endann. Hún opnaði klæðaskáp-
inn og athugaði fötin, sem þar héngu. Hann hafði
verið á leið til Brighton, þegar slysið vildi til —
hann hlaut að hafa haft föt með sér. Alveg ó-
sjálfrátt rétti hún höndina að gráum jakka og
ötakk hendinni í vasann. Og augnabliki síðar
tók hún upp umslag--------
Einkamdl!
Anthony Hammerton
Hún hafði áður séð þessa rithönd á skrifbók-
um barnanna og hugsaði um, hve lítið, hún líkt-
ist vanalegri barnfóstruskrift.
Hún tók bréf út úr umslaginu. Hendur henn-
ar titruðu — þetta var andstyggilegt. Þetta var
eins og að hnýsast í dauðs manns skjöl.
En hún vísaði þeirri hugsun á bug — hún vissi,
að þetta var ekki stund til að verða viðkvæm.
Kœ.ri Tony!
Eg hef komizt að þeirri niðurstöðu, að
heimskulegt mundi vera að halda áfram að
lifa á þennan hátt.
Framhald á bls. lj.
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. mynd: Amma (kallar að innan): Sæll Billi
minn!
Billi: Má ég fá eitt epli, frú?
2. mynd: Amma: Vissulega, Billi. Ég er ný-
búinn að ttna þau af eplatrénu okkar. Ég býst
við að þú hafir aldrei bragðað eins góð epli.
Billi: Það er nú ekki alveg rétt.
3. mynd: Amma: Nei, Billi, nú ertu svei mér
góður! Hvenær hefur þú bragðað svo góð epli-
Billi: I morgun —
4. mynd: — þegar ég klifraði upp í tréð i garð-
inum þinum ! ! !