Vikan


Vikan - 13.08.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 13.08.1998, Blaðsíða 51
Laugaveginn eingöngu skipuð konum, en Bryndís segir það ekki hafa verið með ráðum gert: „Hins vegar vill það brenna við að þar sem karlmenn starfa, ganga þeir bara í þau störf sem þeir voru ráðnir til og flestir vilja þeir bera ein- hvern stjóratitil. Það er útilok- að að hafa á tíu manna skrif- stofu einhvern, sem horfir á símalínurnar glóa og segir: „Ég er ekki ráðinn hér til að svara í símann.“ Sjálfa mig skipta titlar engu máli. Ég er bara ein af hópnum. Titlar eru bara til að setja á nafnspjöld fyrir „hina“...“ Það er þess vegna sem við- skiptavinir SAS hafa oftar en ekki lent á Bryndísi við sím- svörun í fyrirtækinu: „Ef ein- hver veikist eða er í fríi ganga aðrir í störf viðkomandi. Allt starfsfólkið hér er þjálfað upp í að geta gengið hvert í annars verk. SAS sérsveitin er algjört súper teymi sem ég á eftir að sakna,“ segir hún. „Ef það vantar einhvern á símann get ég svarað eins og einhver ann- ar. Ég vinn þá bara í mínum málum eftir lokun skrifstof- unnar.“ 0 0 1 1 1 I 1 „Þegar maður er ein- stök ( = ein stök!) kona á mínum aldri, í þessari borg, getur lífið stund- um verið skrýtið. 1 1 1 1 1 1 0 MSM5M3MSMMSM5MSM5M 0 Síðastliðið ár hefur Bryndís verið einn af eitt hundrað starfsmönnum SAS víða um heim, sem setið hafa nám- skeið í stjórnun: „Ég veit ekk- ert af hverju ég lenti inni á þessum námskeiðum því ekki er ég ein af hundrað aðal manneskjunum hjá fyrirtæki, sem tugir þúsunda starfa hjá!“. STÝRIR SÖLU- OG MARK- AÐSMÁLUM í BRETLANDI Svo kom símtal frá höfuð- stöðvunum í Stokkhólmi: Þar höfðu menn fylgst með þeim árangri sem Bryndís náði með endurskipulagningu fyrirtæk- isins hér. Væri hún tilbúin að fara til Bretlands og stýra sölu- og þróunarmálum í Bretlandi og Irlandi? „Ég fékk ekki langan um- hugsunarfrest og þáði boðið. Ég tek þetta starf að mér til fjögurra ára, en verð jafn- framt framkvæmdastjóri hér eitthvað áfram, þannig að ég verð mikið „í loftinu" á milli landa um leið og ég fer í verk- efnisvinnu með teymi frá að- alskrifstofunum um framtíð- arþróun símsölumála SAS um allan heim - svokölluð „call centers.“ Hún segir að tími sé kominn til fyrir sig að kveðja Island í einhvern tíma: „Þegar maður er einstök ( = ein stök!) kona á mínum aldri, í þessari borg, getur lífið stundum verið skrýtið. Ekki svo að skilja að ég sé einmana; ég á yndisleg börn, tengdabörn og barna- börn, en það er einkennilegt hvað ,,hjóna“ þetta og hitt er fast í Islendingum. Það er eins og stakir einstaklingar séu frá annarri plánetu. Réttirnar eru jú bara á haustin hjá sauð- fénu, en við drögum fólk í dilka allan ársins hring. Auð- vitað á að meta hvern einstak- ling sem manneskju, hvort sem hann er giftur eða ekki.