Vikan


Vikan - 10.12.1992, Blaðsíða 93

Vikan - 10.12.1992, Blaðsíða 93
RÚNNSTYKKI - Brauð er al- mennt fitusnautt. RÆKJUR - Mikið prótein en lítið salt. SAFI ÚR ÁVÖXTUM - Mikið af kalíum, nauðsynlegu steinefni, en margar hitaeiningar úr sykri. SMAKÖKUR - Lítið af vítamín- um, mikið af sykri og fitu. SMJÖR - Mikil fita en hitaein- ingar ekki fleiri en í smjörlíki til steikingar. SNAKK - Án næringarefna. SPERGILKÁL - Mikið af A- og C-vítamínum. SÚKKULAÐI - HREINT - Fita og,sykurtil helminga. SÚKKULAÐI - FYLLT - Með meiri fitu en hreint súkkulaði. SVEPPIR - 90 % vatn, mikið af trefjum. SVESKJUR - Aðallega kolvetni en einnig töluvert af trefjum. TÓMATUR - Fitulaust álegg. TÓMATSÓSA / SINNEP - Sykur, fita og salt. TÚNFISKUR - Með A- og D-vítamín. UNDANRENNA- Fitusnauð en með jafnmikið kalk og nýmjólk. VÍNARBRAUÐ - Mikið af sykri og fitu. VINBER - Mest kolvetni (ávaxta- sykur). ÞORSKUR - Fitusnauður og próteinauðugur. ♦ MEGRUNAR-PÓSTURINN A næstunni verður hér í Vikunni fastur þáttur sem við köllum Megrunar-póst. Umsjón með þættinum hefur María Asgeirsdóttir lyfjafræðingur og Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur. Þeir sem vilja fá ráðleggingar viðvíkjandi megrun og offituvandamálum er bent að senda bréf til Vikunnar og skulu umslögin merkt „M-póstur". Reykingar og þyngd Kæri póstur. Fyrir nokkru hætti ég að reykja en ég hafði yfirleitt reykt um 20 sígarettur á dag. Frá því að ég hætti hef ég þyngst um 2 kíló. Þó hef ég passað mig mjög vel hvað mataræði snertir því ég hafði heyrt að fólk borðaði meira og þyngdist við að hætta að reykja. Ég finn ekki til meiri svengdar en þrátt fyrir það eykst þyngdin. Ég hef miklar áhyggjur því ég ætla mér ekki að verða feit. Hver er skýringin á þessu? Elín. Kæra Elín. Tóbaksreykingar auka brennslu líkamans og hún minnkar um u.þ.b. 10% þegar maöur hættir skyndilega að reykja eins margar sígarettur og þú geröir. Segjum aö þú brennir u.þ.b. 2100 kkal á dag. Það þýöir að þú veröur aö minnka neyslu þína um 210 kkal frá því sem þú ert vön til þess aö halda þyngd þinni. Annars þyngistu. 210 kkal samsvara 30 g af fituvef og það gerir 900 g á mánuöi. Reykingafólk veröurþví að borða minna þegarþað hættiraö reykja. Ég erþó alls ekki að hvetja þig til að byrja aftur; afleiðingar reykinga eru mun alvarlegri en afleiðingar offitu. Fituhnúðar ó mjöðmum Kæri póstur. Ég er með fituhnúða á mjöðmunum en þó ekki þyngri en ég á að vera samkvæmt töflunni. Mér finnst þetta hræðilega Ijótt. Hyrfi þetta ef ég færi í megrun? Dísa. D/'sa mín. Því miður er næstum ómögulegt að „svelta burtu“ svona fitu án þess að þú verðir horuð og allt of létt. Þetta hverfur heldur ekki við nudd. Ef um stóra hnúða er að ræða fjarlægja lýtalæknar þá með fitusogi en það er dýrt og eingöngu gert þegar konur eru undir sálrænu álagi vegna lýtisins. Kallað ó hjálp Kæri póstur. Ekki henda bréfinu í körfuna því þetta er neyðarkall. Og ég skal segja þér að það er erfitt fyrir okkur fitubollurnar að biðja um hjálp. Samkvæmt goðsögninni eigum við að vera „feitar, ánægðar og hjálfúsar stúlkur". Ánægðar! Við getum sko ekki „leyft“ okkur annað. Hjálpfúsar! Við „þorum“ ekki að segja „nei“ því við viljum að öllum líki við okkur. Við erum alltaf reiðubúnar að rétta öðrum hjálparhönd ef með þarf, hlusta á vandamál annarra og hugga þá sem þurfa öxl til að gráta við. Þetta er ekkert líf og erfitt að geta aldrei látið tilfinningar sínar í Ijós. Ég er 45 ára ,160 sm á hæð og 89 kíló. Ég er gift og hjónaband mitt er í svo sem í lagi en tilfinningahitinn af skornum skammti. Ég elska manninn minn en þori ekki að láta tilfinningar mínar í Ijós af ótta við að hann vísi mér á bug. Maðurinn minn þolir ekki vaxtarlag mitt og þess vegna er ekki um neitt kynlíf að ræða. Með kærri kveðju. J.J. Kæra vinkona. Þakka þér fyrir þetta opinskáa bréf. Þessa líðan þekkjum við flest sem höfum glímt við þetta vandamál. Það versta sem getur gerst núna er að þú missir móðinn. Sýndu nú hvað í þér býr og byrjaðu að nota Nuþo-létt. Ég veit að það kemur þér að gagni. Nupo‘»létt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.