Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 1

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 1
Jón Múli fullyrðir að 90% Þjóð- rainnar hlusti á morgunútvarpið, og í Þeirri góðu trú fer hann á fætur klukkan hálf sex á hverj- um morgni. En ég tilheyri tíuprósentunum að öllu jöfnu, nema þegar bíllinn er bilaður og ég þarf að fara með strætó í vinnuna. Þá ræður strætó- AMEN OG HALELÚJÁ stjórinn og meirihluti þjóðarinnar og ég kemst þar af leiðandi varla h.iá þvi að að sofna á leiðinni. Það var einn slíkan morgun, að ég heyrði Jón segja alvöru- þrunginni röddu, áður en hann lagði nálina á hljómplötuna „.... hann var talinn efnilegur gitar- Ieikarí og míklar vonir bundnar við hann sem túlk hinnar æðri nútímatónlistar. En svo komst hann einhvernveginn yfir nokkrar .iassplötur, — og eftir það varð hann aldrei samur maður." Þetta er í stuttu máli aðaltemað i Múlamúsíkinni, eftir því sem ég hef komizt næst, og til að fyrir- byggja allan mögulegan misskiln- ing, vil ég taka fram að þetta er einnig mitt uppáhaldstema. Síð- an þessi eftirminnanlega strætó- ferð var farin, hef ég svissað yfir í níutíuprósentin, þegar ég kemst nógu snemma á lappir, og kann bara vel við mig í þeim stóra hóp. Ég rabbaði örstutta stund við þá bræður, Jón Múla og Jónas Árnasyni, og meiningin var raun- verulega að spyrja Þá eitthvað um Járnhausinn, en það kom fl.iót- lega í ljós, að þeir vildu sem minnst ræða um þann náunga. „Ég held það sé bezt að láta krítíkkerana um það mál," sagði Jónas hæglátlega, en brosti ör- lítið i kampinn. „Nú, en eitthvað verðið Þið þó að segja mér, bræður. . . . hvað um tónlistina? Er ekki töluverð tón- list i hausnum?" „Músik, skulum við kalla það," Jón varð fyrir svörum. „Tónlist er of stórt orð á þessum tíma dags." „Já, hvað um músikkina? Hvers- konar músik er helzt um að ræða?" „Jaaaa," sagði Jón og leit spek- ingslega út um gluggann „Músik skiptist aðaliega í tvo flokka, hæga músik og fjöruga músik...." „Já, hæga músikkin fjallar að- allega um ástina," tók Jónas fram i „en sú fjöruga um alla ven.iulega hluti." „O-jæja. Hæg músik getur f.iall- að um fleira en ást," sagði Jón. „Það er t.d. eitt sálmalag í stykk- inu, og það f.iallar ekki um ástina — beinlínis. Það er náttúrlega eftir því hvernig það er tekið. Það er eins og útlendingur sagði einusinni um okkur Islendinga: „:Á Islandi eru 13% íbúanna lúth- erstrúar, 1% katólikkar, 1% að- hyllist hin og önnur trúarbrögð, Stuft rabb víð höfunda Járnhaussins, JÓN MÚLA og JONAS ÁRNASON en afgangurinn er algjörlega trú- laus." „Hann hefur sennilega verið nær sannleikanum, en hann sjálfan grunaði," kvað ég við. „Það finnst mér ekki ósennilegt. En hvað sálminum viðvíkur ¦— og raunar flestum öðrum sálm- um — þá er allt undir Því komið í hvaða hugarástandi söngvarinn er. Ef fimm menn syngja sama sálminn, er líklegast að einn þeirra brenni upp af trúaráhuga, annar fái örlítinn kökk í hálsinn í mið.iu Þrið.ia versi, sá Þriðji syngi af eintómri skyldurækni, fjórði púi undir með bassarödd af þvi hann kann ekki erindið og sá fimmti syngi alls ekki með af því hann er að kveik.ia sér í sígarettu." „Hvernig datt þér þá í hug að fara að kompónera sálm?" „Jú, ástæðan er vafalaust sú að mig hefur alltaf langað óskap- lega til að kompónera prelúdíu fyrir orgel, en af einhver.ium á- stæðum hefur aldrei orðið af