“ GLÆSIÍBÚÐIR HENTA MÉR EKKI Hún kvíðir því ekki að setj- ast að alein í stórborg. Hún hefur leigt sér gríðarstórt hús í fallegu hverfi, Gerrard Cross,15 mínútna akstur frá Heathrow flugvelli, þar sem skrifstofa hennar verður: „Leigumiðlanirnar, sem ég leitaði til, sýndu mér fínar íbúðir. Þetta voru efstu hæðir í glæsibyggingum, þar sem borðalagðir dyraverðir tóku á móti íbúum. Ég bað fólkið í guðanna bænum að sýna mér eitthvað venjulegt, ég væri ekki svona „fín“ manneskja! Ég er alsæl með þetta hús. Það er í yndislegu hverfi og ef mig langar inn til London tek ég lest í 20 mínútur, fer út að borða og í leikhús - og tek svo leigubíl heim. Síðan er alltaf pláss fyrir fjölskyldu og vini.“ Mest segist hún eiga eftir að sakna barnabarnanna: „Við köllum okkur BT-in þrjú: Bryndís Torfa, Bryndís Thelma og Börkur Thor. Ég er ekki svona amma sem pass- ar barnabörnin sín. Ég er amma, sem fær barnabörnin lánuð sér til skemmtunar og gleði. Við erum mikið saman og þótt samverustundunum fækki auðvitað þegar ég flyt úr landi, eiga þau eftir að koma og vera hjá mér í lengri tíma í senn.“ Bryndís hefur ákveðnar skoðanir á flugmálum. Hún segir til dæmis að ætti hún flugfélag sjálf, myndi hún hafa fleiri flug á dag til færri áfangastaða: „Við verðum aldrei „nafli alheimsins" með strjálum ferðum" segir hún. „Það þarf að skipuleggja flug- ið þannig að fólk geti farið héðan og hingað þegar því hentar og tekið tengiflug beint áfram. Við munum aldrei geta státað af fjölda áætlunarstaða á meðan lágt verð býðst bara örfáa, tiltekna daga ársins. Það þarf að skilja miklu betur milli leiguflugs og áætlunarflugs því þau flug eiga akkúrat ekkert sameigin- legt.“ Hana dreymir ekki um að eignast flugfélag, en hún á aðra drauma: „Ég hef lengi gengið með þann draum í maganum að opna heilsustöð eða heilsuhótel á íslandi. Hér er allt til alls til að búa til flott- ustu heilsustöð veraldar - nema hvað okkur vantar pen- inga. Það er til fullt af konum á mínum aldri, sem eru fullar af hugmyndum og orku, hafa reynslu og nám að baki til að sinna þessu - en þangað til fjármagn finnst verður þetta víst bara að vera draumur!" segir hún, brosir og bætir við: „En þetta yrði að vera fyrsta flokks heilsustöð - ekki eitt- hvað venjulegt! - ísland býður upp á allt það besta í heimin- um, hreint vatn, hreint loft, fallegt umhverfi...“ GSM síminn hennar hringir, enn einu sinni. í þetta sinn er danskur kollegi hennar á lín- unni. Fréttirnar um stöðu- hækkunina hafa spurst út til starfsmanna SAS um allan heim og hér er engin öfund á ferðinni: Allir óska henni til hamingju og samgleðjast henni. Bryndís Torfadóttir leggur af stað á skærgræna bílnum, sem hefur bílnúmerið SAS. Hún þarf að selja eitt stykki íbúð og allt innbú sem fyrst: „Það tekur því ekki að flytja þetta út. Ég kaupi bara nýtt innbú í London. Svo veit ég ekkert hvert leiðin liggur eftir fjögur ár...“ Hún segir að orðið „stöðn- un“ sé bannorð hjá sér - víð- sýni og samvinna kjörorð: „Nú ætla ég að fylgja boð- skapnum „gleði tilhlökkunar- innar er mesta gleðin,“ segir hún „ og svo er fjöldi sam- verustundanna ekki mikil- vægastur, heldur hvernig tím- anum er varið. Börnin mín og tengdabörnin eru bestu vinir mínir og skemmtilegasta fólk- ið sem ég umgengst. Og barnabörnin - þau eru gim- steinarnir hennar ömmu...“ ■ Bryndís flytur í þetta fallega hús í úthverfi Lundúna. Þar veróur alltaf nóg pláss fyrir fjolskyldu og vini. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.