Vikan


Vikan - 13.08.1998, Blaðsíða 29

Vikan - 13.08.1998, Blaðsíða 29
Viðtal: Anna Krisdine Magnúsdóttir Myndir Sigurjón Ragnar. Smpostular fríka út! Þau eru þekkt í þjóðfélaginu. Þau segja okkur hvað er hollt og hvað ekki, hvernig við eigum að aka, að reykingar geti drepið okkur, að líkamsrækt sé holl en fita óholl... Hvernig nenna þau þessu? Getur ekki verið að innra með ,,siða- postulum þjóðfélagsins“ leynist lítil löngun til að „fríka út“, kveikja sér í sígarettu, gefa hressilega í þegar farið er út að keyra, liggja í leti og raða í sig kókosbollum og rjómatert- um? Við hringdum í þau Oli H. Þórðarson, Um- ferðarráði: „Stundum finn ég fyrir því að það er tekið eftir því sem ég geri. Það verður óhjákvæmilega svolítið þrúgandi, en ég er búinn að vera svo lengi í þessu starfi að ég kjppi mér ekki upp við það. Mér finnst við hjá Umferðarráði hafa gert góða hluti sem hafa skilað sér.“ Ertu að segja mér að þig langi virkilega aldrei til að setjast upp í bíl, spenna ekki á þig beltið og gefa rœkilega í? „Já, það myndi mér aldrei detta í hug!“ -Og aldrei langað til að segja í útvarpið: „Góðu, keyrið bara eins og þið viljið, þetta er á ykkar ábyrgð?“ „Nei, mig hefur aldrei nokkurn tíma langað til þess!“ segir Óli hlæjandi. En þegar ísinn hafði verið brotinn sagði Óli: „Kannski væri gaman að vera einhvern tíma aleinn uppi á söndum og gefa í. Það gæti verið gaman að prófa það...!“ Halldóra Bjarnadóttir, framk væmdastj óri Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis: „Mér finnst ég ekkert vera að predika yfir öðr- um. Ég lít á þetta sem leið- og spurðum: sögn að betra lífi og svo er spurning hvernig viðkom- andi tekur því. Flestir taka því vel, oft er þetta lítið klór í samviskuna, en ef ég finn inn á að fólk vill ekki hlusta þá þagna ég. Ég tala gegn reykingum með „mér þykir vænt um þig“ hugar- fari.“ -Fœrðu aldrei leið á því að vera öðrum fyrirmynd? „Ég lít ekki svo á að ég sé öðrum endilega fyrirmynd, en menntunar minnar vegna tel ég mig vita hvað fólki sé fyrir bestu, heilsu- farslega séð.“ tíg þér dettur aldrei í hug að slappa bara af og kveikja þér í sígarettu? „Nei, elskan mín! Ég hætti fyrir fimmtán árum og ég get sagt þér það að mér finnst fáránlegt þegar ég hugsa til þess í dag að ég skuli hafa reykt. Athöfnin að reykja er svo fáránleg: Fólk tekur gras og pappír og kveikir í því við andlitið á sér! Eins og krakkarnir segja: „Þetta er ýkt fynd- ið!“ Hrafn Friðbjörnsson, lík- amsræktarfrömuður: „Vissulega getur oft ver- ið erfitt að vera þekktur í þjóðfélaginu og það á alls ekki við mig. Stundum pirrar það mig þegar ég sé fólk horfa forvitið ofan í innkaupakörfuna hjá mér í búðum. Ég tala nú ekki um svipinn sem kemur á suma ef þar leynist poki með súkkulaðirúsínum! Ég er á móti öllum öfgum. Ég er á móti því að fólk snúi lífs- stílnum alveg við og ég mæli með hinum gullna meðalvegi. Mér finnst að fólk eigi að leyfa sér mun- að í mat af og til og sjálfur elska ég að borða góðan mat.“ Þannig að þú gætir átt það til að sleppa fram af þér beislinu, leggjast í leti í sumarfríinu og raða í þig rjómakökum ogflögum? „Ég er enginn dýrðlingur og verð það aldrei! - Þótt við eldum aldrei rautt kjöt á heimilinu nýt ég þess að borða slíkan mat á veit- ingastöðum eða í veislum. Ég nýt þess að borða góð- an mat, fá mér rauðvíns- glas með og jafnvel vindil eftir matinn. Ég hef lent í því oftar en einu sinni að vera of kærulaus í fríum. Þá hefur allt farið úr bönd- unum og ég hef goldið þess, þannig að núna reyni ég að gleyma ekki alveg þessum gullna meðalvegi. Ég var þybbinn unglingur og veit því vel hvað það er að þurfa að hafa fyrir hlut- unum til að halda sér í réttri þyngd. En ég er nautnaseggur, því neita ég ekki!“ ■ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.