því. Og nú er svo komið að ég er lík- lega einasti dægurlagahöfundur landsins, sem ekki á orgelprelúdíu í fórum sínum. Þetta er örlítil tilraun til þess að bæta úr þessum skorti, — en ég vil taka Það fram að Það vant- ar alveg úrvinnslukaflann í verk- ið." „Það er aðeins vegna þess, að hann er ekki eins lærður og Bach," skaut Jónas inn í. „Hvað hefur þú.... hefur þú annars lært nokkuð að ráði í kompósísjón eða spilamennsku, Jón?" „Nei, því miður. Ég hef blásið í trompet í 30 ár aðeins — með hvíldum að siálfsögðu — og þetta fer að koma." „Fyrir utan trompetleikinn.... varstu á tónlistarskóla?" ,„Ég var í eitt ár í læri hjá Karli Ó. Runólfssyni. . .. og lærði á trompet." „Ég lærði líka að blása einn fanfara," sagði Jónas. „Da-da-da- da-da-da-da. Do-do-do-do-do-do-do .... o. s. frv. og blés Það út um gluggann á Hverfisgötunni á síð- kvöldum. Það vakti óskipta at- hygli nágrannanna og ekki sízt danska sendiráðsins. Höfuðstöðvar iassins á Islandi voru þá á Hverfis- götu 30-----" „Og í lúkarnum á Gulltoppi," bæ.tti Jón við. „Já, Jón fór með trekkifóninn sinn á síld," sagði Jónas, „og smit- aði áhöfnina meira og minna af E'llingtonitis og bliúsbólunni. Svona getur spillingin gripið um sig öllum að óvörum." „Já, það var „Le iazz hot" um borð i Gulltoppi," sagði Jón. „Eg man að ég var einu sinni að drag- ast í koiuna þegar svart úfið höf- uð kom i ljós undan teppi ein- hversstaðar lengst inni í lúkar, og þokuhás rödd eins skipver.ians sagði: „Heyrðu Jón, spilaðu fyrir mig lagið, sem píanóleikarinn lék .... það er svona.... svona.... svaka hægt." Maðurinn átti auð- vitað við St. Louis Blues með Tatum. Annars er mér ekki grun- laust um að margir félaga minna Þarna hafi haft gott af músikinni og að hún hafi í rauninni haft varanleg áhrif á efnahagslíf Is- lendinga. Þarna voru t. d. Þeir Auðunsbræður, sem síðan hafa verið allra manna fisknastir, og Sigurður Bjarnason alþingismaður, sem Þó mun hafa komizt klakk- laust frá spillingunni — og fleiri." „Þú hefur stuðlað að mikilli músikmenningu Þarna um borð, Jón." „Já, Þeir voru fljótir að læra og kunnu góð skil á hinum ýmsu blæbrigðum tónlistarinnar. Til dæmis man ég að ég var einhverju sinni að flauta Jonny-Hodges-sóló niðri í nótabát í blíðskaparveðri og góðu skapi, — Þegar skipstjór- inn hrópaði svo heyrðist um allan Norðurlandsfiórðung: „Hættu þessu helvitis sinfóníublístri strák- ur!" „Hann hefur álitið að þú værir að blístra á ykkur brælu," sagði Jónas. „Það er nefninlega hægt að blístra á sig brælu með svona ábyrgðarlausri tónlist, — og ekki batnar það ef maður klórar í mastrið um leið. Þá er brælan bók- uð." „Jónas er mikið fróðari um svona hluti en ég," útskýrði Jón. „Hann er t. d. sérfræðingur í kommusetningu, og hann á heiður- inn af öllum Þeim kommum, sem koma fyrir í Járnhausnum, ég nota bara strik, Þar sem mér finnst Þau eiga bezt við. Þessvegna er dálítið ósamræmi í köflunum. Það sem Jónas hefur skrifað er vísindalega kommusett, en mitt er strikað." „Já, hann hefur löngum verið gefinn fyrir strik, pilturinn," sagði Jónas. „Bæði prakkarastrik og önnur strik. Þegar við vorum að sem.ia Deleríum Búbónis, Þá var hann hérna í Reykjavik, en ég austur á Norðfirði. Svo skrifuð- umst við á og útskýrðum hvor fyrir öðrum ýmsa Þætti leiksins. Það var verst Þegar hann var að útskýra fyrir mér músikina. Þá voru lágu tónarnir strik, staðsett neðarlega á blaðinu, en háu tón- arnir voru önnur strik, nokkru ofar. Þannig kom Það mér fyrir s.iónir. Svo átti ég að semja texta við lagið." „Það er sem sagt Jón, sem sér um tónlistina — músikkina, meina ég ¦— en Þú semur textana?" „Já, í stórum dráttum er Það Þannig. Ég hef gaman af að semja texta. Hef álíka gaman að því og aðrir að ráða krossgátu.... ég á orðabók Sigfúsar Blöndal. Hún er ómissandi á hverju músikheim- ili." „Það er töluverð músik í stykk- inu, er Það ekki?" „Jú, magnið er Þó nokkuð. Það eru 10—11 strengir og nokkrir blásarar. Annars reynum við að halda músikkinni í Því formi að hún gefi aðeins smekk af iassi, — og slíkt er allt til bóta." „Við reynum eftir megni að komast hjá rafmagnsgítörum," bætti Jónas við „harmóníkkum og öðrum græjum, sem tilheyra nú- timatónlist. Jón er svo harður af sér, að ég má ekki einu sinni minn- ast á harmóníkku í textunum. Mér varð Það á í eitt sinn að nefna harmóníkkuhl.ióma..... ég hef Þá líklega verið undir áhrifum frá Svavari Ben., Því mér dugar ekkert minna en stórmeistari í Þeim efnum, — en Það var sen- sorerað burtu með snúðugheit- um." „Það ríkir nákvæmni í einu og öllu-----?" „Já. Það verður að vera. Þetta er alvöruleikrit, skal ég segja Þér, og þá má ekki kasta til Þess hönd- um. Ég skal t. d. láta þig vita að hann Gunnar Biarnason hefur var- ið miklum tíma til að stúdera klæðaburð siómannastéttarinnar og tízkuna á síldarplönunum. Hvað leiknum viðvíkur, Þá hefur Sjó- fang h/.f lánað mikið af Þeim, en annað er mestmegnis fengið h.iá Ellingsen og í Geysi. Gunnar hefur líka stúderað fiskiflotann gaumgæfilega, allt upp i 3000 tonn." „Þú verður að skrifa eitthvað um ballettinn," sagði Jón. „Það er alvöruballett í stykkinu, skal ég segja Þér. Það tilheyrir nú til dags." „Já, þetta er kiassiskur ballett; og ' hreinasta meistarastykki,' bætti Jónas við. „Og ég er viss um að dansararnir gætu dansað fjörugan og listrænan dans, og jafnvel tvistað eftir-----" „Morgunútvarpinu!" bætti Jón við og brosti. Og Þannig endaði viðtalið á sama temanu og Það byrjaði: Morgunútvarpinu, og Þótt úr- vinnslukaflinn sé kannske ekki upp á marga fiska, Þá verður það að skrifast á minn reikning að mestu leyti. En til að bæta aðeins úr skákinni, þykir mér hlýða að liúka kaflanum með örlítilli and- agt „á la Múla", — og biðja les- endur að taka undir með mér í sálminum „Amen og halelúiá" — beint úr Járnhausnum. ¦— G.K. AMEN OG HALELÚJÁ Að andinn sé ekki eilífur er eintómt blaður og snakk, og Þeir sem gapa og gal' um slíkt eru grefils rakkarapakk, og Þeir sem gapa og gal' um slikt eru guðlaust rakkarapakk. Við trúum allir á andans mátt, og allir fögnum við Því, að Þegar líf' okkar lýkur hér, við lifnum allir á ný, að Þegar líf' okkar lýkur hér, við lifnum allir á ný. Þá líður sálin um loftin blá og likist vængbreiðum svan, og upp hún leitar í æðri heim og á æðra tilveruplan, og upp hún leitar í æðri heim og á æðra söltunarplan. Þar leiðast englar í ljúfri ró um laufguð skóganna göng og fljúga stundum í flokkum upp með fjaðraÞyt og með söng, og fljúga stundum í flokkum upp með fjaðraÞyt og með söng. Já, Þangað, sál mín, Þú seinna meir munt svífa flugfiöðrum á í dýrð og fögnuði upp upp upp, og amen og halelújá, í dýrð og fögnuði upp upp upp, og amen og halelújá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.